Íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Endurskoðun verkefnasamninga 2022 - 2022020115
Lögð fram drög að verkefnasamningi milli Ísafjarðabæjar og Héraðssambands Vestfirðinga ásamt skilgreiningu verkefna.
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar verkefnasamningi HSV og Ísafjarðarbæjar til bæjarstjórnar til samþykktar.
2.Hjólastefna Ísafjarðarbæjar - 2021090058
Mál sett á dagskrá að beiðni Gylfa Ólafssonar, nefndarmanns. Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, kemur á fundinn undir þessum lið.
Það er eindreginn vilji íþrótta- og tómstundanefndar að í sumar verði farið í þau verkefni sem hægt er. Stefnan verði kynnt þeim aðilum sem málinu tengjast, einkum Vegagerð og höfnum Ísafjarðarbæjar, og verði innleidd í nýtt aðalskipulag. Nefndin fagnar þeirri vinnu sem stendur yfir í breytingum á Aðalstræti og Hafnarstræti á Ísafirði, auk stígs sjávarmegin við Sundstræti.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundi slitið - kl. 09:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?