Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2021-2033 - 2020070011
Skipulagsfulltrúi kynnir vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2021-33.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd er falið að rýna þá kafla sem fjalla um framkvæmdir og umhverfismál.
2.Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018
Lagt fram til kynningar tillaga bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar um breytingar á samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, í samræmi við minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 1. september 2020.
Á 460. fundi sínum þann 3. september sl. óskar bæjarstjórn umsagnar umhverfis-og framkvæmdanefndar á breytingu á 47. gr. bæjarmálasamþykktar.
Á 460. fundi sínum þann 3. september sl. óskar bæjarstjórn umsagnar umhverfis-og framkvæmdanefndar á breytingu á 47. gr. bæjarmálasamþykktar.
Umhverfis- og famkvæmdanefnd telur ekki tímabært að sameina nefndir um umhverfis- og skipulagsmál á meðan endurskoðunarvinna á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar stendur yfir. Nefndarmenn óska einnig eftir að því að skipaður verði sérstakur starfsmaður fyrir nefndina.
3.Gjaldskrár 2021 - 2020050033
Umræður um gjaldskrár ársins 2021.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að gjöld hækki ekki umfram tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga á árinu 2021. Tilmælin gera ráð fyrir að gjöld hækki ekki umfram 2,5% en minna ef verðbólga verður lægri.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?