Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047
Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.
2.Lýðskólinn á Flateyri - 2016110085
Lagt fram erindi Egils Ólafssonar, f.h. stjórnar Nemendagarða Lýðskólans á Flateyri, dags. 23. október 2020, ásamt kostnaðaráætlun, þar sem óskað er eftir styrk vegna endurbóta á húsnæði Nemendagarða á Flateyri (Eyrarvegur 8) að fjárhæð kr. 6.000.000.
Á 1128. fundi bæjarráðs þann 2. nóvember 2020 fól bæjarráð bæjarstjóra að boða stjórn Nemendagarða Lýðskólans til fundar við bæjarráð.
Á 1128. fundi bæjarráðs þann 2. nóvember 2020 fól bæjarráð bæjarstjóra að boða stjórn Nemendagarða Lýðskólans til fundar við bæjarráð.
Fulltrúar stjórnar og skólastjóri Lýðskólans mættu til fundar og ræddu málefni Lýðskólans og Nemendagarða Lýðskólans.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera viðauka vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera viðauka vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Gestir
- Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Lýðskólans - mæting: 08:10
- Kristín Pétursdóttir, stjórn Lýðskólans - mæting: 08:10
- Stefanía Ásmundsdóttir, stjórn Lýðskólans - mæting: 08:10
3.Vestfjarðastofa - ýmis erindi 2020 - 2020040012
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætti til mánaðarlegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.
Gestir
- Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:45
4.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032
Kynnt eru drög að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans vegna ársins 2021 ásamt drögum að greinargerð.
Lagt fram til kynningar.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:30
5.Gjaldskrár 2021 - 2020050033
Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 13. nóvember 2020, um samantekt tillagna fastanefnda vegna gjaldskrárbreytinga fyrir árið 2021.
Jafnframt lagðar fram tillögur að gjaldskrárbreytingum.
Jafnframt lagðar fram tillögur að gjaldskrárbreytingum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort tilefni sé til að endurskoða gjaldskrá vegna vatnsveitu og leggja aftur fyrir bæjarráð.
6.Mánaðaryfirlit - 2020 - 2020030067
Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, og Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 13. nóvember 2020, þar sem teknar eru saman skatttekjur og laun fyrstu níu mánaða ársins.
Lagt fram til kynningar.
Edda María Hagalín yfirgaf fundinn kl. 11.30.
Gestir
- Ásgerður Þorleifsdóttir, deildarstjóri launadeildar - mæting: 08:50
7.Upplýsingamiðstöð Vestfjarða - framtíðaráform - 2020110034
Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 12. nóvember 2020, varðandi framtíðarhugmyndir um rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferðamála.
Lagt fram til kynningar.
8.Auka afsláttur á skíðakortum haustið 2020 vegna Covid-19 - 2020110009
Lagt fram minnisblað Stefaníu Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, og Hlyns Kristinssonar, forstöðumanns skíðasvæðis, dags. 13. nóvember 2020, vegna tillögu íþrótta- tómstundanefndar að árskort á skíðasvæði verði seld með 30% afslætti út árið 2020 til þeirra sem áttu árskort veturinn 2019-2020.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort tilefni sé til að einfalda gjaldskrá á sund- og síðasvæðum Ísafjarðarbæjar, og möguleikann á að sala fari fram á netinu.
9.Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19 - 2020110018
Lagt fram minnisblað Albertu Guðbjartsdóttur, deildarstjóra félagsþjónustu, dags. 12. nóvember 2020, um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021, auk reglna Ísafjarðarbæjar vegna þessa.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja greiðslur íþrótta- og tómstundastyrkja til lágtekjuheimila, og reglna vegna þess.
Bæjarráð vísar málinu til íþrótta- og tómastundanefndar til kynningar.
Bæjarráð vísar málinu til íþrótta- og tómastundanefndar til kynningar.
10.Viðbragðsáætlun í kjölfar snjóflóða 2020 - 2020100083
Á 34. fundi sameinaðrar almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, 13. nóvember 2020, var lagt til að fjöldahjálparstöð á Flateyri verði færð frá Grunnskóla Önundarfjarðar í leikskólann Grænagarð á Flateyri. Málinu vísað til bæjarráðs til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir breytingu á staðsetningu fjöldahjálparstöðvar á Flateyri, og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram, ásamt framkvæmdastjóra almannavarnarnefndar.
11.Snjóflóðasetur Flateyrar - 2020080056
Lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 13. nóvember 2020, varðandi varðskipið Ægi, sem starfshópur um Snjóflóðasafn á Flateyri hefur óskað eftir að fái aðstöðu í Flateyrarhöfn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með málsaðilum.
12.Umsókn um styrk vegna endurbyggingar húss - 2020110038
Lögð fram umsókn James Valdimars Ritchie, dags. 9. október 2020, um styrk til endurbyggingar á gömlu steinhúsi í Hnífsdal.
Bæjarráð þakkar erindið en telur sig ekki geta orðið við erindinu að svo stöddu. Bæjarráð óskar umsækjanda velfarnaðar með verkefnið og vísar honum á að sækja um styrk í húsafriðunarsjóð.
13.Samstarfshópur um þjóðgarð á Vestfjörðum - 2019100101
Lagðar fram til kynningar fundargerðir funda undirbúningshóps um stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum, dags. 8. október og 21. október 2020, ásamt kynningarefni.
Lagt fram til kynningar.
14.Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 9 - 2010029F
Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal, sem fram fór 27. október 2020.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 9 Lagt fram til kynningar. Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal þakkar SE-Groops fyrir greinargóða skýrslu. Nefndin vísar skýrslunni til bæjarráðs.
-
Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 9 Lagt fram til kynningar. Nefndin vísar minnisblaðinu áfram til bæjarráðs og leggur til við bæjarráð að ákveða næstu skref.
15.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 547 - 2010031F
Lögð fram til kynningar fundargerð 547. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. nóvember 2020.
Fundargerðin er í 15 liðum.
Fundargerðin er í 15 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 547 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurbætur og uppfærslu á deiliskipulagi Flateyrarodda.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 547 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga og greinargerð fyrir Sólsetrið, Þingeyri, dags. 28.07.2020 verði auglýst skv. 41. gr skipulagslaga 123/2010.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 547 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Aðalgötu 26, Suðureyri.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 547 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Sætún 1, Ísafirði.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 547 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hlíðarvegi 40, Ísafirði.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 547 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Brekkugötu 40, Þingeyri.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 547 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Brekkugötu 1, Þingeyri.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 547 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Engjaveg 8, Ísafirði.
16.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 101 - 2011002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 101. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram fór 10. nóvember 2020.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 101 Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við stefnumótun sveitarfélagsins í frárennslismálum og gerð verði framkvæmdaáætlun til næstu 10 ára.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur einnig til við bæjarstjórn að Heiða Hrund Jack, skipulagsfulltrúi, verði tilnefnd sem fulltrúi í Vatnasvæðanefnd fyrir hönd Ísafjarðarbæjar. -
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 101 Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafin verði vinna við endurskoðun umferðaröryggisáætlunar Ísafjarðarbæjar og leggur til við bæjarstjórn að áætla fjármagn í fjárhagsáætlunargerð 2021.
-
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 101 Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bókun bæjarráðs og vísar gjaldskrá vegna sorphirðu fyrir árið 2021 til samþykktar í bæjarstjórn.
Fundi slitið - kl. 11:35.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?