Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri, var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundabúnað.
1.Þróun hafnarsvæðis - framhaldsrannsókn - 2021040067
Tillaga af 223. fundi hafnarstjórnar, sem fram fór þann 30. júní 2021, um að bæjarstjórn samþykki framlengingu á samningi hafna Ísafjarðarbæjar við Majid Eskafi vegna framhaldsrannsóknar hans á þróun hafnarsvæðis á Ísafirði.
Bókun hafnarstjórnar, dags. 30. júní 2021:
„2. Þróun hafnarsvæðis - framhaldsrannsókn - 2021040067
Lagt fram erindi Majid Eskafi, dags. 25. maí 2021, er varðar framlengingu á samningi við hafnir Ísafjarðarbæjar vegna framhaldsrannsóknar á þróun hafnarsvæðis á Ísafirði.
Einnig lögð fram verkefnislýsing.
Hafnarstjórn leggur til að bæjarstjórn samþykki framlengingu á samningi hafna Ísafjarðarbæjar við Majid Eskafi.“
Bókun hafnarstjórnar, dags. 30. júní 2021:
„2. Þróun hafnarsvæðis - framhaldsrannsókn - 2021040067
Lagt fram erindi Majid Eskafi, dags. 25. maí 2021, er varðar framlengingu á samningi við hafnir Ísafjarðarbæjar vegna framhaldsrannsóknar á þróun hafnarsvæðis á Ísafirði.
Einnig lögð fram verkefnislýsing.
Hafnarstjórn leggur til að bæjarstjórn samþykki framlengingu á samningi hafna Ísafjarðarbæjar við Majid Eskafi.“
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.
2.Innheimta dráttarvaxta af kröfum vegna fasteignaskatta og beiðni um upplýsingar - 2021070003
Lagt fram erindi Jóhönnu Sigurjónsdóttur, f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 29. júní 2021, þar sem óskað er upplýsinga frá öllum sveitarfélögum varðandi innheimtu dráttarvaxta af kröfum vegna fasteignaskatta og beiðni um upplýsingar. Frestur til svara er 4. ágúst 2021.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
3.Stafrænt Ísland - faghópur um stafræna umbreytingu - 2021010033
Lagt fram erindi Fjólu Maríu Ágústsdóttur, breytingastjóra stafrænnar þróunar sveitarfélaga, dags. 25. júní 2021, vegna viðhorfskönnunar um stafræn samstarfsverkefni sveitarfélaga og niðurstöðu greiningar um stafræna stöðu sveitarfélaga. Frestur til svara er 12. ágúst 2021.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
4.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 185 - 2106017F
Lögð fram til kynningar fundargerð 185. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, en fundur var haldinn 22. júní 2021.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.
5.Hafnarstjórn - 223 - 2106028F
Lögð fram til kynningar fundargerð 223. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 30. júní 2021.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Hafnarstjórn - 223 Hafnarstjórn leggur til að bæjarstjórn samþykki framlengingu á samningi hafna Ísafjarðarbæjar við Majid Eskafi.
Daníel Jakobsson yfirgaf fund kl. 8.14. Bæjarráð fól Örnu Láru Jónsdóttur að stýra fundi bæjarráðs eftir að Daníel yfirgaf fund.
6.Afstaða og áhrif á eldi i Önundarfirði vegna fyrirætlana Artic Fish og Arnarlax um sláturhús á Flateyri - 2021070002
Lagt fram erindi Halldórs Gunnlaugssonar, f.h. ÍS 47 hf. og Íslenskra verðbréfa hf., dags. 1. júlí 2021, vegna afstöðu og áhrifa á eldi í Önundarfirði vegna fyrirætlana Artic Fish og Arnarlax um sláturhús á Flateyri.
Bæjarráð lagði fram eftirfarandi bókun:
„Atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu í tengslum við aukin umsvif í fiskeldi ber að fagna, sama hvaða fyrirtæki eða einstaklingar eiga þar hlut að máli. Hvað varðar þær ábendingar sem koma fram í framangreindu erindi er rétt að benda á að engin formleg umsókn liggur fyrir hjá Ísafjarðarbæ varðandi t.d. lóð undir sláturhús á Flateyri eða aðrar umsóknir í tengslum við áformin sem snúa að Ísafjarðarbæ. Málið er því nákvæmlega á þeim stað sem lýst var á fundi með fulltrúum ÍS47 og birst hefur í fjölmiðlum um að ákvörðun um staðarval á sláturhúsi liggur ekki fyrir.
Eins og fram kemur í framangreindu erindi er umrædd framkvæmd háð margskonar lögum, reglugerðum og leyfum sem eftirlitsstofnanir hafa með höndum. Ísafjarðarbær mun að sjálfsögðu virða öll þau lög og reglur sem snúa að bæjarfélaginu í framangreindu máli komi til þess að Flateyri verði fyrir valinu. Bæjarráð óskar ÍS47 velfarnaðar í sinni uppbyggingu og vonar að starfsemi fyrirtækisins blómstri í framtíðinni og verði innspýting í atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu.
Ísafjarðarbær mun koma sjónarmiðum ÍS 47 hf. og Íslenskra verðbréfa hf. á framfæri til þar til bærra aðila.“
„Atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu í tengslum við aukin umsvif í fiskeldi ber að fagna, sama hvaða fyrirtæki eða einstaklingar eiga þar hlut að máli. Hvað varðar þær ábendingar sem koma fram í framangreindu erindi er rétt að benda á að engin formleg umsókn liggur fyrir hjá Ísafjarðarbæ varðandi t.d. lóð undir sláturhús á Flateyri eða aðrar umsóknir í tengslum við áformin sem snúa að Ísafjarðarbæ. Málið er því nákvæmlega á þeim stað sem lýst var á fundi með fulltrúum ÍS47 og birst hefur í fjölmiðlum um að ákvörðun um staðarval á sláturhúsi liggur ekki fyrir.
Eins og fram kemur í framangreindu erindi er umrædd framkvæmd háð margskonar lögum, reglugerðum og leyfum sem eftirlitsstofnanir hafa með höndum. Ísafjarðarbær mun að sjálfsögðu virða öll þau lög og reglur sem snúa að bæjarfélaginu í framangreindu máli komi til þess að Flateyri verði fyrir valinu. Bæjarráð óskar ÍS47 velfarnaðar í sinni uppbyggingu og vonar að starfsemi fyrirtækisins blómstri í framtíðinni og verði innspýting í atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu.
Ísafjarðarbær mun koma sjónarmiðum ÍS 47 hf. og Íslenskra verðbréfa hf. á framfæri til þar til bærra aðila.“
7.Ályktun vegna Dynjandisheiðar - 2021070004
Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Kristjánsdóttur, f.h. Vestfjarðastofu, dags. 2. júlí 2021, vegna draga um ályktun stjórnar Vestfjarðarstofu um samgöngur um Dynjandisheiði.
Bæjarráð tekur undir ályktun stjórnar Vestfjarðastofu um samgöngur um Dynjandisheiði.
Fundi slitið - kl. 08:35.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?