Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1100. fundur 30. mars 2020 kl. 08:05 - 11:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Ráðning sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs - 2020020068

Kynnt verður tillaga Intellecta um ráðningu sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að ráða Bryndísi Ósk Jónsdóttur í starf sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.

2.Skapandi sumarstörf - 2019100027

Lagt fram minnisblað Stefaníu Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 23. mars sl., varðandi skapandi sumarstörf. Atvinnu- og menningarmálanefnd tók erindið fyrir á 150. fundi sínum 25. mars sl., og vísaði til afgreiðslu í bæjarráði.
Minnisblað lagt fram til kynningar.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

Gestir

  • Stefanía Ásmundsdóttir - mæting: 08:15

3.COVID-19 2020: Skólamál - 2020030086

Lagt fram minnisblað Stefaníu Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 27. mars sl., vegna gjaldskráa í leikskólum, grunnskólum og dægradvöl.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tímabundna lækkun gjaldskráa í leikskólum, grunnskólum og dægradvöl.
Stefanía Ásmundsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, yfirgefur fundinn kl. 08:25.

4.Kórónaveiran COVID-19 - stjórnsýslu og fjármálasvið - 2020030054

Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar, dags. 27. mars sl., er varðar tillögu um frestun gjalddaga fasteignagjalda á árinu 2020.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu um frestun gjalddaga fasteignagjalda á árinu 2020.

5.Hlíf ýmis mál 2020 - 2020030056

Lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 27. mars 2020, um málefni Hlífar.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með að starfsfólk hafi brugðist við og boðist til að reka verslunina til 31. maí.

6.Brimbrjótur, Suðureyri - umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2019120040

Lagt fram samkomulag ásamt viðaukum vegna uppbyggingar Fisherman ehf., um uppbyggingu á Iðnaðar- og athafnasvæði sem skilgreint er sem B20 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020
Fylgiskjal I, samkomulag ódagsett
Fylgiskjal II, Uppdráttur frá Verkís U20.001 dags. 14.02.2020
Fylgiskjal III, Updráttur frá Verkís U20.002 dags. 14.02.2020

Skipulags- og mannvirkjanefnd tók málið fyrir á 536. fundi sínum sem fram fór 25. mars sl. og vísaði til bæjarráðs.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samkomulag ásamt viðaukum vegna uppbyggingar Fisherman ehf. á iðnaðar- og athafnasvæði.
Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, yfirgefur fundinn kl. 08:32.

Gestir

  • Axel Rodriguez Överby - mæting: 08:28
Arnar og Haraldur mæta til fundar í gegnum Zoom-fjarfundabúnað.

7.Stefnumótun og gerð langtíma fjárhags- og rekstraráætlunar Ísafjarðarbæjar - 2019030079

Haraldur Líndal Haraldsson og Arnar Haraldsson mæta til fundar til að kynna niðurstöður skýrslu HLH ehf. með úttekt á stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar.
Haraldur Líndal Haraldsson kynnti drög að skýrslu.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju.
Arnar og Haraldur yfirgefa fundinn kl. 11:40.

Gestir

  • Arnar Haraldsson - mæting: 08:31
  • Haraldur Líndal Haraldsson - mæting: 08:31

8.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Dýrafirði - 2017080006

Lagður fram tölvupóstur Hjartar Methúsalemssonar, f.h. Matvælastofnunar, dagsettur 27. mars sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna umsóknar Arctic Sea Farm hf. um rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi í Dýrafirði.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísar beiðninni um umsögn til skipulags- og mannvirkjanefndar.

9.Frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál - 2020010075 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurðardóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 21. mars sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál. Umsagnarfrestur er til 20. apríl nk.
Bæjarráð vísar málinu til velferðarnefndar.

10.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 150 - 2003020F

Fundargerð 150. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 25. mars sl. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 536 - 2003002F

Fundargerð 536. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 25. mars sl. Fundargerðin er í 14 liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 536 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila Kampa ehf. að gera breytingu á deiliskipulagi Mávagarðs, þar sem lóðinni Mávagarður E yrði skipt upp.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 536 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Garðavegi 2, Hnífsdal.
  • 11.4 2019070011 Kláfur upp Eyrarhlíð
    Skipulags- og mannvirkjanefnd - 536 Skipulags og mannvirkjanefnd vísar viljayfirlýsingu til bæjarstjórnar og leggur til við bæjarstjórn að heimila framkvæmdaraðila að hefja skipulagsvinnu vegna framkvæmda.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 536 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Sundstræti 26, Ísafirði.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 536 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Hlíðarvegi 22 Ísafirði.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 536 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Heiðarbraut 8, Hnífsdal.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 536 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Brimnesvegi 20, Flateyri.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 536 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Bakkavegi 17, Hnífsdal.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 536 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Viðar Magnússon f.h. Sæverks ehf., fái lóð við Sjávargötu 12, Þingeyri, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 536 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að skipulagslýsing verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum 123/2010. Lýsingin verði tekin til meðferðar í samræmi við VII kafla skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 11:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?