Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Starfslok Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra - 2020010101
Lagður er fram til staðfestingar starfslokasamningur Guðmundar Gunnarssonar, fráfarandi bæjarstjóra, dags. 26. janúar 2020.
Bæjarráð samþykkir starfslokasamninginn.
2.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2019/2020 - 2019090036
Lagt er fram á ný bréf Jóns Þrándar Stefánssonar og Kristjáns Skarphéðinssonar, dags. 30. desember sl., þar sem sveitarfélögum er m.a. veitt heimild til að óska eftir sérstökum skilyrðum varðandi úthlutun byggðakvóta.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að vinna að sérstökum skilyrðum varðandi úthlutun byggðakvóta og leggja tillögur fyrir bæjarstjórnarfund.
3.Snjóflóð í Önundarfirði og Súgandafirði 14.1.2020 - 2020010042
Á 209. fundi hafnarstjórnar var lagt fram minnisblað hafnarstjóra vegna ástands og framvindu björgunar í Flateyrarhöfn í kjölfar snjóflóðs er féll í höfnina 14. janúar sl.
Hafnarstjórn hefur ákveðið að koma öllum búnaði og aðstöðu við Flateyrarhöfn í fyrra horf til að halda áfram að þjónusta skip og báta sem gera út frá höfninni. Hafnarstjórn óskar eftir því að bæjarstjórn og samgönguyfirvöld láti skoða mögulegar leiðir til að verja höfnina fyrir snjóflóðum.
Hafnarstjórn hefur ákveðið að koma öllum búnaði og aðstöðu við Flateyrarhöfn í fyrra horf til að halda áfram að þjónusta skip og báta sem gera út frá höfninni. Hafnarstjórn óskar eftir því að bæjarstjórn og samgönguyfirvöld láti skoða mögulegar leiðir til að verja höfnina fyrir snjóflóðum.
Kynnt.
4.Beiðni um fjárveitingu vegna kaupa á búnaði - 2020010087
Almannavarnarnefnd óskar eftir að bæjarráð og bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykki fjárveitingu til almannavarnarnefndar vegna kaupa á búnaði fyrir stjórnstöð aðgerðastjórnar, að fjárhæð kr. 500.000.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur vel í beiðnina og felur bæjarstjóra að finna fjármagn til verkefnisins.
5.Brimbrjótur, Suðureyri - umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2019120040
Eftirfarandi samkomulagi af afnoti lands, skilgreint sem B20, var vísað til bæjarráðs af 533. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 29. jan. sl.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna áfram að gerð samkomulags.
6.Boð um nýtingu forkaupsréttar á Hörpu ÍS 2843 - 2020010104
Kynnt er undirrituð yfirlýsing um að nýta ekki forkaupsrétt á skipinu Harpa ÍS 2843, dags. 31. janúar 2020.
Lagt fram til kynningar.
7.Framtíð og rekstur Edinborgarhússins - 2017100071
Umræður um þríhliðasamning um rekstrarframlög til Edinborgarhússins.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að vinna áfram að þríhliðasamkomulagi milli Edinborgarhússins, Ísafjarðarbæjar og ríkisins.
8.Endurskoðun á samstarfssamning 2020 - 2019110044
Drög að samstarfsamningi kynntur milli Ísafjarðarbæjar og Héraðssambands Vestfjarðar fyrir árið 2020.
Samningurinn lagður fram til samþykktar til eins árs með breytingu á 11. grein sem sett verður inn að nýju í samningi fyrir árið 2021. Lagt er til að samningurinn verði endurskoðaður í heild sinni í samstarfi við HSV fyrir árið 2021.
Samningurinn lagður fram til samþykktar til eins árs með breytingu á 11. grein sem sett verður inn að nýju í samningi fyrir árið 2021. Lagt er til að samningurinn verði endurskoðaður í heild sinni í samstarfi við HSV fyrir árið 2021.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að gera breytingar á samningnum í samræmi við umræður á fundinum og leggja til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.
Stefanía yfirgefur fundinn kl. 9:00.
Gestir
- Stefanía Ásmundsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:46
9.Umsókn um byggingarleyfi - Eyrarskjól viðbygging - 2019040056
Lögð fram framvinduskýrsla vegna viðbyggingar við Eyrarskjól, fyrir desember 2019. Umsjón og eftirlit Sveinn D. K. Lyngmo, f.h. Tækniþjónustu Vestfjarða
Lagt fram til kynningar.
10.Sindragata 4A, útboð og framkvæmd verkþátta. - 2018050038
Lagðar fram fundargerðir verkfundar nr. 27-34, vegna framgangs Sindragötu 4a.
Lagt fram til kynningar.
11.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarstjóra, dags. 31. janúar sl., vegna kauptilboðs og tilboðs Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða um langtímaleigu íbúða í Sindragötu 4a, Ísafirði.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur jákvætt í erindin og felur bæjarstjóra að vinna þau áfram.
12.Áætlaður niðurskurður Vegagerðarinnar í vetrarþjónustu - 2020010105
Umræður um áætlaðan niðurskurð á vetrarþjónustu Vegagerðarinnar.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar bendir á mikilvægi þess að halda uppi þjónustustigi Vegagerðarinnar. Bæjarráð leggur mikla áherslu á að haldið verði áfram 7 daga mokstri í Ísafjarðardjúpi.
13.Tillögur nefndar um framtíðarstarfsemi á Hrafnseyri við Arnarfjörð - 2020010106
Kynnt er skýrsla nefndar sem falið var það verkefni að gera tillögur að framtíðarstarfsemi á Hrafnseyri við Arnarfjörð og fyrirkomulag hennar, ásamt því að skoða mögulega samlegð eða tengingu þeirrar opinberu menningarstarfsemi sem tileinkuð er ævi og minningu Jóns Sigurðssonar. Skýrslan ber heitið Arfleifð Jóns Sigurðssonar, skýrsla nefndar um inntak, stjórnsýslu og miðlun og er gefin út af forsætisráðuneytinu í september 2019.
Lagt fram til kynningar.
14.Fræðslunefnd - 412 - 1912012F
Lögð er fram fundargerð 412. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 23. janúar sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
15.Hafnarstjórn - 209 - 2001014F
Lögð er fram fundargerð 209. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 23. janúar sl. Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
16.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 533 - 2001012F
Lögð er fram fundargerð 533. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 29. janúar sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 533 Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur að tillaga að matsáætlun vegna dýpkunar Sundahafnar uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og geri grein fyrir framkvæmdinni á fullnægjandi hátt.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 533 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að EBS ehf. fái lóð við Ártungu 2, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 533 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamning vegna fasteignar að Hjallaveg 2, Suðureyri.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 533 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Eyrargötu 4, Suðureyri.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 533 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar við Urðarveg 32, Ísafirði.
17.Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 3 - 1912008F
Lögð er fram fundargerð 3. fundar starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal sem haldinn var 13. janúar sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
18.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 92 - 1912022F
Lögð er fram fundargerð 92. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 28. janúar sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:24.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?