Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075
Lagður er fram tölvupóstur Guðjóns Bragasonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. febrúar sl., vegna frumvarps sem ætlað er að stýra þróun eignarráða og nýtingar fasteigna ásamt frumvarpinu sem er í samráðsgátt.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Lagt fram til kynningar.
2.Umsókn um lóð - Mávagarður E - 2019110063
Brynjar Ingason, f.h. Kampa ehf., sækir um hluta af lóð E á Mávagarði á Ísafirði miðað við að núverandi lóð yrði skipt í tvennt.
Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn dags. 24. febrúar 2020 og loftmynd.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn dags. 24. febrúar 2020 og loftmynd.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila Kampa ehf. að gera breytingu á deiliskipulagi Mávagarðs, þar sem lóðinni Mávagarður E yrði skipt upp.
3.Garðavegur 1 í Hnífsdal, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020020007
Markús Kristinn Magnússon sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Garðaveg 1 í Hnífsdal. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn dags. 5. febrúar 2020 og mæliblað tæknideildar dags. 27. febrúar 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Garðavegi 2, Hnífsdal.
4.Kláfur upp Eyrarhlíð - 2019070011
Lögð fram ódagsett viljayfirlýsing af hálfu Ísafjarðarbæjar vegna Eyrarkláfs.
Skipulags og mannvirkjanefnd vísar viljayfirlýsingu til bæjarstjórnar og leggur til við bæjarstjórn að heimila framkvæmdaraðila að hefja skipulagsvinnu vegna framkvæmda.
5.Sundstræti 26, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019120051
Salvar Ólafur Baldursson sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Sundstræti 26 á Ísafirði skv. umsókn dags. 13. desember 2020. Fylgiskjal er mæliblað tæknideildar dags. 24. febrúar 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Sundstræti 26, Ísafirði.
6.Hlíðarvegur 22, endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019120045
Lóa Guðrún Guðmundsdóttir sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Hlíðarveg 22, Ísafirði. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn dags. 11. desember 2019 og mæliblað tæknideildar dags. 20. febrúar 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Hlíðarvegi 22 Ísafirði.
7.Heiðarbraut 8, Hnífsdal. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020030048
Hrefna Ragnheiður Magnúsdóttir og Magnús Ingi Bjarnason sækja um endurnýjun á lóðarleigusamningi við Heiðarbraut 8, Hnífsdal. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn dags. 11. mars 2020 og mæliblað tæknideildar dags. 18. mars 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Heiðarbraut 8, Hnífsdal.
8.Brimnesvegur 20, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020010034
Hermann Þorsteinsson f.h. Hrafnsauga ehf. sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Brimnesveg 20 á Flateyri. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 14. janúar 2020 og mæliblað tæknideildar dags. 20. febrúar 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Brimnesvegi 20, Flateyri.
9.Bakkavegur 17, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020030057
Steiney Ninna Halldórsdóttir og Agnar Ebeneser Agnarsson sækja um endurnýjun á lóðarleigusamningi við Bakkaveg 17, Hnífsdal. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn dags. 13. mars 2020 og mæliblað tæknideildar dags. 18. mars 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Bakkavegi 17, Hnífsdal.
10.Sjávargata 12, Þingeyri. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2020020041
Viðar Magnússon f.h. Sæverks ehf. sækir um lóð við Sjávargötu 12 á Þingeyri undir léttan iðnað. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn, ódagsett, en móttekin 21.02. 2020 og yfirlitsmyndir af svæðinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Viðar Magnússon f.h. Sæverks ehf., fái lóð við Sjávargötu 12, Þingeyri, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
11.Ósk um land í fóstur við Engidalsá, fyrir fuglalíf - 2020020055
Leifur Bremnes sækir um að fá land í fóstur við Engidalsá fyrir neðan Funa. Hugmyndin er að gera athvarf fyrir villta fugla og koma upp aliöndum, einnig koma upp minkagildrum. Meðfylgjandi er umsókn dags. 23. febrúar 2020.
Erindi frestað
12.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar - endurskoðun - 2015100008
Lögð fram skipulagslýsing frá ARKÍS dags. 19.03.2020, vegna endurskoðunar Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að skipulagslýsing verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum 123/2010. Lýsingin verði tekin til meðferðar í samræmi við VII kafla skipulagslaga nr. 123/2010.
13.Fyrirspurn um aðgengismál fatlaðra - 2020030073
Lögð fram fyrirspurn frá Sigfríði Hallgrímsdóttur, í bréfi dags. 18. febrúar 2020 um aðgengismál og úrbætur með hliðsjón af aðgengismálum fatlaðra.
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar bréfritara fyrir þarfa ábendingu og bendir jafnframt á að vinna vegna aðgengismála er hafin. Þarfagreining hefur verið unnin af hálfu Verkís vegna fasteigna og þjónustustofnana, einnig er umhverfis- og eignasvið Ísafjarðarbæjar að vinna að úttekt á gönguleiðum og stígakerfi sveitarfélagsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur sviðsstjóra að gera ráð fyrir úrbótum í fjárhagsáætlunargerð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur sviðsstjóra að gera ráð fyrir úrbótum í fjárhagsáætlunargerð.
14.Brimbrjótur, Suðureyri - umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2019120040
Lagt fram samkomulag ásamt viðaukum vegna uppbyggingar Fisherman ehf., um uppbyggingu á Iðnaðar- og athafnasvæði sem skilgreint er sem B20 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020
Fylgiskjal I, samkomulag ódagsett
Fylgiskjal II, Uppdráttur frá Verkís U20.001 dags. 14.02.2020
Fylgiskjal III, Updráttur frá Verkís U20.002 dags. 14.02.2020
Fylgiskjal I, samkomulag ódagsett
Fylgiskjal II, Uppdráttur frá Verkís U20.001 dags. 14.02.2020
Fylgiskjal III, Updráttur frá Verkís U20.002 dags. 14.02.2020
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindi til bæjarráðs.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?