Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Rotþrær og seyra 2020 - 2020010029
Umræður um þjónustu við rotþrær í sveitafélaginu með tilliti til reglugerða. Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir skýrsluhöfundi á fund nefndar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir minnisblaði frá Verkís með samanburði valkosta vegna losunar rotþróa í sveitarfélaginu.
Gestir
- Jóhann Birkir Helgason - mæting: 08:18
2.Ruslahreinsun á Hornströndum - 2018020088
Lagt fram erindi Gauta Geirs dags. 31.1.2020 vegna hreinsunar í friðlandi Hornstranda.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja styrkbeiðni um hreinsun á Hornströndum.
3.Glersöfnun frá heimilum - 2019010001
Glersöfnun í sveitarfélaginu. Á árinu 2019 var safnað 1200 kg af gleri í 5 kör sem er búið að dreifa í sveitarfélaginu. Til að auka árangur leggur umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar til að glersöfnunarkörum verði fjölgað um 2 kör á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd lýsir yfir ánægju með árangur í glersöfnun í sveitarfélaginu og samþykkir fjölgun á glerkörum.
4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030
Eftirfarandi erindi var vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar af 533. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 29. jan., sl.
Umhverfisfulltrúa falið að skoða skýrslu með hliðsjón af lagabreytingum.
Fundi slitið - kl. 09:37.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?