Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1170. fundur 04. október 2021 kl. 08:00 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Sundstræti 14, Ísafirði - 2018110068

Mál tekið á dagskrá að beiðni Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokks, varðandi eign sveitarfélagsins að Sundstræti 14 á Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða mögulega sölu á eigninni.

2.Niðurrif skúra í Fjarðarstræti - 2021090119

Mál tekið á dagskrá að beiðni Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokks, um eign sveitarfélagsins í Fjarðarstræti 20 á Ísafirði.

Bæjarstjóra falið að vinna að kostnaðarmati við niðurrif skúranna í Fjarðarstræti 20 og leggja aftur fyrir bæjarráð.

3.Hafnabótasjóður endurgreiðslur 2019 og 2020 - 2021100004

Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 1. október 2021, vegna upplýsinga um endurkröfur sveitarfélagsins á Hafnabótasjóð vegna áranna 2019 og 2020, ásamt excel yfirliti.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í hafnarstjórn.

4.Fiskeldissjóður - Umsókn - 2021090012

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Hallveigar Ólafsdóttur, f.h. Fiskeldissjóðs, dags. 29. sept. 2021, vegna umsóknar Ísafjarðarbæjar um styrk í sjóðinn, en stjórn sjóðsins tilkynnir að ákveðið var að styrka verkefnið „Endurnýjun vatnslagnar í Staðardal“ hjá Ísafjarðarbæ um kr. 20.439.408.
Lagt fram til kynningar.

5.Umsókn um leyfi til kvikmyndatöku á Þingeyri - 2021090100

Lagður fram tölvupóstur Guðfinns Ýmis Harðarsonar, dags. 24. september 2021, þar sem óskað er eftir leyfi til kvikmyndatöku á Þingeyri 5. - 14. október.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að kvikmyndataka fari fram á Þingeyri 5.-14. október nk. og lýsir yfir ánægju með verkefnið.

6.Vinabæjarsamskipti Kaufering - 2021100007

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 1. október 2021, vegna vinabæjarheimsóknar Kaufering.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

7.Öll vötn til Dýrafjarðar - 2018090052

Fundur með fulltrúum Byggðastofnunar vegna beiðnar sveitarfélagsins um framlengingu verkefnisins Öll vötn til Dýrafjarðar.
Fulltrúar Byggðastofnunar mættu til fundar við bæjarráð.

Umræða um beiðni Ísafjarðarbæjar til Byggðastofnunar um framlengingu verkefnisins Öll vötn til Dýrafjarðar.
Gestir yfirgáfu fund kl. 8:45.

Gestir

  • Helga Harðardóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun - mæting: 08:30
  • Kristján Þ. Halldórsson, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar - mæting: 08:30
  • Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar - mæting: 08:30

8.Gjaldskrár 2022 - 2021050043

Lagðar fram gjaldskrár 2022, ásamt minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 1. október 2021, um tillögur að breytingum á gjaldskrám Ísafjarðarbæjar.

Einnig lagt fram minnisblað Axels R. Överby, dags. 3. september 2021, er varðar gjaldskrá sorphirðu.
Bæjarráð vísar gjaldskrá sorphirðu aftur til umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari vinnslu, en öðrum gjaldskrá Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022 til samþykktar í bæjarstjórn.

9.Álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatta 2022 - 2021070013

Lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 1. október 2021, þar sem lagt er til að útvar 2022 verði óbreytt 14,52%.

Jafnframt lögð fram á nýjan leik minnisblöð Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 15. júlí 2021 og 7. júlí 2021, ásamt fylgiskjölum vegna fasteignagjalda í Ísafjarðarbæ, ásamt nýju skjali með samanburðartölum.
Bæjarráð vísar tillögu bæjarstjóra um útsvar 2022 til samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna frekar að tillögum um fasteignagjöld ársins 2022, og leggja aftur fyrir bæjarráð.

10.Nauðasamningar Kampi ehf. 2021 - 2021080026

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Guðrúnar Hörpu Guðmundsdóttur, þjónustustjóra Motus, dags. 30. september 2021, ásamt fundargerð kröfuhafafundar vegna nauðasamnings Kampa, þar sem fram kemur að samþykkt hafi verið fyrirliggjandi drög að samningi um 30% greiðslu samningskrafna. Jafnframt lögð fram til kynningar kröfuskrá, en þar kemur fram að Ísafjarðarbær er eigandi að 3,2% samningskrafna félagsins.
Lagt fram til kynningar.

11.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni - 2021100002

Lagður fram tölvupóstur Kolbrúnar Ernu Magnúsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. september 2021, varðandi húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni, ásamt minnisblaði HMS um landsbyggðar hses., viljayfirlýsingar um málefni VH, minnisblaði um húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni, minnisblað um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni, og húsnæðisstuðnings hins opinbera á landsbyggð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

12.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2021 - 2021090105

Lagt fram bréf Ragnhildar Hjaltadóttur og Guðna Geirs Einarssonar, dagsett 20. september 2021, þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 6. október.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til fundarins fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

13.BsVest - ýmis mál 2021 - 2021020100

Lagt fram til kynningar bréf Sifjar Huldar Albertsdóttur, framkvæmdastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, ódagsett en barst með tölvupósti 24. september 2021, þar sem boðað er til aðalfundar BsVest þann 22. október 2021.
Lagt fram til kynningar.

14.Samband sveitarfélaga á köldum svæðum - 2021100003

Lagt fram fundarboð Ingibjargar Hinriksdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. október 2021, um aðalfund sambands sveitarfélaga á köldum svæðum, en fundur er haldinn 8. október kl. 12.15 á Hilton Reykjavík Nordica.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til fundarins fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

15.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2021020012

Lögð fram til kynningar fundargerð 901. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 24. september 2021.
Lagt fram til kynningar.

16.Fræðslunefnd - 432 - 2109015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 432. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 23. september 2021.

Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • 16.5 2021080049 Gjaldskrár skólasviðs
    Fræðslunefnd - 432 Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrár sem heyra undir nefndina. Þar á meðal er gerð tillaga um að stök skólamáltíð í grunnskólum lækki úr kr.540 í kr.490. Jafnframt að tímagjald í dægradvöl lækki úr kr.400 í kr.390 og að hámarksgjald fyrir vist barna á mánuði lækki úr kr.19.300 í kr.18.900.

17.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 567 - 2109012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 567. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 29. september 2021.

Fundargerðin er í tólf liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?