Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Grjótvörn og uppfylling til norðurs frá Norðurtanga í Skutulsfirði - Aðalskipulagsbreyting - 2020110080
Lögð fram skipulags- og matslýsing frá Verkís dagsett í september 2021 vegna fyrirhugaðrar landfyllingar og tilfærslu á sjóvörn. Fyrirhuguð landfylling verður utan við Fjarðarstræti frá Norðurtanga að Eyrargötu 2-4, gert er ráð fyrir að meginlandnoktun verði fyrir íbúðarbyggð einnig að gert verði ráð fyrir rými fyrir minni þjónustu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að skipulagslýsing verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum 123/2010. Matslýsingin verði tekin til meðferðar í samræmi við VII. og VIII. kafla skipulagslaga nr. 123/2010
2.Nýtingarleyfi á jarðhita, Laugum, Súgandafirði - beiðni um umsögn - 2021090034
Lagt fram til kynningar bréf Maríu Guðmundsdóttur og Hörpu Þórunnar Pétursdóttur, f.h. Orkustofnunar, dags. 2. september 2021, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um umsókn Orkubús Vestfjarða um nýtingarleyfi á jarðhita á Laugum í Súgandafirði.
Á 1167. fundi bæjarráðs þann 13. september 2021 var málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Á 1167. fundi bæjarráðs þann 13. september 2021 var málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Jarðhiti á Laugum hefur þjónað Súgfirðingum sl. áratugi til upphitunar og er mikilvægur til húshitunar sem og fyrir atvinnustarfsemi á svæðinu. Ísafjarðarbær er í endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og fyrirhugað er að svæðið verði skilgreint til frekari nýtingar og rannsókna á jarðhita.
3.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-20, svæði Í9. Dagverðardalur, orlofshúsabyggð - 2021060044
Jón G. Magnússon hjá M11 teiknistofu, f.h. Fjallabóls ehf. sækir um svæði til afnota í Dagverðardal undir fyrirhugaða orlofshúsabyggð til stéttarfélaga og ferðamanna. Núverandi landnotkun svæðisins í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 gerir ráð fyrir íbúðarhúsabyggð, Í9. Meðfylgjandi er erindisbréf ásamt skýringarmyndum dags. 15. apríl 2021. Á 563. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var erindinu vísað inn í vinnu við nýtt aðalskipulag. Samkvæmt Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 er gert ráð fyrir að tiltekið svæði sé undir íbúðarbyggð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að í ljósi jafnræðissjónarmiða sé ekki hægt að fallast á erindið. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu eftir áhugasömum aðilum til að byggja upp orlofsbygð og standa að skipulagsbreytingum á aðal- og deiliskipulagsstigi við reit I9.
4.Skógrækt Hrauni Ingjaldssandi - 2020040028
Jónas Alfreð Birkisson hjá Þorsteinshorni ehf. sendir inn tilkynningu um skógræktaráform félagsins í landi Hrauns á Ingjaldssandi í Önundarfirði. Fyrirhugað skógræktarsvæði er 45,7 hektarar á stærð. Svæðið var áður nýtt sem beitiland. Meðfylgjandi er greinargerð ásamt skýringarmyndum frá 3. september 2021.
Nefndin bendir framkævmdaraðila á að skógrækt er framkvæmdaleyfisskyld með vísan í reglugerð 772/2012 og bendir framkvæmdaaðila á að sækja formlega um framkvæmdaleyfi.
5.Hlíðarvegur 4, Suðureyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021090040
Ævar Einarsson eigandi fasteignarinnar Hlíðarvegs 4 á Suðureyri, sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi. Fylgigögn eru umsókn dags. 4 september 2021 og mæliblað Tæknideildar frá 13. september 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamning að Hlíðarvegi 4, Suðureyri.
6.Hlíðarvegur 2, Ísafirði -Sóltún. Umsókn um gerð lóðarleigusamnings - 2021090043
Guðmundur Jóhannsson f.h. Ísfirðingafélagsins, eiganda Sóltúns við Hlíðarveg 2, sækir um gerð lóðarleigusamngins skv. umsókn dags. 9. september 2021. Fylgiskjal er umsókn dag. 17. ágúst 2021 og mæliblað Tæknideildar frá 13. september 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings að Hlíðarvegi 2, Ísafirði.
7.Aðalstræti 27, Ísafirði. Umsókn um breyta úr atvinnuhúsnæði í íbúð - 2021090044
Halldóra Björk Norðdahl f.h. eignarhaldsfélagsins A27 ehf. sækir um breytta notkun á fasteigninni F211-9091 - Aðalstræti 27, Ísafirði, úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Fylgiskjal er umsókn frá 10. september 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki fallist á erindið vegna þess að breytingin er ekki í samræmi við gildandi skipulag.
8.Heiðarbraut 15 (Hvammur)_Umsókn um byggingarleyfi - 2021010115
Lagt fram afrit af bréfi Odds Ástráðssonar, lögmanns, dagsett 14. september 2021, þar sem lögð er fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna dráttar á málsmeðferð vegna umsóknar kæranda, Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur, um byggingarleyfi við Heiðarbraut 15.
Gögn lögð fram.
Smári Karlsson vék af fundi við afgreiðslu erindis.
9.Verkefnið Sólsetrið á Þingeyri og deiliskipulag - 2019050058
Deiliskipulag fyrir Sólsetur á Þingeyri, aftur á dagskrá eftir auglýsingu. Deiliskipulagstillagan var auglýst með athugasemdafresti til 1. mars 2021. Ein athugasemd barst frá áhaldahúsinu þar sem gerð er athugasemd við að byggingarreitur liggur yfir frárennslislögn.
Skipulags- og mannvirkjnefnd tekur undir athugasemd og óskar eftir því að lausn verði útfærð í deiliskipulagi.
10.Hafnarstræti 21_Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2021090102
Viðar Magnússon f.h. Sæverks ehf. sækir um atvinnulóð að Hafnarstræti 21. Þingeyri undir atvinnuhúsnæði. Jafnframt er óskað eftir því að lóðinni Sjávargötu 12 sé skilað inn til Ísafjarðarbæjar.
Fylgigögn undirrituð umsókn ódagsett.
Fylgigögn undirrituð umsókn ódagsett.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Sæverk ehf. fái lóðina við Hafnarstræti 21, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Tilfærsla á lögn innan lóðar er á ábyrgð framkvæmdaraðila.
11.Miðtún 31-37-Fyrirspurn um byggingarleyfi - 2021050032
Á 561. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar heimilaði nefndin byggingu bílskúra á lóð Seljalandsvegar 79.
Fyrir liggur aðaluppdráttur af bílskúrum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 09.2021
Eigendur óska eftir afstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar til þess að bygging nái út fyrir lóðarmörk sbr aðaluppdrátt.
Fyrir liggur aðaluppdráttur af bílskúrum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 09.2021
Eigendur óska eftir afstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar til þess að bygging nái út fyrir lóðarmörk sbr aðaluppdrátt.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar grenndarkynningu og leggur til að framkvæmdin verði grenndarkynnt fyrir húseigendum við Miðtún 31 til 47.
12.Veðurstofa sækir um aðstöðu fyrir veðurstöð - 2021090065
Lagður er fram tölvupóstur frá Jóni Bjarna Friðrikssyni hjá Veðurstofu Íslands, dags. 10. september 2021, vegna staðsetningar á veðurstöð á Suðureyri. Veðurstofa óskar eftir afstöðu skipulagsyfirvalda vegna fyrirhugaðrar veðurstöðvar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að mastur verði staðsett við stað 1 eða 5.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?