Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1110. fundur 15. júní 2020 kl. 08:05 - 10:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs lagður fram.
Verkefnlisti yfirfarinn.

2.Ársreikningur Fasteigna Ísafjarðarbæjar 2019 - 2020050016

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fasteigna Ísafjarðarbæjar, fyrir starfsárið 2019, undirritaður af bæjarstjórn þann 22. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.

3.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2019 - 2019110062

Lögð fram til kynningar endurskoðunarskýrsla Endurskoðunar Vestfjarða, dags. 4. júní 2020, vegna ársreikninga Ísafjarðarbæjar 2019.
Lagt fram til kynningar.

4.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - 2020010031

Lagður fram viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2020. Um er að ræða viðbrögð Byggðasafns Vestfjarða við áhrifum Covid-19 á rekstur safnsins. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður samantekins A og B hluta Ísafjarðarbæjar er enginn.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

5.Framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Ísafirði - 2015020087

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 10. júní 2020, auk draga að erindisbréfi starfshóps um framtíðarskipulagningu íþróttamannvirkja á Torfnesi, sbr. ákvörðun bæjarstjórnar á 430. fundi sínum, þann 24. janúar 2019.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindisbréfið og skipa í nefndina.

6.Safnahús Ísafirði - endurbætur og viðhald - 2020060037

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 10. júní 2020, vegna ástands Safnahússins/Gamla sjúkrahússins, en nauðsynlegt er að ráðast í endurbætur og viðhald vegna skemmda í kjölfar vatnsleka.

Óskað er eftir því eftir því að málið verði falið sviðsstjóra á umhverfis- og eignasviði til ábyrgðar og að strax í sumar verði hafist handa við að lagfæra frárennsli og dren í kringum húsið, fjarlægja moldarbeð og setja upp rafmagnstengil utanhúss, og að gerð verði áætlun um endurbætur á húsinu innandyra og utanhúss, sem verði lokið í síðsta lagi á árinu 2021.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

7.Umhverfis- og eignasvið - Útboð á 1. áfanga gatnagerðar á Suðureyri, Túngötu og bílastæði - 2020030081

Lagt er fram bréf Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 12. júní 2020, vegna verksins Gatnagerð á Suðureyri, 1. áfangi. Túngata og bílastæði, þar sem lagt er til að samið verði við fyrirtækið Gröfuþjónusta Bjarna ehf., á grundvelli tilboðs þeirra.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs um að samið verði við Gröfuþjónustu Bjarna ehf. á grundvelli tilboðs þeirra, að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

8.Skúrin, samfélagsmiðstöð, fyrirtækjahótel og frumkvöðlasetur á Flateyri - 2020060045

Lagður fram tölvupóstur Runólfs Ágústssonar og Óttars Guðjónssonar, f.h. Skúrinnar, óstofnaðs hlutafélags um samfélagsmiðstöð, frumkvöðlasetur og fyrirtækjahótel á Flateyri, dags. 10. júní 2020, ásamt drögum að rekstraráætlun, þar sem verkefnið er kynnt, og óskað eftir því að Ísafjarðarbær verði hluthafi í fyrrgreindu félagi, og upplýsingum um hvort Ísafjarðarbær óski eftir að leigja skrifstofuaðstöðu fyrir verkefnastjóra í málefnum Flateyrar í fyrirhuguðu húsnæði félagsins.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að útfæra verkefnið frekar.

9.Ósk um umsögn um hvort rétt sé að takmarka eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum í Jökulfjörðum - 2020060046

Lagt fram bréf Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 9. júní 2020, ásamt afriti auglýsingar nr. 460/2004, um friðunarsvæði, þar sem eldi laxfiska (fam. salmonidae) í sjókvíum er óheimilt, en í bréfi ráðherra er óskað umsagnar sveitarfélagsins um hvort rétt sé að takamarka eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum í Jökulfjörðum. Umsagnarfrestur er til 9. júlí 2020.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

10.Tillaga að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. í Arnarfirði - 2020060050

Lagður fram tölvupóstur frá Steinari Rafni Beck Baldurssyni, f.h. Umhverfisstofnunar, dags. 12. júní sl., þar sem vakin er athygli á auglýsingu um tillögu að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. vegna sjókvíaeldis í Arnarfirði.

Umhverfisstofnun kallar eftir athugasemdum við breytinguna og skulu þær vera skriflegar og sendar til Umhverfisstofnunar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 13. júlí 2020.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

11.Melrakkasetur - aðalfundur 2020 - 2020060023

Lagt fram bréf Esterar Rutar Unnsteinsdóttur, formanns Melrakkaseturs Íslands ehf., dags. 4. júní 2020, þar sem boðað er til aðalfundar Melrakkaseturs Íslands ehf., fyrir starfsárið 2019, en fundur er haldinn laugardaginn 20. júní 2020, kl. 17.00, í húsnæði félagsins í Eyrardal, Súðavík.
Bæjarráð óskar eftir því að Kristján Andri Guðjónsson sitji fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

12.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 171 - 2005008F

Lögð fram fundargerð 171. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem fram fór 18. maí sl.
Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

13.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 172 - 2005022F

Lögð fram fundargerð 172. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem fór fram 5. júní sl.
Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

14.Íþrótta- og tómstundanefnd - 209 - 2005006F

Lögð fram fundargerð 209. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem fram fór 3. júní 2020. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.

15.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 539 - 2005014F

Lögð fram fundargerð 539. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór 10. júní sl.
Fundargerðin er í 15 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 539 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Seljalandsveg 68, Ísafirði.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 539 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Túngötu 13, Ísafirði.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 539 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila frávik frá deiliskipulagi byggingarreitar Aðalgötu 21, þar sem fyrirhuguð viðbygging nær aðeins út fyrir byggingarreit. Nefndin telur ekki þörf á grendarkynningu.

    Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar erindi Eyþórs Páls Haukssonar og Sigrúnar Eddu Eðvarðsdóttur varðandi stækkun lóðar og felur skipulagsfulltrúa að skoða hvort tilefni sé til endurskoðunar á deiliskipulagi Suðureyrarmala.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 539 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindi Óttars Guðjónssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur um að hefja vinnu við deiliskipulag vegna sameiningu lóða Vallargötu 3B og Vallargötu 5, Flateyri.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 539 Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar erindinu þar sem ekki er til gilt deiliskipulag yfir svæðið.

    Skipulagsfulltrúi leggur til við bæjarstjórn að heimila vinnu við nýtt deiliskipulag Dagverðardals.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 539 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar. Breytingin felur í sér að opið svæði neðan varnargarða í framhaldi af Urðarvegi og við Seljalandsveg verði samfellt íbúðarsvæði I4.
    Jafnframt leggur nefndin til að bæjarstjórn heimili framkvæmdaaraðila að vinna nýtt deiliskipulag á reitnum.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 539 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. 15 gr. skipulagslaga 123/2010.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 539 Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að ekki sé þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga, þar sem aðliggjandi lóðir eru óbyggðar. Grenndaráhrif eru óveruleg og ekki til þess fallandi að valda skuggavarpi á aðrar lóðir né byrgja útsýni umfram það sem var.
    Nefndin leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi Tunguskeiðs.

Fundi slitið - kl. 10:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?