Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Umsókn um lækkun gatnagerðargjalda lóðar v. Hafnarstræti 21 Þingeyri - 2021110043
Lagt fram erindi Viðars Magnússonar, f.h. Sæverks, þar sem óskað er lækkunar á gatnagerðargjöldum vegna lóðarinnar að Hafnarstræti 21 á Þingeyri.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 12. nóvember 2021, vegna málsins.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 12. nóvember 2021, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lækkun gatnagerðargjalda í samræmi við erindi Viðars Magnússonar með vísan til röksemda í bréfi hans, f.h. Sæverks ehf.
2.Vestfjarðastofa - reglulegir fundir - 2021020071
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til reglulegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.
Gestir
- Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:10
3.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011
Atvinnumál í endurskoðuðu Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar til umræðu með ráðgjöfum sveitarfélagsins um skipulagsmál.
Fundarmenn og gestir fara yfir 8. kafli aðalskipulags Ísafjarðarbæjar um atvinnumál og næstu skref varðandi endurskoðun aðalskipulagsins.
Gestir yfirgefa fundinn kl. 8:40.
Gestir
- Björn Guðbrandsson, f.h. Arkís arkitekta - mæting: 08:30
- Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, ráðgjafi aðalskipulags Ísafjarðarbæjar - mæting: 08:30
4.Boð um kaup Suðurtangi 2 Ísafjörður - 2019050091
Lögð fram drög að kaupsamningi vegna Suðurtanga 2 á Ísafirði, vegna fnr. 222-9261, og 225-2110, auk veðbókavottorða.
Bæjarráð vísar samningum til bæjarstjórnar til samþykktar, með þeim athugasemdum sem ræddar voru á fundinum.
5.Samþykkt um gatnagerðargjald - 2021110044
Lögð fram til samþykktar samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald í Ísafjarðarbæ.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, og Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 12. nóvember 2021, vegna málsins.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, og Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 12. nóvember 2021, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald í Ísafjarðarbæ, með vísan til minnisblaðs sviðsstjóra.
6.Útkomuspá 2021 - eftirlitsnefnd sveitarfélaga - 2021100089
Lögð fram til kynningar útkomuspá Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.
7.Fræðslunefnd - 434 - 2111007F
Lögð fram til kynningar fundargerð 434. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 11. nóvember 2021.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Fræðslunefnd - 434 Fræðslunefnd vísar reglum um afslátt á dagvistargjöldum í Ísafjarðarbæjar til bæjarstjórnar til samþykktar.
8.Hafnarstjórn - 226 - 2110022F
Lögð fram til kynningar fundargerð 226. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 1. nóvember 2021.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Hafnarstjórn - 226 Hafnarstjórn samþykkir framkvæmdaáætlun hafna Ísafjarðarbæjar 2022 og vísar málinu til bæjarstjórnar til fyrri umræðu fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar.
-
Hafnarstjórn - 226 Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurskoðaða gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna að frekari breytingum á gjaldskrá hafna til framtíðar.
9.Menningarmálanefnd - 161 - 2111006F
Lögð fram til kynningar fundargerð 161. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 9. nóvember 2021.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.
10.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 112 - 2110016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 112. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 9. nóvember 2021.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?