Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
539. fundur 10. júní 2020 kl. 08:15 - 10:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Heiða Jack skipulagsfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Heiða Hrund Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi - 2017010103

Frummatsskýrsla Arctic Sea Farm frá Jóni Þóri Þorvaldssyni, sérfræðingi hjá Skipulagsstofnun, dags. 8. apríl sl., vegna 8000 tonna eldis í Ísafjarðardjúpi.

Umsagnarbeiðni og frumrit skýrslu berst með bréfpósti. Umsagnarfrestur til 4. maí.

Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulagsfulltrúa er falið að móta umsögn Ísafjarðarbæjar og leggja fyrir bæjarráð.

2.Vestfjarðastofa - ýmis erindi 2020 - 2020040012

Lögð fram til kynningar skýrsla Vestfjarðastofu um smávirkjanir á Vestfjörðum. Skýrslan er dagsett 6. apríl sl.

Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Rafhleðslustöðvar á Ísafirði - 2020050004

Þórður Skúlason f.h. Orkubús Vestfjarða ohf. sendir erindi er varðar mögulega staðsetningu fyrir rafbílahleðslustöð við miðbæ Ísafjarðar. Fylgiskjöl er tölvupóstur með erindinu dags. 30. apríl sl. þar sem koma fram þrjár mögulegar staðsetningar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari gögnum varðandi útfærslu rafhleðslustöðvanna.

4.Seljalandsvegur 68, endurnýjun á grunnleigusamningi - 2018020095

Steingrímur Jón Steingrímsson sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir fasteignina að Seljalandsvegi 68, Ísafirði. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn frá 9. október 2019 og mæliblað Tæknideildar frá 18. maí 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Seljalandsveg 68, Ísafirði.

5.Túngata 13, 400. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020050053

Arnar Gauti Reynisson hjá Heimavöllum III ehf. sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir fasteignina að Túngötu 13, Ísafirði. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 19. maí 2020 og mæliblað Tæknideildar dags. 18. maí 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Túngötu 13, Ísafirði.

6.Hóll á Hvilftarströnd, Önundarfirði. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum héraðsvegi - 2020050054

Birkir Þór Guðmundsson og Kristín Björg Albertsdóttir sækja um framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu að lögbýlinu Hóli, á Hvilftarströnd í Önundarfirði. Þau áætla að reisa nýtt íbúðarhús og rafstöðvarhús á jörðinni. Fylgigögn eru undirrituð umsókn og heimild Vegagerðar dags. 15. maí sl. fyrir gerð héraðsvegar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur, vegna umfangs og eðlis framkvæmdar, að fara þurfi í deiliskipulagsvinnu á jörðinni Hóli. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún heimili framkvæmdaraðila að fara í deiliskipulagsvinnu komi umsókn frá framkvæmdaraðila til bæjarstjórnar.

7.Hóll á Hvilftarströnd. Bygging á íbúðarhúsi og rafstöð á lögbýli - 2020050055

Birkir Þór Guðmundsson og Kristín Björg Albertsdóttir áætla að reisa nýtt íbúðarhús og rafstöðvarhús á jörðinni Hóli á Hvilftarströnd í Önundarfirði. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir þetta svæði. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 15. maí 2020, aðalupdrættir arkitekts, VÍ, NatVest.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur, vegna umfangs og eðlis framkvæmdar, að fara þurfi í deiliskipulagsvinnu á jörðinni Hóli. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún heimili framkvæmdaraðila að fara í deiliskipulagsvinnu komi umsókn frá framkvæmdaraðila til bæjarstjórnar.

8.Aðalgata 21, Suðureyri - Ósk um stækkun lóðar - 2020050070

Eyþór Páll Hauksson og Sigrún Edda Eðvarðsdóttir sækja um annars vegar; breytingu á deiliskipulagi v. lóða við Aðalgötu 19 og 21, Suðureyri, og hins vegar leyfi til að byggja viðbyggingu við húsið Aðalgötu 21.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila frávik frá deiliskipulagi byggingarreitar Aðalgötu 21, þar sem fyrirhuguð viðbygging nær aðeins út fyrir byggingarreit. Nefndin telur ekki þörf á grendarkynningu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar erindi Eyþórs Páls Haukssonar og Sigrúnar Eddu Eðvarðsdóttur varðandi stækkun lóðar og felur skipulagsfulltrúa að skoða hvort tilefni sé til endurskoðunar á deiliskipulagi Suðureyrarmala.

9.Vallargata 5, Flateyri - Umsókn/sameining lóða - 2016110027

Óttar Guðjónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir óska eftir að fá úthlutað lóðinni að Vallargötu 5, Flateyri til sameiningar við lóð Vallargötu 3B. Fylgiskjöl eru tölvupóstur sendur 21. apríl sl. og svarbréf sent eftir 466. fund skipulags- og mannvirkjanefndar frá 23. nóvember 2016.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindi Óttars Guðjónssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur um að hefja vinnu við deiliskipulag vegna sameiningu lóða Vallargötu 3B og Vallargötu 5, Flateyri.

10.Dagverðardalur 7. Umsókn um frístundahúsalóð - 2020050069

Marzellíus Sveinbjörnsson sækir um lóð undir sumarhús, við Dagverðardal 7, Ísafirði. Fylgiskjal er undirrituð umsókn dags. 18. maí sl.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar erindinu þar sem ekki er til gilt deiliskipulag yfir svæðið.

Skipulagsfulltrúi leggur til við bæjarstjórn að heimila vinnu við nýtt deiliskipulag Dagverðardals.

11.Tjarnargata 9, Flateyri - Lóð í fóstur - 2020050003

Jón Ágúst Þorsteinsson sækir um að taka lóðina við Tjarnargötu 9, Flateyri, í fóstur. Fylgiskjöl eru ljósmyndir af svæðinu og tölvupóstur dags. 3. maí sl. Lóð þessi var áður undir barnaheimili og leikvöll. Hugmyndin er að snyrta til á lóðinni.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

12.Seljalandsdalur, útilistaverk. Lendingarstaður fyrir geimskip - 2020040007

Elísabet Gunnarsdóttir f.h. ArtsIceland, í samstarfi við stofnun Rögnvaldar Á. Ólafssonar, óskar eftir að fá svæði við Gamla skíðaskálann á Seljalandsdal, undir verkið „Lendingarstaður fyrir geimskip“ sem er útilistaverk eftir Björn Dahlem. Fylgigögn eru umsókn dags. 2. apríl 2020 og verkefnalýsing á ensku ódags. Eins er tölvupóstur og bréf frá Björn Dahlem, professor í Bauhaus Háskóla, Þýskalandi frá 2. júní 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa ásamt starfshópi um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal í samstarfi við ArtsIceland að útfæra tillöguna að fullu, og bera þá aftur upp fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd.

13.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - stækkun íbúðabyggðar - 2019110057

Eftirfarandi erindi var vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar frá bæjarstjórn

Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.
Forseti bar fram breytingatillögu um að bæjarstjórn vísi málinu aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar, vegna formgalla.
Forseti bar breytingatillöguna upp til atkvæða.
Tillögurnar samþykktar 9-0.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar. Breytingin felur í sér að opið svæði neðan varnargarða í framhaldi af Urðarvegi og við Seljalandsveg verði samfellt íbúðarsvæði I4.
Jafnframt leggur nefndin til að bæjarstjórn heimili framkvæmdaaraðila að vinna nýtt deiliskipulag á reitnum.

14.Vestfjarðavegur (60) um Bjarnadalsá í Bjarnadal. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2020060010

Jón H. Gestsson sækir um framkvæmdaleyfi f.h. Vegagerðarinnar vegna framkvæmda við Vestfjarðarveg um Bjarnadalsá í Bjarnadal. Áformað er að reisa nýja tvíbreiða brú yfir Bjarnadalsá, í stað núverandi brúarstæðis sem er einbreitt. Jafnframt er fyrirhugaður nýr vegkafli á Vestfjarðarvegi í Bjarnadal ásamt afleggjurum að Tröð og Kirkjubóli. Jafnframt eru fyrirhugaðar lagfæringar á 1,75 km kafla við Bjarnadalsá.
Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 28. maí 2020
Afstöðumynd
Yfirlitsmynd
Grunnmynd/langsnið
Samþykki landeigenda Kirkjubóls í Bjarnadal dags. 19. maí 2020, Samþykki landeigenda Traðar 18. maí 2020
Samþykki veiðifélags dags. 26. maí 2020
Umsögn Hafrannsóknunarstofnunar 8. maí 2020
Samþykki Fiskistofu dags. 27. maí 2020
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. 15 gr. skipulagslaga 123/2010.

15.Tungubraut, ósk um deiliskipulagsbreytingu vegna raðhúsalóða - 2020030055

Nýjatún ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar við Tungubraut 2-10. Fylgigögn eru tölvupóstur dags 8. júní 2020 og deiliskipulagsuppdráttur frá Stúdío F arkitektum dags. 3. júní 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að ekki sé þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga, þar sem aðliggjandi lóðir eru óbyggðar. Grenndaráhrif eru óveruleg og ekki til þess fallandi að valda skuggavarpi á aðrar lóðir né byrgja útsýni umfram það sem var.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi Tunguskeiðs.

Fundi slitið - kl. 10:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?