Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Þórdís Sif Sigurðardóttir, starfandi bæjarstjóri, er viðstödd fundinn í gegnum fjarfundabúnað.
1.Framtíð og rekstur Edinborgarhússins - 2017100071
Fulltrúar stjórnar Edinborgarhússins mæta til fundar bæjarráðs.
Umræður fóru fram.
Jón Sigurpálsson og Ingi Björn Guðnason yfirgefa fundinn klukkan 08:47.
Gestir
- Jón Sigurpálsson og Ingi Björn Guðnason - mæting: 08:10
2.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2019/2020 - 2019090036
Kynnt er minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, starfandi bæjarstjóra, dags. 14. febrúar sl., með tillögum að sérreglum fyrir byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020 á Flateyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera tillögu að sérreglum um byggðakvóta á Flateyri og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
Hinrik yfirgefur fundinn klukkan 09:08
Gestir
- Hinrik Greipsson, ráðgjafi Ísafjarðarbæjar í byggðakvótamálum - mæting: 08:51
3.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047
Farið er yfir verkefnalista af bæjarráðsfundum.
Farið yfir verkefnalista bæjarráðs.
4.Ráðning bæjarstjóra 2020 - 2020020031
Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar mun leggja til við bæjarstjórn að ráða Birgi Gunnarsson í starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, á næsta bæjarstjórnarfundi.
Birgir hefur störf 1. mars n.k.
Birgir hefur störf 1. mars n.k.
Bæjarfulltrúi Í-listans, Arna Lára Jónsdóttir, óskar eftir skriflegum svörum frá bæjarstjóra um hversu háan kostnað bæjarstjóraskiptin munu hafa í för með sér á bæjarsjóð og upplýsingar um húsnæðismál bæjarstjóra og á hvaða kjörum hann mun fá að leigja efstu hæðina á Sindragötu 4a og hvers vegna hætt hafi verið við að selja þá íbúð.
5.Slökkviliðsstöðin á Flateyri, sala og hýsing bifreiðar - 2020020027
Björgunarsveitin Sæbjörg óskar eftir samtali við Ísafjarðarbæ um kaup á húsnæði slökkviliðsins á Flateyri og hýsingu slökkviliðsbíls og annars búnaðar slökkviliðsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
6.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - 2020010031
Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2020. Um er að ræða búnaðarkaup fyrir aðgerðarstjórn almannavarna að fjárhæð 500.000,-. Þessum kostnaði er mætt með lækkun á ófyrirséðum kostnaði. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður samantekins A og B hluta Ísafjarðarbæjar er því kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 168.000.000,-. Áhrifin á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 24.000.000,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
7.Vinnumálastofnun - aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi - 2020020030
Lagður er fram tölvupóstur Guðrúnar Stellu Gissurardóttur, forstöðumanns hjá Vinnumálastofnun, dags. 13. febrúar sl., þar sem leitað er til sveitarfélaga um vinnustaðapláss í tengslum við nám fyrir hluta innflytjenda á atvinnuleysisskrá á norðanverðum Vestfjörðum.
Bæjarráð tekur jákvætt í beiðni Vinnumálastofnunar og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
8.Framkvæmdafé Þingeyrar - 2017010043
Lagt er fram bréf hverfisráðsins Íbúasamtakanna Átak, Þingeyri, dags. 10. febrúar sl., þar sem óskað er eftir heimild til að nýta framkvæmdafé áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram, gera framkvæmdaáætlun fyrir árið 2020 með fulltrúum hverfisráðsins og leggja fyrir bæjarráð.
9.Ruslahreinsun á Hornströndum - 2018020088
Lagt fram erindi Gauta Geirssonar dags. 31. janúar 2020 vegna hreinsunar í friðlandi Hornstranda. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja styrkbeiðni um hreinsun á Hornströndum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindið.
10.Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur - 2018020100
Á 534. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 12. febrúar sl., var tekinn fyrir tölvupóstur Egils Þórarinssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 27. desember sl. þar sem óskað var umsagnar vegna frummatsskýrslu um vegagerð á Vestfjarðarvegi (60) um Dynjandisheiði og á Bíldudalsvegi (63). Lagt er til að bæjarráð taki undir bókun skipulags- og mannvirkjanefndar, sem er svohljóðandi:
„Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur frummatsskýrslu vegna vegagerðar þ.e. Vestfjarðarvegur um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg uppfylla skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og geri grein fyrir framkvæmdinni á fullnægjandi hátt. Með hliðsjón af valkostum í frummatsskýrslu í áföngum I, II og III. Er það mat skipulags- og mannvirkjanefndar að þverun Vatnsfjarðar sé ákjósanlegasti kosturinn í leiðarvali í fyrsta áfanga þ.e. að farnar verði veglínur F2 eða F3, gera má ráð fyrir því að ásýnd í landslagi verði veruleg, hinsvegar felur umhverfismat í sér að samfélagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg sjónarmið séu metin. Veglínur F2 og F3 í áfanga I munu hafa jákvæð áhrif á þá sem munu dveljast í Vatnsfirði, þar með jákvæð áhrif á útivist og ferðamennsku. Einnig má gera ráð fyrir nokkuð neikvæðum áhrifum á fornleifar og gróður við leiðarval A1 og A 3 í áfanga I. Í áfanga II eru lagðir fram eftirfarandi valkostir þ.e. veglínur F, B2, D og E. Í samanburði valkosta er leið E frá Norðurdalsár og norður fyrir Botnshestinn þ.e. jarðgangaleiðin ákjósanlegasti kosturinn með tilliti til umhverfisáhrifa framkvæmdarinnar. Í framhaldi áfanga II er Veglína F um Dynjandisvog ákjósanleg m.t.t. umferðaröryggissjónarmiða og minna rasks á fornminjum. Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að leið F verði farin um Dynjandisvog og að ásýnd framkvæmdarinnar verði lágmörkuð með mótvægisaðgerðum. Nefndin leggst gegn leiðarvali D þar sem hún uppfyllir ekki viðmið um hönnunarstaðla, þar sem forsendur framkvæmdarinnar er styrking samfélags með bættum samgöngum og með m.t.t. umferðaröryggis. Í áfanga III: Bíldudalsvegur, Bíldudalsflugvöllur-Vestfjarðarvegur er lagt upp með veglínur x, y og z. Almenn sátt virðist ríkja á milli Vegagerðar og landeigenda með veglínu Z og leggur Vegagerðin til að sú leið verði valin. Nefndin tekur undir sjónarmið Vegagerðar.“
Bæjarráð tekur undir bókun skipulags- og mannvirkjanefndar.
Bæjarráð tekur undir bókun skipulags- og mannvirkjanefndar.
11.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 2018060074
Bæjarstjóri leggur til að nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss taki aftur upp störf þar sem ekki barst tilboð í byggingu, en lokaskýrsla nefndarinnar var kynnt á 15. fundi nefndarinnar sem haldinn var 9. október sl.
Lagt fram til kynningar.
12.Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum - 2020010075
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 12. febrúar sl. þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns), 119. mál. Umsagnarfrestur er til 27. febrúar nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í velferðarnefnd.
13.Frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga - 2020010075
Lagður fram tölvupóstur Jóhönnu Sigurjónsdóttur, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dagsettur 12. febrúar sl., með drögum að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frestur til að skila umsögn er til og með fimmtudagsins 24. febrúar nk.
Bæjarráð telur að lögin muni hafa jákvæð áhrif á starfsemi sveitarfélaga, styrki þau og auðveldi að veita betri þjónustu. Bæjarráð telur mikilvægt að Jöfnunarsjóði séu tryggð framlög til að styðja við sameiningar sveitarfélaga.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.
14.Fundargerðir 2019-2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2019090035
Lagður er fyrir fundinn tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar, sviðsstjóra rekstrar- og útgáfusviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. febrúar sl. ásamt fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sm haldinn var föstudaginn 31. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.
15.Fræðslunefnd - 413 - 2002007F
Lögð er fram fundargerð 413. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 13. febrúar sl. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.
16.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 534 - 2002001F
Lögð er fram fundargerð 534. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 12. febrúar sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 534 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nora Seafood ehf. fái lóð við Æðartanga 6, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 534 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Gamla spýtan ehf. fái lóð við Æðartanga 8, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjald í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 534 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Gamla spýtan ehf. fái lóð við Æðartanga 10, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 534 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð við Æðartanga 12, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 534 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð við Æðartanga 14, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 534 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð við Æðartanga 16, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.
17.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 93 - 2001021F
Lögð er fram fundargerð 93. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 11. febrúar sl. Fundargerðin er í 4 lið.
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 93 Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja styrkbeiðni um hreinsun á Hornströndum.
Fundi slitið - kl. 10:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?