Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011
Sameinuð almannavarnarnefnd endurskoðar Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2021-2033. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsráðgjafi Ísafjarðarbæjar, mætir til fundar við nefndina til að ræða breytingar á Aðalskipulagi og aðkomu nefndarinnar vegna þess.
Vinna og framkvæmd við aðalskipulagsgerð sveitarfélagsins rædd, sérstaklega hvað varðar kaflann um náttúru.
Ólöf Guðný yfirgaf fund kl. 14:15.
Gestir
- Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, starfandi skipulagsfulltrúi - mæting: 14:00
2.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091
Kallað eftir upplýsingum um hvort breytingar hafi orðið á nefndarmönnum og upplýsingum þeirra, s.s. símanúmerum, tölvupóstfangi o.fl.
Upplýsingar varðandi nefndamenn til umræðu og lagt til að varamenn aðalfulltrúa yrðu jafnframt skráðir á vefsíðu sveitarfélagsins.
3.Aðstaða aðgerðarstjórnar - 2020100082
Á fundi almannavarnarnefndar þann 19. október 2020 var lögreglustjóra og sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar falið að leita eftir nýju rými fyrir aðgerðarstjórn, með auknum samlegðaráhrifum við aðra viðbragðsaðila.
Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar að ræða við forsvarsmenn Björgunarfélags Ísafjarðar varðandi nýtt rými fyrir aðgerðarstjórn.
4.Sóttvarnarhús - 2021090026
Umræður um sóttvarnahús á norðanverðum Vestfjörðum.
Umræður fóru fram.
Á norðanverðum Vestfjörðum er gert ráð fyrir opnun sóttvarnahúss teljist það nauðsynlegt.
Á norðanverðum Vestfjörðum er gert ráð fyrir opnun sóttvarnahúss teljist það nauðsynlegt.
5.Lendingarsvæði þyrlu á Ísafirði - 2021090027
Umræður um nauðsyn upphitaðs lendingarsvæðis fyrir þyrlu á Ísafirði.
Umræður fóru fram um nauðsyn aukinnar þyrluþjónustu í neyðartilfellum á norðanverðum Vestfjörðum, fremur en aukins sjúkraflugs.
Jafnframt er það krafa nefndarinnar að komið verði upp upphitaðu lendingarsvæði fyrir þyrlu á Ísafjarðarflugvelli, með hliðsjón af öryggissjónarmiðum.
Jafnframt er það krafa nefndarinnar að komið verði upp upphitaðu lendingarsvæði fyrir þyrlu á Ísafjarðarflugvelli, með hliðsjón af öryggissjónarmiðum.
6.Sjúkraflug í Ísafjarðarbæ - 2008110020
Umræður um stöðu flugvalla á norðanverðum Vestfjörðum m.t.t. lendingar sjúkraflugvéla.
Umræður fóru fram um nauðsyn aukinnar þyrluþjónustu í neyðartilfellum á norðanverðum Vestfjörðum, fremur en aukins sjúkraflugs.
Jafnframt er það krafa nefndarinnar að komið verði upp upphitaðu lendingarsvæði fyrir þyrlu á Ísafjarðarflugvelli, með hliðsjón af öryggissjónarmiðum.
Jafnframt er það krafa nefndarinnar að komið verði upp upphitaðu lendingarsvæði fyrir þyrlu á Ísafjarðarflugvelli, með hliðsjón af öryggissjónarmiðum.
7.Lokunarhlið á vegum vegna ofanflóðahættu - 2020100081
Á fundi almannavarnanefndar þann 14. desember 2020 var kynnt að þegar hættuástand skapast, hefur veginum um Eyrarhlíð og Skutulsfjarðarbraut verið lokað, með gæslu björgunarsveitar og/eða lögreglu, en viðræður hafa verið við Vegagerðina um að setja upp lokunarhlið á hættusvæðum. Á fyrrgreindum fundi kynnti yfirlögregluþjónn að Vegagerðin væri búin að kaupa færanleg lokunarhlið. Í athugun væri hvar og hvernig væri best að staðsetja þau þegar hættuástand skapaðist, og hvar þau yrðu geymd þegar þau væru ekki í notkun. Fól nefndin yfirlögregluþjóni að vinna málið áfram.
Frekari umræður um málið.
Frekari umræður um málið.
Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn, kynnir ný færanleg lokunarhlið sem hægt er að setja niður þegar hættuástand skapast. Hliðin eru auðveld í uppsetningu og hægt er að setja upp blikkandi viðvörunarljós á þau.
Hliðin eru í eigu Vegagerðarinnar og yrðu geymd hjá Vegagerð á Ísafirði og öðrum viðbragðsaðilum eftir atvikum.
Hliðin eru í eigu Vegagerðarinnar og yrðu geymd hjá Vegagerð á Ísafirði og öðrum viðbragðsaðilum eftir atvikum.
Fundi slitið - kl. 15:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?