Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1191. fundur 14. mars 2022 kl. 08:00 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Bryndís er viðstödd fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

1.Stjórnkerfisbreytingar Ísafjarðarbæjar - 2021070020

Á 1184. fundi bæjarráðs, þann 24. janúar 2022, var lögð fram lokaskýrsla RR ráðgjafar ehf. um tillögur að breytingum á stjórnkerfi Ísafjarðarbæjar, sérstaklega hvað varðar hverfisráð. Bæjarráð vísaði skýrslu um stjórnkerfisbreytingar í Ísafjarðarbæ til bæjarstjórnar til umræðu.

Þá lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja að aðgerðir 1-7 í skýrslu RR ráðgjafar verði innleiddar hjá sveitarfélaginu, en þær eru:
1) vinna skipulega að því að viðhorf og stjórnmálamenning einkennist af samvinnu og samstöðu
2) þjálfun og fræðsla fyrir fulltrúa í hverfisráðum
3) fulltrúum verði greidd þóknun fyrir störf sín
4) fundargerðir hverfisráða verði færðar inn í málaskrá Ísafjarðarbæjar
5) hvert hverfisráð hafi skilgreinda fundaraðstöðu
6) íbúar fái betri upplýsingar um hlutverk og heimildir hverfisráða.

Þá lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja að stofnuð yrði nefnd um stjórnkerfisbreytingar í Ísafjarðarbæ með aðkomu fulltrúa hverfisráða og bæjarstjórnar sem myndi vinna áfram að tillögum um framtíðarskipulag hverfisráða í stjórnkerfi Ísafjarðarbæjar.

Á 489. fundi bæjarstjórnar, þann 3. febrúar 2022, samþykkti bæjarstjórn breytingatillögu um að bæjarstjóra yrði falið að útfæra umræddar tillögur og leggja fyrir bæjarstjórn.

Þá samþykkti bæjarstjórn viðaukatillögu varðandi síðari tillögu bæjarráðs um stofnun nefndar um stjórnkerfisbreytingar, og óskað eftir að tillaga um nefndarmenn og erindisbréf verði send aftur til kynningar og samþykkis bæjarstjórnar.

Eru nú lagðar fram tillögur Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, og Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, að átta aðgerðum varðandi stjórnkerfisbreytingar vegna hverfisráða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með hverfisráðum um framkomnar tillögur og fá fram sjónarmið og tillögur þeirra að fyrirhuguðum breytingum, og leggja málið fyrir bæjarráð að nýju.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:05

2.Húsnæðismál háskólanemenda - stofnframlag og lóðavilyrði - 2021050072

Á 1187. fundi bæjarráðs, þann 14. febrúar 2022, var lögð fram umsókn Peter Weiss, f.h. óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar (Nemendagarða Háskólaseturs Vestfjarða), dags. 10. febrúar 2022, um 12% stofnframlag Ísafjarðarbæjar vegna byggingar 40 íbúða nemendagarða. Jafnframt var lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, og Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 11. febrúar 2022, vegna málsins. Þá er lagður fram til samþykktar viðauki 3 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna málsins.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að samþykkja veitingu stofnframlags til óstofnaðrar hses. (Nemendagerða Háskólaseturs Vestfjarða), að fjárhæð kr. 73.989.600. Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2022, en áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er auknar tekjur um kr. 14.899.715.

Á 490. fundi bæjarstjórnar, þann 16. febrúar 2022, var samþykkt að fresta málinu, enda lá þá fyrir að von væri á uppfærðum tölum.

Er nú lagt fram erindi Peters Weiss, forstöðumanns Háskólaseturs Vestfjarða, dagsett 8. mars 2022, vegna skýringa á uppfærðum tölugögnum vegna umsóknar óstofnaðrar hses. um byggingu nemendagarða háskólaseturins, dags. 10. febrúar 2022.

Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 4. mars 2022, vegna málsins, svo og lagður fram uppfærður viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna uppfærslu talna frá Háskólasetri.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er auknar tekjur um kr. 20.320.146,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta eru auknar tekjur kr. 20.320.146,- og er því rekstrarhalli að lækka úr 332.516.189 í kr. 312.196.043,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er auknar tekjur kr. 20.320.146,- eða hækkun rekstrarafgangs úr kr. 47.800.000 í kr.
68.120.146,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppfærða umsókn Háskólaseturs Vestfjarða, f.h. óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar um byggingu nemendagarða á Ísafirði.

Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 3 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022 vegna málsins.

3.Húsnæðismál háskólanemenda - beiðni um niðurrif skúra við Fjarðarstræti 20 - 2022030070

Lagt fram erindi Peter Weiss, forstöðumanns Háskólaseturs Vestfjarða, dags. 8. mars 2022, þar sem þess er farið á leit að Ísafjarðarbær afhendi lóðina við Fjarðarstræti 20, Ísafirði, án þeirra skúra sem nú standa á lóðinni.

Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, og Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 11. mars 2022, vegna málsins. Auk þessa lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, ef bæjarstjórn samþykkir beiðni um niðurrif skúra.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukning kostnaðar um kr. 38 m.kr.,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er aukinn kostnaður kr. 37.947.487,- og er því rekstrarhalli að hækka úr 312.196.043 í kr.
350.143.530,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er aukinn kostnaður kr. 37.947.487,- eða lækkun rekstrarafgangs úr kr. 68.120.146 í kr.
30.172.659
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 4 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, og samþykkja þar með jafnframt beiðni Háskólaseturs Vestfjarða, f.h. óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar um byggingu nemendagarða, um að Ísafjarðarbær sjái um niðurrif skúrabyggingar við Fjarðarstræti 20 á Ísafirði og afhendi þannig lóðina tilbúna til byggingar.

4.Fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði - 2020040001

Á 1189. fundi bæjarráðs, þann 28. febrúar 2022, var lagt fram erindi Svavars Þórs Guðmundssonar, formanns knattspyrnudeildar Vestra, dags. 18. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ um byggingu fjölnota íþróttahúss og undirritun viljayfirlýsingar Vestra og Ísafjarðarbæjar um verkefnið. Bæjarstjóra var falið að gera drög að viljayfirlýsingu Ísafjarðarbæjar og Vestra um byggingu fjölnota íþróttahúss, og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Er nú lögð fram viljayfirlýsing Ísafjarðarbæjar og Íþróttafélagsins Vestra um byggingu fjölnota íþróttahúss (knatthúss) á Torfnesi á Ísafirði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viljayfirlýsingu Ísafjarðarbæjar og Íþróttafélagsins Vestra vegna byggingar fjölnota íþróttahúss (knatthúss) á Torfnesi á Ísafirði, og að bæjarstjóra verið falið að vinna málið áfram með íþróttafélaginu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra jafnframt að kalla eftir afstöðu HSV gagnvart viljayfirlýsingunni.

5.Olíuleki á Suðureyri - 2022030035

Lagðar fram til kynningar fundargerðir aðgerðastjórnar á norðanverðum Vestfjörðum þann 9.-11. mars 2022, vegna olíuleka á Suðureyri.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgaf fund kl. 9:15.

6.Skýrsla um reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi - 2022030058

Lögð fram til kynningar skýrslan „Reynsla og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi“, dagsett í febrúar 2022, unnin af Ásdísi A. Arnalds og Evu Marínu Hlynsdóttur. Skýrslan var unnin í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og innviðaráðuneytið. Þá var skýrslan styrkt af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 7. mars 2022, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldastofn fasteignaskatts), 78. mál. Umsagnarfrestur er til 21. mars.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lögð fram tilkynning úr samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 4. mars 2022, þar sem innviðaráðuneyti hefur birt til samráðs frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011. (Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga). Umsagnarfrestur er til 15. mars. Hægt er að kynna sér málið og senda umsögn á eftirfarandi vefslóð; https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3166
Lagt fram til kynningar.

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 10. mars 2022, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 16. mál. Umsagnarfrestur er til 24. mars.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir BsVest 2022 - 2022030071

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar BsVest, en fundir voru haldnir 14. janúar 2022, 28. janúar 2022, 16. febrúar 2022, og 9. mars 2022.
Lagt fram til kynningar.

11.Fræðslunefnd - 437 - 2203003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 437. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 10. mars 2022.

Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.

12.Íþrótta- og tómstundanefnd - 230 - 2202021F

Lögð fram til kynningar fundargerð 230. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 2. mars 2022.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 230 Íþrótta- og tómstundanefnd vísar verkefnasamningi HSV og Ísafjarðarbæjar til bæjarstjórnar til samþykktar.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?