Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
433. fundur 14. október 2021 kl. 08:00 - 09:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá

1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2021 - 2020090032

Farið yfir verkefnalista fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Reglur um umsókn og innritun í grunnskóla Ísafjarðarbæjar - 2021100028

Lögð fram drög að reglum um umsóknir og innritun í grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Einnig kynnt bréf forráðamanns þar sem óskað er eftir tvöfaldri skólavist barns.
Fræðslunefnd vísar reglum um umsókn og innritun í grunnskóla Ísafjarðarbæjar til bæjarstjórnar til samþykktar. Reglur um tvöfalda skólavist lagðar fram og starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs falið að vinna málið áfram.

3.Afsláttur á dagvistargjöldum í leikskóla. - 2021090081

Kynnt drög að reglum er varða afslátt á dagvistargjöldum í leikskólum Ísafjarðarbæjar.
Fræðslunefnd samþykkir að breyta reglum um afslátt á davistargjöldm fyrir foreldra í námi utan vinnumarkaðar. Starfsmönnum skóla- tómstundasviðs falið að uppfæra reglur og leggja fyrir næsta fund fræðslunefndar.

4.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Lagt fram til umræðu aðalskipulag Ísafjarðarbæjar.
Starfsmenn skóla- og tómstundasviðs vinna áfram með stefnumótun aðalskipulags og senda texta á nefndarmenn.

Fundi slitið - kl. 09:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?