Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1169. fundur 27. september 2021 kl. 08:00 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Arna Lára Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022 - launaáætlun - 2021040035

Lögð fram uppfærð drög að launaáætlun 2022, ásamt skýringum sviðsstjóra á breytingum milli ára og þróun nemenda- og íbúafjölda milli ára.

Umræður um launaáætlun og breytingar fyrir næsta ár.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:05
  • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:05
  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:05
  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:05

2.Viðhaldsáætlun 2021 - 2020110081

Lögð fram fyrstu drög að viðhaldsáætlun Eignasjóðs fyrir árið 2022.
Umræður um viðhaldsáætlun og mögulegar breytingar á fyrstu drögum.

3.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094

Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2022-2032, ásamt minnisblaði Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 13. september 2021, vegna málsins.
Umræður um framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar.
Axel, Hafdís og Edda yfirgáfu fund kl. 9:40.

4.Fyrirspurn um málefni aldraðra - 2021090076

Á 1168. fundi bæjarráðs, þann 20. september 2021, lagði Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-lista fram eftirfarandi fyrirspurn um málefni aldraðra:

„1. Hversu margir einstaklingar eru á biðlista eftir íbúð á Hlíf 1?
2. Hversu margir einstaklingar eru á biðlista eftir rými á hjúkrunarheimilinu Eyri?
3. Hefur verið unnið að mótun aðgerða til að koma til móts húsnæðisþörf aldraðra í sveitarfélaginu?
4. Hefur verið unnið að samþættingu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu á þessu kjörtímabili?
5. Óskað er eftir samantekt á þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu.“

Bæjarráð fól bæjarstjóra að svara fyrirspurninni skriflega og leggja fyrir bæjarráð til kynningar.

Nú er lagt fram til kynningar minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 24. september 2021, með svörum við fyrirspurninni.
Lagt fram til kynningar.

Arna Lára Jónssdóttir, bæjarfulltrúi Í-lista, þakkar greinargóð svör.
Margrét yfirgaf fund kl. 9:55.

5.Fyrirspurn vegna snemmtækrar íhlutunar - 2021040044

Á 1149. fundi bæjarráðs, þann 19. apríl 2021, var lögð fram fyrirspurn Þóris Guðmundssonar, bæjarfulltrúa Í-listans, dags. 16. apríl 2021, þar sem óskað er skriflegra svara við nokkrum spurningum varðandi snemmtæka íhlutun í skólakerfi sveitarfélagsins.

Fyrirspurnin var svohljóðandi:
„Í síðustu kosningabaráttu voru öll framboð með það á sinni stefnuskrá að innleiða
snemmtæka íhlutun í skólakerfi sveitarfélagsins. Í vinnu við síðustu fjárhagsáætlun
sem var samþykkt 17. desember s.l. í bæjarstjórn kom fram að leggja þyrfti áherslu
á innleiðingu snemmtækrar íhlutunar. Í dag hefur enn ekkert borið á þessari vinnu.
Mig langar því að spyrja eftirfarandi.
1. Hvernig er verklagið varðandi ungmenni sem þurfa aðstoð sálfræðings eða annars sérfræðings í skólakerfinu hjá Ísafjarðarbæ í dag?
2. Hversu langan tíma tekur það að jafnaði frá því að vitað er að inngrips er þörf hjá ungmenni og þar til barnið er komið í viðeigandi ferli hjá sérfræðingi?
3. Hvernig er vinnu sveitafélagsins háttað varðandi innleiðingu snemmtækrar íhlutunar.“

Var bæjarstjóra falið að svara erindinu.

Nú er lagt fram til kynningar minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 22. september 2021, við fyrirspurninni. Jafnframt lögð fram til kynningar skýringarmynd af því ferli sem fer af stað þegar áhyggjur af þroska, hegðun eða líðan barns vakna, unnið af Guðrúnu Birgisdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

Arna Lára Jónssdóttir, bæjarfulltrúi Í-lista, þakkar greinargóð svör.

6.Knattspyrnudeild Vestra, ný stigatafla - 2021090090

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 22. september 2021, varðandi beiðni knattspyrnudeildar Vestra, sem barst frá HSV, um nýja skorklukku á Torfnesi.
Bæjarráð þakkar erindið og skoðar þetta með jákvæðum hug við fjárhagsáætlunargerð ársins 2022. Jafnframt felur bæjarráð sviðsstjóra að fá verðtilboð í stigatöflu í samráði við Knattspyrnudeild Vestra.

7.Samningur um umsjá knattspyrnuvalla á Torfnesi - 2021040038

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 22. september 2021, varðandi beiðni knattspyrnudeildar Vestra um áframhaldandi samning um umsjá knattspyrnuvalla og vallarhúss á Torfnesi. Jafnframt er óskað eftir hærri launum fyrir starfsmenn vallarsvæðisins, en beiðnin barst í gegnum HSV.
Bæjarráð kallar eftir nánari útlistun á þeim verkefnum sem um er að ræða á knattspyrnuvöllunum og vallarhúsi á Torfnesi.

8.Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin - 2019020003

Lagt fram bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 17. september 2021, vegna innleiðingar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í íslenskum sveitarfélögum. Sambandið stendur fyrir stuðningsverkefni frá hausti 2021 til vors 2022 og fá þátttakendur fræðslu og stuðning vegna innleiðingarinnar. Sækja þarf um þátttöku og er umsóknarfrestur til 15. október 2021.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að yfirfara málið.

9.Hverfisráð 2021 - 2021020095

Lagðar fram til kynningar fundargerðir hverfisráðs Þingeyrar, dags. 23. mars 2021, 19. apríl 2021, 18. maí 2021, 3. júní 2021, 18. ágúst 2021, og 21. september 2021.
Lagt fram til kynningar.

10.Íþrótta- og tómstundanefnd - 226 - 2109010F

Fundargerð 226. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 21. september 2021.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.

11.Menningarmálanefnd - 160 - 2109016F

Fundargerð 160. fundar menningarmálanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 22. september 2021.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.

12.Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 36 - 2109005F

Fundargerð 36. fundar sameinaðrar almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 23. september 2021.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 36 Vinna og framkvæmd við aðalskipulagsgerð sveitarfélagsins rædd, sérstaklega hvað varðar kaflann um náttúru.
  • 12.2 2018050091 Nefndarmenn 2018-2022
    Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 36 Upplýsingar varðandi nefndamenn til umræðu og lagt til að varamenn aðalfulltrúa yrðu jafnframt skráðir á vefsíðu sveitarfélagsins.
  • Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 36 Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar að ræða við forsvarsmenn Björgunarfélags Ísafjarðar varðandi nýtt rými fyrir aðgerðarstjórn.
  • 12.4 2021090026 Sóttvarnarhús
    Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 36 Umræður fóru fram.

    Á norðanverðum Vestfjörðum er gert ráð fyrir opnun sóttvarnahúss teljist það nauðsynlegt.
  • Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 36 Umræður fóru fram um nauðsyn aukinnar þyrluþjónustu í neyðartilfellum á norðanverðum Vestfjörðum, fremur en aukins sjúkraflugs.

    Jafnframt er það krafa nefndarinnar að komið verði upp upphitaðu lendingarsvæði fyrir þyrlu á Ísafjarðarflugvelli, með hliðsjón af öryggissjónarmiðum.
  • Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 36 Umræður fóru fram um nauðsyn aukinnar þyrluþjónustu í neyðartilfellum á norðanverðum Vestfjörðum, fremur en aukins sjúkraflugs.

    Jafnframt er það krafa nefndarinnar að komið verði upp upphitaðu lendingarsvæði fyrir þyrlu á Ísafjarðarflugvelli, með hliðsjón af öryggissjónarmiðum.
  • Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 36 Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn, kynnir ný færanleg lokunarhlið sem hægt er að setja niður þegar hættuástand skapast. Hliðin eru auðveld í uppsetningu og hægt er að setja upp blikkandi viðvörunarljós á þau.

    Hliðin eru í eigu Vegagerðarinnar og yrðu geymd hjá Vegagerð á Ísafirði og öðrum viðbragðsaðilum eftir atvikum.

13.Starfshópur vegna frumvarps til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna - 3 - 2109019F

Fundargerð 3. fundar starfshóps um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 22. september 2021.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?