Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089
Lögð fram kynning Verkís sem unnin er úr skýrslu SE Groups, en á 11. fundi starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal, þann 25. október 2021, vísaði starfshópurinn samantekt á úttekt og hugmyndum SE Groups varðandi skipulag fyrir skíðasvæði Ísafjarðarbæjar til bæjarráðs ásamt vefsjá um skipulag frístundasvæðis í Tungudal. Starfshópurinn hefur nú skilað af sér þeirri vinnu sem honum var falið skv. erindisbréfi hans og hefur því hér með lokið störfum.
Starfshópurinn hvetur bæjarráð til að vinna áfram með verkefnið og gera ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu í fjárfestingaráætlun.
Starfshópurinn hvetur bæjarráð til að vinna áfram með verkefnið og gera ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu í fjárfestingaráætlun.
Lagt fram til kynningar.
Gestir
- Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:05
2.Lýðskólinn á Flateyri - 2016110085
Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 4. nóvember 2021, varðandi óundirritaðan samning Lýðskólans á Flateyri við sveitarfélagið og notkun skólans á félagsheimilinu á Flateyri, sem er í eigu sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.
3.Beiðnir aðildarfélaga HSV 2021 - 2021100062
Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 4. nóvember 2021. Jafnframt lagt fram béf, uppbyggingasamningur og kostnaðaráætlun frá formanni hestamannafélagsins Hendingar, Marinó Hákonarsyni, þar sem óskað er eftir að rammasamningur við félagið verði undirritaður af hálfu bæjarins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
4.Skíðasvæði - Endurnýjun tækja - 2021110020
Lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 4. nóv. 2021 vegna endurnýjunar tækja á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir beiðni sviðsstjóra um kaup á nýjum vélsleða fyrir skíðasvæði Ísafjarðarbæjar.
Hafdís yfirgaf fund kl. 08:30.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:30
5.Uppbygging á hagkvæmu leiguhúsnæði í Ísafjarðarbæ - 2021110027
Lagt fram bréf Finnborga Sveinbjörnssonar, formanns Verkalýðsfélags Vestfirðinga, dagsett 5. nóvember 2021, þar sem hvatt er til þess að Ísafjarðarbær hefji samtal við Bjarg íbúðafélag, um uppbyggingu á hagkvæmu leiguhúsnæði í sveitarfélaginu.
Bæjarráð lýsir áhuga á samstarfinu og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
6.Viðhald Grunnskólans á Suðureyri - 2021090083
Lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 4. nóv. 2021 vegna viðhaldsframkvæmda við Grunnskólann á Suðureyri.
Lagt fram til kynningar.
7.Áhaldahús - Endurskoðun tækjabúnaðar - 2021110021
Lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 4. nóv. 2021, þar sem lagt er til að seld verði tæki sem ekki nýtast rekstri áhaldahúss, jafnframt er óskað eftir heimild til að nýta endursöluverð til kaupa á tæki sem hentar betur rekstri áhaldahússins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
8.Vallargata 1, Þingeyri - Gramsverslun - 2021110022
Lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 4. nóvember 2021, ásamt ástandsskoðun Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 29. sept. sl. Lagt er til við bæjarráð að fasteignin verði seld eða afhent áhugasömum aðilum til uppgerðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að yfirfara framtíðarsýn varðandi staðsetningu hússins og framtíðarnotkun hússins í samráði við hverfisráðið íbúasamtökin Átak á Þingeyri.
9.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2021 - 2021020106
Lagt fram bréf Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 4. nóvember 2021, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um veitingu tækifærisleyfis vegna hjónaballs á Þingeyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfis.
10.Framkvæmdaáætlun 2021 - 2021110026
Lagt fram til kynningar skjal með stöðu fjárfestinga/framkvæmdaáætlunar í lok september 2021 samanborið við áætlun 2021.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgaf fund kl. 08:53
11.Ársfjórðungsuppgjör 2021 - 2021060021
Lagt fram til kynningar mánaðaryfirlit þriðja ársfjórðungs 2021 eins og það var sent inn til Hagstofu Íslands þann 4. nóvember 2021.
Lagt fram til kynningar.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:54
12.Mánaðaryfirlit - 2021 - 2021030032
Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, og Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 5. nóvember 2021, vegna upplýsinga um skatttekjur og laun fyrstu tíu mánuði ársins.
Lagt fram til kynningar.
Edda María yfirgefur fund kl. 09:02
13.Ályktun um leikskólamál - 2021110008
Lagt fram til kynningar bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 2. nóvember 2021, vegna ályktunar bæjarráðs Árborgar um leikskólamál, þar sem skorað er á sambandið að beita sér fyrir fullri viðurkenningu ríkisvaldsins á leikskólastiginu sem menntastofnun, svo sveitarfélögum verði tryggt fjármagn til að standa straum af kostnaði við rekstur leikskóla og þjónustu við bæði fötluð börn og nýja Íslendinga. Sambandið tekur undir bókunina.
Lagt fram til kynningar.
14.Loftslagsvernd í verki - námskeið fyrir sveitarfélög - 2021110007
Lagt fram til kynningar bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 2. nóvember 2021, þar sem upplýst er að Landvernd bjóði kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaga á námskeiðið "Loftslagsvernd í verki". Jafnframt lagt fram afrit af bréfi Landverndar til sambandsins, ódagsett, og upplýsingablað um námskeiðið.
Lagt fram til kynningar.
15.Verkefni um innleiðingu hringrásarhagkerfis - 2021020031
Lagt fram til kynningar bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 2. nóvember 2021, vegna þeirra verkefna sem framundan eru við innleiðingu hringrásarhagkerfis.
Lagt fram til kynningar.
16.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2021020012
Lögð fram til kynningar fundargerð 902. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 29. október 2021.
Lagt fram til kynningar.
17.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 570 - 2110023F
Lögð fram til kynningar fundargerð 570. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 3. nóvember 2021.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin er í átta liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 570 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að auglýsa vinnslutillögu að verndarsvæði í byggð fyrir gamla bæinn á Skutulsfjarðareyri og Neðstakaupstað á Ísafirði, á grundvelli 5. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.
Tillagan verði til birt á vefnum www.verndarsvaedi.isafjordur.is í 2 vikur, frá 9. nóvember til og með 23. nóvember.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 570 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis.
Fundi slitið - kl. 09:03.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?