Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1158. fundur 21. júní 2021 kl. 08:00 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Arna Lára Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Trúnaðarmál á velferðarsviði - 2021010056

Trúnaðarmál kynnt fyrir bæjarráði.
Bókun færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.
Baldur yfirgaf fund kl. 8:20.

Gestir

  • Baldur Ingi Jónasson - mæting: 08:05

2.Samstarfshópur um þjóðgarð á Vestfjörðum - 2019100101

Lögð fram lokaskýrsla starfshóps um stofnun þjóðgarðs á Vestfjörðum, dags. í júní 2021, svo og viðauki II um skilmála þjóðgarðsins.

Jafnframt lögð fram uppfærð drög að viljayfirlýsingu vegna þjóðgarðs á Vestfjörðum, með viðbótartexta varðandi raforkuöryggi.

Að lokum lagt fram minnisblað Elíasar Jónatanssonar, orkubússtjóra, og Sölva R. Sólbergssonar, framkvæmdastjóra orkusviðs OV, dags. 9. júní 2021, varðandi uppbyggingu raforkukerfisins á Vestfjörðum vestanverðum.

Á 1157. fundi bæjarráðs, þann 14. júní 2021, var málinu frestað til næsta fundar. Eru gögn málsins nú aftur lögð fram.
Framundan eru fundir með umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun til að fara yfir athugasemdir um friðlýsingarskilmála og styrkingu raforkukerfisins á svæðinu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka málið til afgreiðslu.

3.Kaupsamningur Suðurtangi 2 - 2019050091

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 18. júní 2021, vegna mögulegra kaupa á eignarhluta Sjósportmiðstöðvarinnar að Suðurtanga 2, Ísafirði.

Jafnframt lögð fram til samþykktar drög að kaupsamningi.

Á 1143. fundi bæjarráðs þann 1. mars 2021 voru gögn vegna málsins lögð fram og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka málið til afgreiðslu.

4.Aðstaða sjósportklúbbsins Sæfara við Suðurtanga 2 - 2019050091

Lögð fram til samþykktar drög að samningi Ísafjarðarbæjar við Sæfara, félag áhugamanna um sjósport á Ísafirði, um afnot Sæfara af húsnæði að Suðurtanga 2 á Ísafirði, en samningsdrög þessi eru lögð til grundvallar ef bæjarstjórn samþykkir kaup á húsnæði Sjósportmiðstöðvarinnar að Suðurtanga 2 á Ísafirði.

Á 224. fundi íþrótta- og tómstundanefndar, þann 16. júní 2021, var eftirfarandi bókað: „Íþrótta- og tómstundanefnd vísar drögunum um samninginn til bæjarráðs.“

Fulltrúar Í-listans lögðu fram eftirfarandi bókun: „Fulltrúar Í-listans í íþrótta- og tómstundanefnd leggjast alfarið gegn kaupum Ísafjarðarbæjar á húsi Sæfara. En ef að kaupunum kæmi óskum við eftir að afnotasamningnum verði aftur vísað í íþrótta- og tómstundanefnd.“
Málinu frestað.

5.Tungumálatöfrar, sumarskóli fyrir fjöltyngd börn - 2017050109

Lagður fram til samþykktar samningur Ísafjarðarbæjar við Tungumálatöfra um aðstoð nemenda vinnuskólans og fjárstyrk á árinu 2021.
Bæjarráð samþykkir samning Ísafjarðarbæjar við Tungumálatöfra um aðstoð nemenda vinnuskólans og fjárstyrk á árinu 2021.

6.Afnot af Svarta pakkhúsinu Flateyri - Hús og fólk - 2020090034

Lagður fram til samþykktar leigusamningur Ísafjarðarbæjar við Hús og fólk vegna Svarta pakkhússins á Flateyri, vegna sumarsins 2021.

Bæjarráð samþykkir leigusamning Ísafjarðarbæjar við Hús og fólk vegna Svarta pakkhússins á Flateyri, vegna sumarsins 2021.

7.Barnasýningar í boði Þjóðleikhússins - 2016060097

Lagt fram bréf Magnúsar Geirs Þórðarsonar, þjóðleikhússtjóra, dags. í júní 2021, þar sem óskað er eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ vegna leiksýningar fyrir börn sem áætlað er að sýna á Vestfjörðum þann 17. september 2021.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

8.Ýmis erindi 2020-2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2020100107

Lögð fram til kynningar 16. stöðuskýrsla uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála vegna Covid-19, dags. 11. júní 2021.
Lagt fram til kynningar.

9.Náttúrustofa Vestfjarða - ársskýrsla 2020 - 2021060072

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Náttúrustofu Vestfjarða fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

10.Náttúrustofa Vestfjarða - fundargerðir 2020-2021 - 2021060073

Lagðar fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða:

127. fundur, haldinn 1. febrúar 2020.
128. fundur, haldinn 8. apríl 2020.
129. fundur, haldinn 14. maí 2020.
130. fundur, haldinn 18. september 2020.
131. fundur, haldinn 15. desember 2020.
132. fundur, haldinn 29. mars 2021.
133. fundur, haldinn 19. maí 2021.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2021020012

Lögð fram til kynningar fundargerð 899. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 11. júní 2021.
Lagt fram til kynningar.

12.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 184 - 2106013F

Lögð fram til kynningar fundargerð 184. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, en fundur var haldinn 11. júní 2021.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

13.Íþrótta- og tómstundanefnd - 224 - 2106016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 224. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 15. júní 2021.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 224 Íþrótta- og tómstundanefnd vísar drögunum um samninginn til bæjarráðs.

    Fulltrúar Í-listans leggja fram eftirfarandi bókun:„Fulltrúar Í-listans í íþrótta- og tómstundanefnd leggjast alfarið gegn kaupum Ísafjarðarbæjar á húsi Sæfara. En ef að kaupunum kæmi óskum við eftir að afnotasamningnum verði aftur vísað í íþrótta- og tómstundanefnd."

14.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 108 - 2106010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 108. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 15. júní 2021.

Fundargerðin er í níu liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?