Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Stjórnkerfisbreytingar Ísafjarðarbæjar - 2021070020
Lögð fram tölvupóstsamskipti við RR ráðgjöf vegna ákvörðunar um sameiginlega vinnustofu bæjarfulltrúa og stjórna hverfisráða, vinnustofa III, vegna stjórnkerfisbreytinga hjá Ísafjarðarbæ varðandi hverfisráð.
Bæjarráð leggur til að vinnustofa III verði haldin í nóvember og felur bæjarstjóra að skipuleggja tímasetningu.
2.Álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatta 2022 - 2021070013
Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálsviðs, dags. 14. október 2021, vegna tillagna um fasteignaskatt ársins 2022, með hliðsjón af niðurfærslu á framlagi Jöfnunarsjóðs.
Bæjarráð vísar gjaldskrá Ísafjarðarbæjar vegna fasteignaskatta fyrir árið 2022 til bæjarstjórnar til samþykktar.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:05
3.Gjaldskrár 2022 - 2021050043
Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 15. október 2021, þar sem lagðar eru til breytingar á gjaldskrá vatnsveitu fyrir árið 2022, auk útreiknings til 15 ára um áætlað fjárstreymi vatnsveitu Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð vísar gjaldskrám Ísafjarðarbæjar vegna vatnsveitu fyrir árið 2022 til bæjarstjórnar til samþykktar.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:20
4.Gjaldskrár 2022 - 2021050043
Á 1170. fundi bæjarráðs, þann 4. október 2021, voru lagðar fram gjaldskrár 2022, en bæjarráð vísaði gjaldskrá sorphirðu aftur til umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari vinnslu, og kallaði jafnframt eftir frekari gögnum varðandi kostnað og tekjur af sorphirðu.
Á 111. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 14. október 2021, var bókað eftirfarandi: "Í ljósi þess að málaflokkurinn hefur verið rekinn með halla undanfarin ár, og vegna þess að samningur við verktaka er bundinn við aðra vísitölu, er lagt til að hækka gjaldskrá um 9.85%. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá sorphirðu fyrir árið 2022."
Er nú lögð fram ofangreind tillaga umhverfis- og framkvæmdanefndar um gjaldskrá sorphirðu fyrir árið 2022.
Á 111. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 14. október 2021, var bókað eftirfarandi: "Í ljósi þess að málaflokkurinn hefur verið rekinn með halla undanfarin ár, og vegna þess að samningur við verktaka er bundinn við aðra vísitölu, er lagt til að hækka gjaldskrá um 9.85%. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá sorphirðu fyrir árið 2022."
Er nú lögð fram ofangreind tillaga umhverfis- og framkvæmdanefndar um gjaldskrá sorphirðu fyrir árið 2022.
Bæjarráð vísar gjaldskrám Ísafjarðarbæjar vegna sorphirðu fyrir árið 2022 til bæjarstjórnar til samþykktar.
5.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094
Lögð fram drög að heildar framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2022-2032, auk þess sem sérstaklega er lögð fram framkvæmdaáætlun Hafnarsjóðs.
Bæjarstjóri, sviðsstjórar, fjármálastjóri og hafnarstjóri kynna drög að fjárfestingaráætlun 2022, og hún rædd.
Guðmundur yfirgaf fund kl. 9.30, Hafdís og Margrét yfirgáfu fund kl. 11.30. Hlé var gert á fundi kl. 11.30. Fundi fram haldið kl. 13.15.
Gestir
- Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri - mæting: 08:50
- Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 10:45
- Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 11:00
6.Niðurrif skúra í Fjarðarstræti - 2021090119
Á 1170. fundi bæjarráðs, þann 4. október 2021, var mál tekið á dagskrá að beiðni Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokks, um eign sveitarfélagsins í Fjarðarstræti 20 á Ísafirði. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna að kostnaðarmati við niðurrif skúranna í Fjarðarstræti 20 og leggja aftur fyrir bæjarráð.
Nú er lagt fram til kynningar kostnaðarmat Tækniþjónustu Ísafjarðar, dags. 15. október 2021, vegna málsins.
Nú er lagt fram til kynningar kostnaðarmat Tækniþjónustu Ísafjarðar, dags. 15. október 2021, vegna málsins.
Lagt fram til kynningar.
7.Stafrænt Ísland - samstarf sveitarfélaga - 2021010033
Lagt fram bréf Karls Björnssonar f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 7. október 2021, vegna þátttöku og framlaga til stafræns samstarfs sveitarfélaga 2022. Jafnframt lögð fram fylgiskjöl þar sem kynnt eru sameiginleg verkefni og skipting kostnaðar.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 15. október 2021, vegna málsins.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 15. október 2021, vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í inntöku á öllum verkefnunum skv. greinargerð stafræns teymis hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og vísar kostnaði til fjárhagsáætlunargerðar 2022.
8.Launakjör kjörinna fulltrúa - 2021100064
Lagt fram bréf Karls Björnssonar f.h. Samband íslenskra sveitarfélaga, dagsett 14. október 2021 vegna starfskjara kjörinna fulltrúa. Meðfylgjandi er viðmiðunarlaunatafla.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 14. október 2021, vegna málsins.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 14. október 2021, vegna málsins.
Lagt fram til kynningar.
9.Launakjör kjörstjórna - 2021100066
Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 15. október 2021, vegna upplýsinga um launakjör fulltrúa kjörstjórna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögur skv. minnisblaði sviðsstjóra um breytingar launa fulltrúa í kjörstjórnum.
10.Fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði - 2020040001
Lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dagsett 15. október 2021, vegna byggingar fjölnota knattspyrnuhúss á Ísafirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi bæjarráðs með forsvarsmönnum Vestra vegna málsins.
11.Hjólagarður á Ísafirði - 2021100063
Lagt fram bréf Heiðu Jónsdóttur og Sigurðar A. Jónssonar, stjórnarfólks í hjólreiðadeild Vestra, þar sem óskað er eftir aðkomu Ísafjarðarbæjar að uppbyggingu hjólasvæðis í Ísafjarðarbæ.
Jafnframt er lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 14. október 2021, vegna málsins.
Jafnframt er lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 14. október 2021, vegna málsins.
Lagt fram til kynningar.
12.Fyrirspurn vegna snemmtækrar íhlutunar - 2021040044
Lögð fram fyrirspurn Þóris Guðmundssonar, bæjarfulltrúa Í-listans, dags. 15. október 2021, þar sem óskað er skriflegra svara eftirfarandi spurninga varðandi snemmtæka íhlutun í skólakerfi sveitarfélagsins:
"1. Hver er kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna aðkeyptrar þjónustu sálfræðinga í skólakerfinu?
2. Hversu margar vinnustundir liggja að baki þeim kostnaði ?
3. Hversu mörg viðtöl hefur skólasálfræðingur tekið s.l. tólf mánuði við nemendur grunnskóla Ísafjarðarbæjar?
4. Hversu langur tími líður að jafnaði frá því að meðferðar/viðtals við skólasálfræðing er óskað og þar til það fer fram ?
5. Hver er afstaða meirihluta bæjarstjórnar til þess að ráða sálfræðing til starfa inn í skólakerfi Ísafjarðarbæjar og þá sleppa því að kaupa sálfræðiþjónustu úr Reykjavík?"
"1. Hver er kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna aðkeyptrar þjónustu sálfræðinga í skólakerfinu?
2. Hversu margar vinnustundir liggja að baki þeim kostnaði ?
3. Hversu mörg viðtöl hefur skólasálfræðingur tekið s.l. tólf mánuði við nemendur grunnskóla Ísafjarðarbæjar?
4. Hversu langur tími líður að jafnaði frá því að meðferðar/viðtals við skólasálfræðing er óskað og þar til það fer fram ?
5. Hver er afstaða meirihluta bæjarstjórnar til þess að ráða sálfræðing til starfa inn í skólakerfi Ísafjarðarbæjar og þá sleppa því að kaupa sálfræðiþjónustu úr Reykjavík?"
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu skriflega og leggja fyrir bæjarráð.
13.Úttekt á slökkviliði Ísafjarðarbæjar 2021 - 2021100037
Lagt fram bréf Þorláks Snæs Helgasonar og Stefáns Árnasonar f.h. Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dagsett 1. október 2021, þar sem kynnt er úttekt á slökkviliði Ísafjarðarbæjar, sem framkvæmd var 8. september 2021, en Þá HMS leggur til við
sveitarstjórn að ráðist verði í nauðsynlegar úrbætur og er þess óskað að HMS berist svar berist frá sveitarstjórn með áætlun um úrbætur við athugasemdum stofnunarinnar.
sveitarstjórn að ráðist verði í nauðsynlegar úrbætur og er þess óskað að HMS berist svar berist frá sveitarstjórn með áætlun um úrbætur við athugasemdum stofnunarinnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
14.Útvarp og öryggisbúnaður í jarðgöngum - 2021060049
Lagt fram bréf Jónasar B. Guðmundssonar f.h. Samgöngufélagsins, dagsett 13. október 2021 vegna uppsetningar búnaðar til útsendinga útvarps í jarðgöngum, í bréfinu segir að því er vænst að þetta erindi verði tekið til afgreiðslu og ef svo ber undir ályktað um það eftir því sem efni standa til og þeirri ályktun komið á framfæri við félagið.
Lagt fram til kynningar.
15.Strandverðir Íslands - 2020100106
Lagður fram tölvupóstur og fréttabréf Þórarins Tota Ívarssonar, framkvæmdastjóra Veraldavina, dags. 13. október 2021, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið taki þátt í hreinsunarátaki á strandlengju Íslands. Í bréfinu segir að sveitarfélagið þurfi ekki að leggja fram neina fjármuni til verkefnisins en gott væri ef sjálfboðaliðarnir gætu fengið frítt í sund, tjaldstæði og aðgang að söfnum í eigu sveitarfélagsins, auk þess að aðstoða við að fá leyfi landeigenda til þess að hreinsa fjörur sem eru í einkaeigu.
Lagt fram til kynningar.
16.Úthlutun stofnframlaga 2021 - 2021100060
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dagsettur 4. október 2021, þar sem kynnt er að opið sé fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins í seinni úthlutun ársins. Umsóknarfrestur er til 24. október.
Lagt fram til kynningar.
17.Breyting á reglugerð 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga - 2021100047
Lagt fram til kynningar bréf Ágústs Kristinssonar og Eiríks Benónýssonar f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dagsett 11. október 2021, vegna breytingar á reglugerð 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 15. október 2021, vegna þessara breytinga.
Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 15. október 2021, vegna þessara breytinga.
Lagt fram til kynningar.
18.66. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2021050031
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfjarða, dags. 15. október 2021, um drög að ályktunum frá stjórn, með fyrirvara um breytingar, fyrir 66. Fjórðungsþing, auk kynningar á ályktunum frá 65. Fjórðungsþingi.
Lagt fram til kynningar.
19.66. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2021050031
Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 14 október 2021 ásamt tillögu til 66. fjórðungsþings Vestfirðinga sem haldið verður 22. - 23. október, um breytingar á samþykktum FV. Jafnframt lagðar fram kynningarglærur þar sem farið er yfir efni tillögunnar.
Lagt fram til kynningar.
20.66. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2021050031
Lögð fram tillaga að ályktun um gjaldtöku í sjókvíaeldi, sem barst með tölvupósti 13. október 2021, og verður til umræðu á 66. Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið verður 22. og 23. október.
Lagt fram til kynningar.
21.Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga - 2017050130
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dagsettur 5. október 2021, þar sem kynnt er að fyrirhugað er að sveitarfélög skili húsnæðisáætlunum rafrænt og á stöðluðu formi frá og með 2022.
Lagt fram til kynningar.
22.BsVest - ýmis mál 2021 - 2021020100
Lagðir fram til kynningar tölvupóstar Sifjar Huldar Albertsdóttur, framkvæmdastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðra, dags. 11. og 13. október 2021, ásamt verklagsreglum vegna fjárhagsáætlunargerðar, með minniháttar breytingum, sem samþykktar voru á fundi stjórnar BsVest 24. september. Einnig lögð fram fundargerð stjórnarfundar BsVest frá 24. september.
Lagt fram til kynningar.
23.Fræðslunefnd - 433 - 2110006F
Lögð fram til kynningar fundgerð 433. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 14. október 2021.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
Axel Överby og Edda María yfirgáfu fund kl. 15.10.
-
Fræðslunefnd - 433 Fræðslunefnd vísar reglum um umsókn og innritun í grunnskóla Ísafjarðarbæjar til bæjarstjórnar til samþykktar. Reglur um tvöfalda skólavist lagðar fram og starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs falið að vinna málið áfram.
Fundi slitið - kl. 15:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?