Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
550. fundur 06. janúar 2021 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Ragnar Ingi Kristjánsson varamaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Hóll á Hvilftarströnd. Bygging á íbúðarhúsi og rafstöð á lögbýli - 2020050055

Birkir Þór Guðmundsson óskar eftir að heimiluð verði málsmeðferð á deiliskipulagi á Hóli á Hvilftarströnd, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010.
Fylgigögn eru:
Deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð unnið af Balsa ehf., ódagsett.
Umsókn um heimild til málsmeðferðar, dags. 13. 11. 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu á deiliskipulag þessu skv. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

2.Góustaðir við Sunnuholt - Fyrirspurn um byggingarleyfi - 2019100003

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Breytingin snýr að því að stækka íbúðarsvæði Í6 (Holtahverfi)í vesturátt og ein ný lóð bætt við, Sunnuholt 5 sem stuðlar að þéttingu byggðar en landbúnaðarsvæðið í landi Góustaða minnkar sem því nemur. Fylgiskjal er uppdráttur unninn af ASK arkitektum ehf. dags. 21. desember 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við Bæjarstjórn að heimila auglýsingu á aðalskipulagsbreytingu þessari í samræmi við 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga 123/2010.
Uppfæra þarf uppdrátt til samræmis við bókun.

3.Vallargata 3, umsókn um byggingarleyfi - 2020110042

Fyrir hönd Kristínar Pétursdóttir kt. 130676-3329 og Ívars Kristjánssonar kt. 240476-5849, sækir Kjartan Árnason, arkitekt, um byggingarleyfi vegna breytinga á Vallargötu 3. Sótt er um að breyta húsnæði úr geymslu yfir í einbýlishús. Fylgigögn eru:
Umsókn um byggingarleyfi dags: 08.09.2020 Aðaluppdrættir frá Kjartani Árnasyni arkitekt dags. 08.09.2020.
Erindinu var frestað á 37. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Skipulags- og mannvikjanefnd heimilar grenndarkynningu á áformum þessum í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010.

4.Viðbragðsáætlun vegna elds - 2020050088

Lagður fram tölvupóstur Einars Yngvasonar, f.h. félags Skógarbúa í Tungudal, dags. 25. maí 2020, ásamt bréfi hans, vegna beiðnar um að sveitarfélagið hlutist til um að gerð verði viðbragðsáætlun fyrir sumarbústaðabyggðina í Tungudal ef til bruna skyldi koma.

Bæjarráð óskar eftir því að viðbragðsáætlun verði unnin og vísar málinu áfram til almannavarnarnefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að slökkviliðsstjóri vinni útfærslu á viðbragðsáætlun.

5.Brekkustígur 5 - umsókn um lóð - 2018110067

Elías Guðmundsson, kt. 010276-3819, sækir um einbýlishúsalóð að Brekkustíg 5, til byggingar á bílskúr og geymslu.
Fylgigögn eru:
Umsókn, dags. 06.11.2018.
Afstöðumynd og skráningartafla, dags. 02.03.2020.
Grunnmynd og útlit, dags. 02.03.2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

6.Sætún 3, Suðureyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2020120068

Árný Svavarsdóttir f.h. dánarbús Reynhildar Friðbertsdóttur, sækir um gerð á lóðarleigusamningi fyrir fasteignina að Sætúni 3, Suðureyri. Fylgigögn er undirrituð umsókn 17. desember 2020og mæliblað Tæknideildar frá 22. desember 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Sætún 3, Suðureyri.

7.Stakkanes 18, 400. Umsókn um gerð lóðarleigusamnings - 2020120085

Guðlaug Valdís Ólafsdóttir og Jón Benjamín Oddsson sækja um gerð lóðarleigusamnings vegna fasteignarinnar að Stakkanesi 18 á Ísafirði. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 21. des. 2020 og mæliblað Tæknideildar frá 22.des. 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Stakkanes 18, Ísafirði.

8.Mjallargata 5, Ísafirði. Höfnun á nýju stöðuleyfi gáms, kært til Úua - 2020110020

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlyndamála kynnir niðurstöðu sína í kærumáli Snerpu ehf. gegn Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

9.Stöðuleyfi f. smáhýsi - Vegdís - Tjaldsvæðið Þingeyri - 2020120039

Valdís Eva Hjaltadottir, kt. 301281-4719, sækir um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi á tjaldsvæði Þingeyrar. Um er að ræða smáhýsi á hjólum ætlað til heilsárs búsetu.
Fylgigögn eru:
Umsókn, dags 18.08.2020
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði stöðuleyfi til eins árs.

10.Gámar og lausafjármunir 2019, stöðuleyfi - 2019090029

Jóhann B. Helgason hjá Verkís ehf. sækir um stöðuleyfi f.h. Jóhönnu Ingvarsdóttur. Á bílastæðinu er ætlunin að reisa grind sem er klædd segli og neti. Þar verða skipamódel slípuð til. Tjald þetta verður fjarlægt sumarið 2021. Fylgiskjal er umsókn dags 23. sept. 2020 og loftmynd frá Verkís ehf.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði stöðuleyfi í samræmi við umsókn.

11.Stofnun vegsvæðis í landi Kirkjubóls, Bjarnadal - 2020120081

Vegagerðin sækir um stofnun vegsvæðis í landi Kirkjubóls, Bjarnadal.
Fylgigögn er:
Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá ásamt uppdráttum Vegagerðarinnar, dags. 04.12.2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila uppskiptingu lands og stofnun vegsvæðis í landi Kirkjubóls í Bjarnadal.

12.Breiðadalur - Tengivirki - 2021010004

Fyrir hönd Landsnets óskar Verkís ehf. eftir heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi í samræmi við
skipulagslög nr. 123/2010. Um er að ræða yfirbyggingu yfir tengivirki Landsnets í Breiðadal.

Fylgigögn eru:
Erindi Verkís ehf. dags. 04.01.2021
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við Bæjarstjórn að heimila vinnslu á deiliskipulagi vegna yfirbyggingar tengivirkis Landsnets í Breiðadal.

13.Brimbrjótur, Suðureyri - umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2019120040

Óskað er eftir mati nefndarinnar á því hvort fyrirhuguð framkvæmd sé háð mati á umhverfisáhrifum eða ekki.
Fylgigögn eru:
Landfylling við Brjótinn á Suðureyri. skýrsla Verkís ehf. dags. nóvember 2020.
Nefndin óskar eftir frekari gögnum og frestar erindinu.

14.Skólavegur 5, Hnífsdal. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021010009

Soffía Guðmundsdóttir hjá Íbúðalánasjóði, sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir fasteignina við Skólaveg 5, Hnífsdal. Fylgigögn er undirrituð umsókn frá 29. des. 2020 og mæliblað Tæknideildar frá 4. jan. 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Skólaveg 5, Hnífsdal.
Daníel Jakobsson víkur af fundi við umræður þessa dagskrárliðar.

15.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

Tilkynnt er um fyrirhugaða tegundabreytingu í fiskeldi Hábrúnar og Fjarðareldis í Skutulsfirði.
Fylgiskjöl eru:
Skýrsla Hábrúnar: "Þorsk- og silungseldi Hábrúnar í Skutulsfirði, Ísafjarðardjúpi. Tilkynning til ákvörðunar á matskyldu tegundabreytingar, úr framleiðslu á þorski og regnbogasilungi yfir í framleiðslu á laxi í sjókvíum." Dags. 29.10.2020.
Skýrsla Fjarðareldis: "Þorskeldi Fjarðareldis í Skutulsfirði, Ísafjarðardjúpi. Tilkynning til ákvörðunar á matskyldu tegundabreytingar, úr framleiðslu á þorski yfir í framleiðslu á laxi í sjókvíum." Dags. 29.10.2020.
Gögn lögð fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?