Íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Bjarki Stefánsson, framkvæmdastjóri HSV, sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.
1.Aðstaða sjósportklúbbsins Sæfara við Suðurtanga 2 - 2019050091
Lögð fram til kynningar drög að samningi Ísafjarðarbæjar við Sæfara, félags áhugamanna um sjósport á Ísafirði, um afnot Sæfara af húsnæði Ísafjarðarbæjar að Suðurtanga 2.
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar drögunum um samninginn til bæjarráðs.
Fulltrúar Í-listans leggja fram eftirfarandi bókun:„Fulltrúar Í-listans í íþrótta- og tómstundanefnd leggjast alfarið gegn kaupum Ísafjarðarbæjar á húsi Sæfara. En ef að kaupunum kæmi óskum við eftir að afnotasamningnum verði aftur vísað í íþrótta- og tómstundanefnd."
Fulltrúar Í-listans leggja fram eftirfarandi bókun:„Fulltrúar Í-listans í íþrótta- og tómstundanefnd leggjast alfarið gegn kaupum Ísafjarðarbæjar á húsi Sæfara. En ef að kaupunum kæmi óskum við eftir að afnotasamningnum verði aftur vísað í íþrótta- og tómstundanefnd."
2.Öryggismál í sundlaugum í Ísafjarðarbæ - 2021040052
Lagt fram minnisblað um stöðu öryggismála í sundlaugum í Ísafjarðarbæ
Lagt fram til kynningar.
Sif Huld Albertsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
3.Áskorun aðalfundar SFÍ - 2021060056
Lögð fram áskorun frá aðalfundi Skíðafélags Ísafjarðar.
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir áskorun aðalfundar Skíðafélags Ísafjarðar varðandi skýra tímalínu um úrbætur á skíðasvæðunum.
4.Hátíðir í Ísafjarðarbæ - fjárhagsáætlun - 2021050059
Lagt fram til kynningar minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, sem einnig hefur umsjón með hátíðum sveitarfélagsins, dags. 18. maí 2021, vegna breytinga á bókhaldslegum færslum er varða hátíðir í sveitarfélaginu, í samræmi við reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015.
Lagt fram til kynningar.
Gestir
- Tinna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi.
5.Viðburðir og hátíðahöld í Ísafjarðarbæ 2021 - 2021010109
Lögð fram til kynningar skýrsla Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, skíðavikustjóra, dags. 26. mars 2021, vegna Skíðaviku Ísafjarðarbæjar 2021
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Önnu Sigríði Ólafsdóttur fyrir greinargóða skýrslu og vel unnin störf.
Tinna Ólafsdóttir yfirgaf fund kl.09:15.
Fundi slitið - kl. 09:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?