Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
434. fundur 11. nóvember 2021 kl. 08:15 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Magnús Þór Bjarnason varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúi fyrir grunnskólamál: Edda Björk Magnúsdóttir, fulltrúi kennara. Áheyrnafulltrúi fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2021 - 2020090032

Farið yfir verkefnalista fræðslunefndar.
Kynnt staða verkefna á verkefnalistanum.

2.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla Ísafjarðarbæjar starfsárið 2020-2021 - 2020110059

Lagðar fram ársskýrslur Grunnskóla Önundarfjarðar og Grunnskólans á Þingeyri fyrir skólaárið 2020-2021.
Lagt fram til kynningar.

3.Starfsáætlanir og ársskýrslur leikskóla skólaárið 2020-2021 - 2020090090

Lagðar fram ársskýrslur skólaárið 2020-2021 fyrir leikskólann Eyrarskjól Ísafirði, leikskólann Sólborg ísafirði, leikskólann Tjarnarbæ Suðureyri, leikskólann Grænagarð Flateyri og leikskólann Laufás Þingeyri.
Lagt fram til kynningar.

4.Afsláttur á dagvistargjöldum í leikskóla. - 2021090081

Lögð fram drög að reglum um afslátt á dagvistargjöldum í Ísafjarðarbæ.
Fræðslunefnd vísar reglum um afslátt á dagvistargjöldum í Ísafjarðarbæjar til bæjarstjórnar til samþykktar.

5.Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál - 2021110032

Lagt fram bréf frá Sambandi Íslenskra sveitafélaga dagsett 2. nóvember 2021, er varðar ályktun bæjarráðs Árborgar frá 30. september 2021 um leikskólamál. Þar sem skorað er á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir fullri viðurkenningu ríkisvaldsins á leikskólastiginu sem menntastofnun með því að ríkisvaldið skilgreini sveitarfélögum tekjustofn til að standa straum af kostnaði við rekstur leikskóla frá lokum fæðingarorlofs. Jafnframt þurfi að tryggja leiðir til að fjármagna þjónustu við fötluð börn á leikskólum og þau börn sem hafa annað móðurmál en íslensku, t.d. með jöfnunarframlögum.
Fræðslunefnd tekur undir bókun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál. Jafnframt hvetur nefndin ríkið til að viðurkenna leikskólastigið sem menntastofnun og skilgreina sveitarfélögum tekjustofn til að standa straum af kostnaði við rekstur leikskóla frá lokum fæðingarorlofs.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?