Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
101. fundur 10. nóvember 2020 kl. 08:15 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Alberta G Guðbjartsdóttir varamaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Heiða Hrund Jack skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Úttekt frárennslislagna 2016 - 2016110066

Lagður er fram tölvupóstur dags. 29. okt. sl., frá Hólmfríði Þorsteinsdóttur hjá Umhverfisstofnun vegna aðgerðaráætlunar Ísafjarðarbæjar m.t.t. vatnaáætlunar. Áður tilnefndur fulltrúi í vatnasvæðanefnd hefur látið af störfum fyrir Ísafjarðarbæ og tilnefna þarf nýjan aðila í vatnasvæðanefnd f.h. Ísafjarðarbæjar.

Á hverju vatnasvæði er starfrækt vatnasvæðisnefnd. Í nefndinni starfa a.m.k. fulltrúar frá sveitarfélögum á viðkomandi vatnasvæði, frá hlutaðeigandi heilbrigðisnefndum og frá Umhverfisstofnun og stýrir fulltrúi hennar starfi nefndarinnar

Vatnaáætlun heildstæð og samræmd stjórn vatnamála um allt land með hliðsjón af lögum nr. 36/2011. Markmiðið er að vernda vatn til framtíðar og draga úr álagi á auðlindina. Umhverfis landið eru starfandi fjórar vatnasvæðanefndir og var Umhverfisfulltrúi starfandi fyrir Ísafjarðarbæ og Anton Helgason f.h. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða.

Vatnaáætlun og Ísafjörður eða Skutulsfjörður er vatnshlot sem skilgreint var „í óvissu“ árið 2013 vegna losunar skólps í vatnshlotið. Með hliðsjón af óvissustigi þarf að skoða næstu aðgerðir Ísafjarðarbæjar í frárennsli sem veitt er í Pollinn.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við stefnumótun sveitarfélagsins í frárennslismálum og gerð verði framkvæmdaáætlun til næstu 10 ára.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur einnig til við bæjarstjórn að Heiða Hrund Jack, skipulagsfulltrúi, verði tilnefnd sem fulltrúi í Vatnasvæðanefnd fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

Gestir

  • Jóhann Birkir Helgason - mæting: 08:15

2.Umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2010120030

Umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar er lögð fram til umfjöllunar, áætlunin var unnin á árinu 2013, jafnframt er lagt fram minnisblað Haralds Sigþórssonar hjá verkfræðistofunni VHS ehf., dags. 27. okt. sl.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafin verði vinna við endurskoðun umferðaröryggisáætlunar Ísafjarðarbæjar og leggur til við bæjarstjórn að áætla fjármagn í fjárhagsáætlunargerð 2021.

3.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032

Á fundi bæjarráðs nr. 1129 þann 9. nóv 2020, var rætt um að fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði hækki um 3%, á meðalheimili, að tiltekinni hækkun á fasteignamati. Jafnframt rætt um að sorpgjald standi undir kostnaði, með hliðsjón af bókun bæjarráðs er lögð fram gjaldskrá umhverfis- og eignasviðs vegna sorphirðu fyrir árið 2021.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bókun bæjarráðs og vísar gjaldskrá vegna sorphirðu fyrir árið 2021 til samþykktar í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?