Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
223. fundur 30. júní 2021 kl. 12:00 - 13:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Anna Ragnheiður Grétarsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Baldursson varamaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Högni Gunnar Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Skipulagsmál á Sundabakkasvæðinu - 2017050124

Gunnar Páll Eydal, umhverfis- og auðlindafræðingur hjá Verkís, mætir til fundar til að kynna lokatillögu vegna aðalskipulags Sundahafnasvæðis.
Hafnarstjórn þakkar Gunnari fyrir góða kynningu og vísar henni til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Gunnar Páll yfirgefur fundinn kl. 13:25.

Gestir

  • Gunnar Páll Eydal - mæting: 12:00

2.Þróun hafnarsvæðis - framhaldsrannsókn - 2021040067

Lagt fram erindi Majid Eskafi, dags. 25. maí 2021, er varðar framlengingu á samningi við hafnir Ísafjarðarbæjar vegna framhaldsrannsóknar á þróun hafnarsvæðis á Ísafirði.
Einnig lögð fram verkefnislýsing.
Hafnarstjórn leggur til að bæjarstjórn samþykki framlengingu á samningi hafna Ísafjarðarbæjar við Majid Eskafi.

3.Innovative solutions for sustainable tourism in Nordic harbor towns - 2019050056

Kynnt minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 25. júní 2021, er varðar tillögu Nordic Innovation um samstarf við hjólaleigufyrirtækið Donkey Republic um tilraunaverkefni með hjólaleigu á Ísafjarðarhöfn.
Óskað er eftir afstöðu hafnarstjórnar til verkefnisins.
Hafnarstjórn tekur vel í verkefnið og felur hafnarstjóra að vinna áfram að málinu.

4.Bryggjudælur á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri - 2019070029

Hafnarstjóri kynnir ósk Olís um breytta staðsetningu fyrirhugaðrar eldsneytisafgreiðslu smábáta við Flateyrarhöfn. Óskað er eftir afstöðu hafnarstjórnar um nýja staðsetningu.
Hafnarstjóri kynnir hugmynd Olís um að staðsetja afgreiðslu eldsneytis á norðurenda löndunarkants en eldri eldsneytisafgreiðsla eyðilagðist í snjóflóði sem féll á Flateyrarhöfn í janúar 2020.
Hafnarstjórn samþykkir breytta staðsetningu afgreiðslu að uppfylltum öllum öryggisskilyrðum.

5.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042

Lögð fram fundargerð 435. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?