Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047
Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.
2.Málefni hverfisráða - 2017010043
Fulltrúar í Hverfisráði Súgandafjarðar mæta til fundar við bæjarráð vegna málefna ráðsins.
Málefni Hverfisráðs Súgandafjarðar rædd.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja athugasemdum eftir.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja athugasemdum eftir.
Fulltrúar hverfisráðsins yfirgáfu fundinn kl. 9:10.
Gestir
- Sædís Ólöf Þórsdóttir, formaður Hverfisráðs Súgandafjarðar - mæting: 08:20
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:20
- Emilia Agata Gorecka, stjórnarmaður Hverfisráðs Súgandafjarðar - mæting: 08:20
- Smári Karvel Guðmundsson, stjórnarmaður Hverfisráðs Súgandafjarðar - mæting: 08:20
3.Hverfisráð - framkvæmdafé 2020-2022 - 2020080032
Lagt fram til kynningar bréf Hverfisráðs Önundarfjarðar, dags. 21. september 2020, varðandi tillögur að nýtingu framkvæmdafjár 2020-2022, í samræmi við breytt verklag.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 25. september 2020, ásamt fundargerð bæjarstjóra og sviðsstjóra, dags. 23. september 2020, þar sem farið er yfir tillögur hverfisráða um framkvæmdir áranna 2020-2022, vegna framkvæmdaáætlana, og óskað heimildar til að vinna málið áfram.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 25. september 2020, ásamt fundargerð bæjarstjóra og sviðsstjóra, dags. 23. september 2020, þar sem farið er yfir tillögur hverfisráða um framkvæmdir áranna 2020-2022, vegna framkvæmdaáætlana, og óskað heimildar til að vinna málið áfram.
Framkvæmdaáætlun vegna verkefna Hverfisráða Þingeyrar, Önundarfjarðar, Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis, Eyrar og efri bæjar og Hnífsdals vísað til fjárhagsáætlunagerðar.
4.Snjómokstur Ísafirði og Hnífsdal, útboð. - 2019100083
Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 22. september 2020 vegna útboðs snjómoksturs í Skutulsfirði og Hnífsdal.
Jafnframt lögð fram til kynningar opnunarskýrsla Ríkiskaupa, dags. 13. ágúst 2020, vegna útboðs á vetrarþjónustu í Skutulsfirði og Hnífsdal, ásamt minnisblaði Axels Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 20. ágúst 2020, um vetrarþjónustu á Ísafirði og í Hnífsdal.
Jafnframt lögð fram til kynningar áætlun um tekjur áhaldahúss vegna vetrarþjónustu, frá nóvember 2019, og minnisblað fyrrverandi sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Brynjars Þórs Jónassonar, dags. 25. október 2019, vegna málsins.
Jafnframt lögð fram til kynningar opnunarskýrsla Ríkiskaupa, dags. 13. ágúst 2020, vegna útboðs á vetrarþjónustu í Skutulsfirði og Hnífsdal, ásamt minnisblaði Axels Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 20. ágúst 2020, um vetrarþjónustu á Ísafirði og í Hnífsdal.
Jafnframt lögð fram til kynningar áætlun um tekjur áhaldahúss vegna vetrarþjónustu, frá nóvember 2019, og minnisblað fyrrverandi sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Brynjars Þórs Jónassonar, dags. 25. október 2019, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tilboð í snjómokstur, í samræmi við minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.
Axel R. Överby yfirgaf fundinn kl. 9:40.
5.Sjúkraflutningar - samningur - 2009020008
Lagður fram samningur um sjúkraflutninga á svæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, dags. 25. september 2020.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samning um sjúkraflutninga á svæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
6.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2020/2021 - 2020090041
Lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 23. september 2020, um tillögu að sérreglum um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja sérreglur um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021, í samræmi við minnisblað bæjarstjóra.
7.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - 2020010031
Lagður fram viðauki 13 við fjárhagsáætlun 2020 vegna mönnunar slökkviliðs. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður samantekins A og B hluta Ísafjarðarbæjar er kr. 8.188.926,- eða úr afgangi kr. 89.730.171,- í kr. 81.541.245,-. Áhrifin á sveitasjóð A hluta er kr. 8.188.926,- eða úr neikvæðri rekstrarniðurstöðu kr. 63.269.829,- í neikvæða rekstrarniðurstöðu kr. 71.458.755,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 13 við fjárhagsáætlun 2020 vegna mönnunar slökkviliðs.
8.Öryggishnappavakt - 2020090093
Lagt fram minnisblað Hlyns Kristjánssonar varðstjóra, f.h. Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dags. 31. ágúst 2020, varðandi stöðu á öryggishnappavakt Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, en núgildandi hnappakerfi í gegnum fastlínukerfi verður tekið úr sambandi í janúar 2021.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
9.Aukning eldvarna og innleiðing eigin eldvarnareftirlits - 2020010079
Lagt fram minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar, dags. 25. september 2020, auk draga að eldvarnarstefnu sveitarfélagsins, en stefnan er liður í verkefninu „Eigið eldvarnareftirlit“ sem er samstarfsverkefni Eldvarnarbandalagsins og Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja eldvarnarstefnu Ísafjarðarbæjar, í samræmi við framlögð drög.
10.Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Helgu Þuríðar Magnúsdóttur, f.h. skipulags- og mannvirkjanefndar, dags. 23. september 2020, þar sem fram kemur bókun nefndarinnar varðandi endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar.
Jafnframt lögð fram til kynningar bókun umhverfis- og framkvæmdanefndar, dags. 22. september 2020, þar sem fram kemur að umhverfis- og framkvæmdanefnd telur ekki tímabært að sameina nefndir um umhverfis- og skipulagsmál á meðan endurskoðunarvinna á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar stendur yfir. Nefndarmenn óska einnig eftir að því að skipaður verði sérstakur starfsmaður fyrir nefndina.
Jafnframt lögð fram til kynningar bókun umhverfis- og framkvæmdanefndar, dags. 22. september 2020, þar sem fram kemur að umhverfis- og framkvæmdanefnd telur ekki tímabært að sameina nefndir um umhverfis- og skipulagsmál á meðan endurskoðunarvinna á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar stendur yfir. Nefndarmenn óska einnig eftir að því að skipaður verði sérstakur starfsmaður fyrir nefndina.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skipa starfsmann fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Bæjarrjáð felur bæjarstjóra að taka saman breytingar á bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar í kjölfar fyrri umræðu í bæjarstjórn og umræðu í nefndum og leggja fyrir bæjarráð.
Bæjarrjáð felur bæjarstjóra að taka saman breytingar á bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar í kjölfar fyrri umræðu í bæjarstjórn og umræðu í nefndum og leggja fyrir bæjarráð.
11.Skúrin, samfélagsmiðstöð, fyrirtækjahótel og frumkvöðlasetur á Flateyri - 2020060045
Lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, dags. 25. september 2020, þar sem lagt er til að Ísafjarðarbær auki hlutafé í Hvetjanda hf. eignarhaldsfélagi um kr. 1.500.000, vegna Skúrinnar, samfélagsmiðstöðvar, frumkvöðlaseturs og fyrirtækjahótels á Flateyri.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja aukningu á hlutafé í Hvetjanda hf. eignarhaldsfélagi um kr. 1.500.000 og felur bæjarstjóra að gera viðauka vegna málsins.
12.Fyrirspurn vegna fótboltahúss - 2020090095
Lögð fram fyrirspurn bæjarfulltrúa Í-listans, Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur, dags. 25. september 2020, þar sem óskað er skriflegra svara nokkurra spurninga varðandi fótboltahús á Ísafirði.
Málinu frestað til næsta fundar.
13.Staðarval Ísafirði - fyrirhuguð starfsemi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi - 2020090092
Lagt fram erindi Björns Hembre, f.h. Arnarlax ehf., dags. 21. september 2020, þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum Ísafjarðarbæjar, til að kynna þarfir félagsins vegna fyrirhugaðrar starfsemi félagsins, en félagið hefur sótt um rekstrarleyfi fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi hjá Matvælastofnun og er umhverfismat vegna framkvæmdarinnar til meðferðis hjá Skipulagsstofnun.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að boða forsvarsmenn Arnarlax ehf. til fundar við bæjarráð.
14.Sýnileiki Vestfjarða - þáttagerð - 2020090091
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dags. 23. september 2020, ásamt minnisblaði, vegna verkefnisins „Sýnileiki Vestfjarða“.
Lagt fram til kynningar.
15.Samstarfshópur um þjóðgarð á Vestfjörðum - 2019100101
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Steinars Kalddal, verkefnastjóra á skrifstofu landgæða, hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 24. september 2020, varðandi næstu skref samstarfshóps um þjóðgarð á Vestfjörðum.
Lagt fram til kynningar.
16.Heimsókn breska sendiráðsins á Ísafjörð - 2020090062
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Birtu Bjargardóttur, f.h. breska sendiráðsins á Íslandi, dags. 21. september 2020, þar sem fram kemur að vegna Covid-19 verði að fresta heimsókn sendiráðsins til Ísafjarðar um einhvern tíma.
Lagt fram til kynningar.
17.Skipulagsmál á Sundabakkasvæðinu - 2017050124
Lögð fram frummatsskýrsla Verkís um Sundabakka, dags. september 2020.
Skýrslan var samþykkt á 214. fundi hafnarstjórnar sem fram fór þann 24. september 2020.
Skýrslan var samþykkt á 214. fundi hafnarstjórnar sem fram fór þann 24. september 2020.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða Gunnar Pál Eydal, verkefnastjóra Verkís, til fundar við bæjarráð, vegna dýpkunar við Sundabakka á Ísafirði.
18.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2019-2020 - 2019050057
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dags. 21. september 2020, ásamt fundargerð 28. stjórnarfundar Vestfjarðastofu, sem haldinn var 23. júní 2020, og 29. stjórnarfundar Vestfjarðastofu, sem haldinn var 18. ágúst 2020.
Lagt fram til kynningar.
19.Fræðslunefnd - 419 - 2009020F
Lögð fram til kynningar fundargerð 419. fundar fræðslunefndar sem fram fór 24. september 2020.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin er í níu liðum.
Lagt fram til kynningar.
20.Hafnarstjórn - 214 - 2009021F
Lögð fram til kynningar fundargerð 214. fundar hafnarstjórnar sem fram fór 24. september 2020.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.
21.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 544 - 2009016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 544. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór 23. september 2020.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 544 Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdanefndar um að ekki sé tímabært að sameina nefndirnar.
Nefndin kallar einnig eftir útfærslu á störfum nýrrar nefndar. Nefndin telur að miðað við umfang og fjölda mála á dagskrá funda, þá er full þörf á tveimur nefndum. Nefndin sér ekki að málum hafi fækkað síðan Skipulags- og mannvirkanefnd var skipt upp í þær tvær nefndir, sem nú starfa, vegna anna fyrri nefndar. - 21.3 2020020003 Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar og deiliskipulagi vegna Sundstræti 36 til 38Skipulags- og mannvirkjanefnd - 544 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og deiliskipulagsbreytingu samhliða varðandi Sundstræti 36, Ísafirði.
22.Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 8 - 2009022F
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal, sem fram fór 22. september 2020.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.
23.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 99 - 2009017F
Lögð fram til kynningar fundargerð 99. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem fram fór 22. september 2020.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 99 Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að gjöld hækki ekki umfram tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga á árinu 2021. Tilmælin gera ráð fyrir að gjöld hækki ekki umfram 2,5% en minna ef verðbólga verður lægri.
Fundi slitið - kl. 10:40.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?