Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1136. fundur 11. janúar 2021 kl. 08:05 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Vestfjarðastofa - ýmis erindi 2020 - 2020040012

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til mánaðarlegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.

Gestir

  • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:05

2.Nýsköpunarbærinn Ísafjörður - 2021010035

Lagt fram erindi Línu Bjargar Tryggvadóttur, verkefnastjóra Vestfjarðastofu, dags. 21. desember 2020, þar sem óskað er samþykkis Ísafjarðarbæjar um tillagt samstarfsverkefni um Nýsköpunarmílu Ísafjarðar, auk þess sem óskað er tilnefningar þriggja fulltrúa í stýrihóp verkefnisins, eins fulltrúa í vinnuhóp og eins starfsmanns vegna framkvæmdar verkefnisins.
Bæjarráð vísar erindinu til atvinnu- og menningarmálanefndar til umsagnar.
Sigríður yfirgaf fundinn kl. 8.50.

3.Ráðning sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs 2020 - 2020120066

Á 1135. fundi bæjarráðs þann 21. desember 2021 var lagt til við bæjarráð að heimila bæjarstjóra að hefja ráðningarferli nýs sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, með það í huga að nýr sviðsstjóri taki við á fyrstu mánuðum ársins 2021.

Bæjarráð vísar tillögu um sameiningu velferðarsviðs og skóla- og tómstundasviðs, til umsagnar í velferðarnefnd og fræðslunefnd, þar sem óskað er eftir að nefndirnar taki afstöðu til þess hvort sameina ætti sviðin, bæði út frá staðsetningu skrifstofa og verkefnum.

Lagt er til að bæjarráð vísi fyrrgreindri tillögu jafnframt til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.

Þá er lögð fram til kynningar umsögn velferðarnefndar, en 455. fundur velferðarnefndar var haldinn 7. janúar 2020, þar sem málið var tekið fyrir.

Umsögn nefndarinnar er eftirfarandi:
„Það er mat velferðarnefndar að ekki sé tilefni til sameiningar velferðarsviðs og skóla- og tómstundasviðs.“
Bæjarráð þakkar umsögn velferðarnefndar.

4.Stafrænt Ísland - faghópur um stafræna umbreytingu - 2021010033

Lagður fram tölvupóstur Jóns Páls Hreinssonar, fulltrúa sveitarfélaga á Vestfjörðum í Stafrænu ráði sveitarfélaga, dags. 20. desember 2020, ásamt glærukynningu á fjármögnun stafrænnar þróunar hjá sveitarfélögum, en óskað er eftir því að Ísfjarðarbær taki afstöðu til eftirgreinds:


1. Að stofnað verði miðlægt tækniteymi Sambands íslenskra sveitarfélaga (árlegur kostnaður 45 mkr.) sem sinna mun innleiðingu rafrænna lausna, gagnauppbyggingu og tengingu gagna gagnvart öllum sveitarfélögum landsins eins og nánar er útlistað í kynningunni.

2. Að sveitarfélög greiði fjárhæð sem er 200.000 kr. föst fjárhæð og svo m.v. íbúafjölda sem skipti framangreindri fjárhæð 45 mkr á milli sveitarfélaganna. Ársgreiðslur sjá í fylgiskjali fyrir hvert sveitarfélag.

3. Að formlegt samþykktarferli verði fyrir sveitarfélög á vali á forgangsverkefnum notað einu sinni til tvisvar á ári. Sjá mynd á glæru 6 í kynningu.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

5.Stafrænt Ísland - faghópur um stafræna umbreytingu - 2021010033

Lagður fram til kynningar tölvupóstur og glærukynning Fjólu Maríu Ágústsdóttur, breytingastjóra stafrænnar þjónustu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. desember 2020, þar sem faghópi stafrænnar umbreytingar sveitarfélaga eru kynntar niðurstöður greiningar á stafrænum ferlum varðandi fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

6.Grjótvörn til norður frá Norðurtanga í Skutulsfirði - 2020110080

Lagt er fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 7. janúar 2021, vegna breytinga á sjóvörnum út með Norðurtanga og meðfram Fjarðarstræti.
Bæjarráð þakkar góða kynningu og hvetur til áframhaldandi framgöngu þessa verkefnis.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

7.Sjávargata 12, Þingeyri. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2020020041

Lagt fram erindi Viðars Magnússonar, f.h. Sæverks ehf., dags. 18. desember 2020, þar sem sótt er um niðurfellingu á gatnagerðargjöldum vegna lóðaúthlutunar fyrirtækis hans við Sjávargötu 12 á Þingeyri undir iðnað í sjávarútvegi.

Jafnframt lagt fram minnisblað Helgu Þuríðar Magnúsdóttur, aðstoðarmanns skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 5. janúar 2021, vegna málsins.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu með vísan til samþykktar bæjarstjórnar, dags. 24. október 2019, um að fella tímabundið niður gatnagerðargjöld af nýbyggingu íbúðarhúsnæðis, á lóðum við þegar tilbúnar götur í sveitarfélaginu sem ekki þarf að leggja frekari kostnað í og auglýstar eru á vef Ísafjarðarbæjar.

8.Aðalskipulag 2021-2033 tillaga - Fuglatjörn Skutulsfirði - 2021010037

Lagt fram erindi Björns Davíðssonar, dags. 21. desember 2020, þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi um gerð tjarnar í Skutulsfirði, en tjörnin myndi gegna þríþættu hlutverki; sem aðstaða fyrir fuglalíf á sumrin, sem skautasvell/opið svæði á veturna og sem losunarsvæði fyrir efni úr dýpkun Ísafjarðarhafnar.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

9.Olíutankurinn - Útilistaverk á Þingeyri - 2019040026

Lagt fram erindi Ketils Bergs Magnússonar, f.h. Tanks menningarfélags, dags. 7. janúar 2021, þar sem óskað er eftir breytingum og framlengingu á samningi Tanks menningarfélags við Ísafjarðarbæ, auk aukins fjárstyrks vegna verkefnisins að fjárhæð kr. 5.000.000.
Bæjarráð samþykkir framlengingu samnings við Tank menningarfélag, og felur bæjarstjóra að leggja fram nýjan samning til samþykktar í bæjarráð.

Varðandi aukafjárstyrk felur bæjarráð bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

10.Rekstur, eignarhald og endurbætur félagsheimili Súgfirðinga - 2021010032

Lagt fram erindi Vals Valgeirssonar, formanns stjórnar Hollvinasamtaka Félagsheimilis Súgfirðinga, dags. 5. janúar 2021, þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær sjái um að eignarhaldi félagsheimilisins verði þinglýst með löglegum hætti, að gerður verði nýr samningur um rekstur hússins, og að bærinn komi að fjármögnun fyrirhugaðs verkefnis um endurnýjun viðbyggingar hússins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að réttri þinglýsingu eignahalds hússins og endurnýjun samnings um rekstur hússins.

Bæjarráð vísar erindi um fjármögnun viðbyggingarinnar til fjárhagsáætlunagerðar 2022.

11.Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum - 2016110092

Lagður fram tölvupóstur og erindi Þórdísar Bjartar Sigþórsdóttur, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, dags. 7. janúar 2021, þar sem Umhverfisstofnun áformar að leggja fram tillögur að breytingum á tveimur af 15 sérreglum sem settar eru fram í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið Hornstrandir sem kom út árið 2019.

Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum frá Ísafjarðarbæ ef einhverjar eru. Frestur er til 18. febrúar 2021.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við reglu nr. 10 um lendingar flugvéla innan friðlandsins, en telur framkomna tillögu af sérreglu nr. 2. of íþyngjandi.

Þá vísar bæjarráð erindinu til umhverfis-og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar til umsagnar.

12.Ársskýrslur 2017-2020 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - 2018030014

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

13.Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi - Háafell - 2016020056

Lagt fram til kynningar álit Skipulagsstofnunar, dags. 22. desember 2020, vegna allt að 6.800 tonna framleiðslu á laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum Háafells, samkvæmt lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum.
Lagt fram til kynningar.

14.Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum - 2021010038

Lögð fram til kynningar erindi Samtaka grænkera á Íslandi, dags. 29. desember 2020, sem inniheldur áskorun til sveitarfélaga annars vegar og til allra leik- og grunnskóla landsins hins vegar, varðandi framboð grænkerafæðis í skólum
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

15.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, dags. 18. desember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um græna atvinnubyltingu, 360. mál.

Umsagnarfrestur er til 12. janúar.
Lagt fram til kynningar.

16.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar H. Sigurjónsdóttur, f.h. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, dags. 6. janúar 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um kosningalög, 339. mál.

Umsagnarfrestur er til 20. janúar nk.
Lagt fram til kynningar.

17.Málefni hverfisráða - 2017010043

Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðs Þingeyrar, en fundur var haldinn 3. desember 2020.

Fundargerðin er í ellefu liðum.
Lagt fram til kynningar.

18.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2019-2020 - 2019050057

Lögð fram til kynningar fundargerð 32. fundar stjórnar Vestfjarðastofu, sem haldinn var 16. desember 2020. Fundargerðin er í sjö liðum.

Jafnframt lögð fram til kynningar Starfsáætlun Vestfjarðastofu 2021.
Lagt fram til kynningar.

19.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 180 - 2012015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 180. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem fram fór þann 18. desember 2020.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Lagt fram til kynningar.

20.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 550 - 2012009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 550. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 6. janúar 2021.

Fundargerðin er í fimmtán liðum.
Lagt fram til kynningar.

21.Velferðarnefnd - 455 - 2012019F

Lögð fram til kynningar fundargerð 455. fundar velferðarnefndar sem fram fór þann 7. janúar 2021.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?