Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Verndarsvæði í byggð - Gamli bærinn á Skutulsfjarðareyri og Neðstikaupstaður. - 2017100040
Lögð var fram tillaga að verndarsvæði í byggð á vinnslustigi.
2.Dýrafjörður virkjanir -Botnsvirkjun og Hvallátursvirkjun - 2021020045
Lagt fram erindi frá Verkís hf. f.h. landeigenda Dranga og Botns í Dýrafirði, varðandi það að áform um virkjanirnar verði teknar til skoðunar í breytingu á aðalskipulagi í stað þess að þær verði teknar með í endurskoðun þess eins og var bókað í bæjarstjórn þann 16. febrúar 2021. Óskað er eftir að það verði tekið til meðferðar sem endurskoðun á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Fylgiskjöl eru greinargerð frá Erlu B. Kristjánsdóttur, skipulagsráðgjafa hjá Verkís hf. og umsagnir Skipulagsstofnunar frá 2. júlí 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu og stendur við fyrri ákvörðun um að vísa því til vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar með hliðsjón af umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. júlí 2021.
3.Reykjarfjörður á Ströndum. Umsókn um leyfi fyrir allt að 50 kW virkjun - 2021100090
Landeigendur Reykjarfjarðar á Norður-Ströndum, sækja um leyfi fyrir allt að 50 kW virkjun við ánna í Fossadal. Þrýstirörið verður grafið niður við hlið árinnar og ósýnilegt. Lítið og látlaust stöðvarhús verður reist úr timbri og frá stöðvarhúsinu verður lagður niðurgrafinn rafstrengur að Kirkjubóli, til Tófuholts og að byggðinni í Reykjarfirði. Fylgigögn eru undirritanir og umsókn frá 1. október 2021 og uppdráttur unninn af Eflu verkfræðiskrifstofu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið.
4.Hóll, Hvilftarströnd. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2021100061
Birkir Þór Guðmundsson og Kristín Albertsdóttir, eigendur Hóls við Hvilftarströnd í Önundarfirði, sækja um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomu að býlinu með lagningu héraðsvegar, tengingu við fjarskipta- og raforkukerfi, inntaksmannvirkis fyrir heimarafstöð og fallpípu. Fylgigögn eru umsókn frá 12. október 2021, gildandi deiliskipulag frá 2021, heimild Vegagerðarinnar fyrir héraðsveg ásamt kennissniði og tillögumyndir af inntaksmannvirki Hólsvirkjunar frá 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis.
5.Hafnarstræti 29 á Flateyri, lóð undir nemendagarða - 2021100017
Jón Grétar Magnússon, fyrir hönd Lýðskólans á Flateyri, sækir um lóðina Hafnarstræti 29 á Flateyri.
Hafnarstræti 29 er tilgreind sem lóð fyrir þjónustuhús á tveimur hæðum en hugmyndir Lýðskólans eru að þar muni rísa Nemendagarðar skólans sem muni innihalda 14 litlar stúdió íbúðir.
Samhliða umsókn þessari er fyrir hönd lýðskólans óskað leyfis fyrir að gera minniháttar breytingar á deiliskipulagi Flateyrar til að aðlaga lóðina að nemendagörðunum.
Hafnarstræti 29 er tilgreind sem lóð fyrir þjónustuhús á tveimur hæðum en hugmyndir Lýðskólans eru að þar muni rísa Nemendagarðar skólans sem muni innihalda 14 litlar stúdió íbúðir.
Samhliða umsókn þessari er fyrir hönd lýðskólans óskað leyfis fyrir að gera minniháttar breytingar á deiliskipulagi Flateyrar til að aðlaga lóðina að nemendagörðunum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að lausar lóðir þurfa að fara í auglýsingu í lágmark 2 vikur, skv. úthlutarreglum Ísafjarðarbæjar. Umsækjanda er bent á að sækja um lóðina að nýju þegar hún verður auglýst.
Anton Helgi Guðjónsson yfirgaf fundinn klukkan 9:15
6.Engjavegur 9, 400. Umsókn um lóðarleigusamning - 2021080058
Sigríður G. Ásgeirsdóttir, þinglýstur eigandi að Engjavegi 9 á Ísafirði, sækir um gerð lóðarleigusamnings og gerð mæliblaðs. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn dags. 24. ágúst 2021, mæliblað Tæknideildar frá 13. október 2021 og drög að grunnleigusamningi.
Nefndin frestar afgreiðslu og óskar eftir frekari gögnum hjá Tæknideild.
7.Ósk um beitiland á Söndum, Dýrafirði - 2021100084
S. Valdimar Elíasson óskar eftir afnotum af landi til beitar í landi Sanda í Dýrafirði. Fylgiskjöl eru tölvupóstur frá 19. október og loftmynd af 4 fyrirhuguðum afnotasvæðum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar erindinu.
8.Öldugata 1b og 1, ósk um sameiningu lóða - 2021080073
Eigandi Öldugötu 1b á Flateyri óskar eftir skýrum lóðarmörkum undir fasteign sína. Í gildandi deiliskipulagi Flateyrar frá 29.01.1998 er gert ráð fyrir að húsin Öldugata 1 og 1b víki fyrir nýjum byggingarlóðum en Öldugata 1b stendur enn.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að skv. fyrirliggjandi gögnum, þinglýstum lóðarleigusamningi og gildandi deiliskipulagi Flateyrar, eru lóðarmörk fyrir Öldugötu 1b skýr. Lóðarhafi er hins vegar kominn út fyrir sín lóðarmörk með óleyfisframkvæmdir.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Tillagan verði til birt á vefnum www.verndarsvaedi.isafjordur.is í 2 vikur, frá 9. nóvember til og með 23. nóvember.