Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Grjótvörn og uppfylling til norðurs frá Norðurtanga í Skutulsfirði - Aðalskipulagsbreyting - 2020110080
Lagðar fram fimm útfærslur á formum og mögulegu gatnakerfi landfyllingar, norðan Eyrar, unnið af Verkís í apríl 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur valkost 4 vera ákjósanlegastan og leggur til að unnið verði með hann áfram.
2.Endurskoðun á reglum um lóðarúthlutanir - 2022040058
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, starfsmanns umhverfis- og eignasviðs, um endurskoðun á reglum Ísafjarðarbæjar um lóðarúthlutanir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á lóðarúthlutunarreglum í samræmi við minnisblað.
3.Hundasvæði - 2018060021
Lagt fram erindi frá nokkrum hundaeiendum í Ísafjarðarbæ þar sem er ítrekuð ósk um hentuga staðsetningu hundagerðis í Skutulsfirði.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísaði fyrra erindi, til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd á fundi sínum 26. júní 2018.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísaði fyrra erindi, til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd á fundi sínum 26. júní 2018.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til lóð á horni Suðurgötu og Mjósunds undir hundagerði.
Fundi slitið - kl. 09:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?