Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
533. fundur 29. janúar 2020 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur - 2018020100

Á 1088. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, sem haldinn var 6. janúar sl., var lagður fram tölvupóstur Egils Þórarinssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsettur 27. desember sl., þar sem óskað er umsagnar um frummatsskýrslu um vegagerð á Vestfjarðavegi (60) um Dynjandisheiði og á Bíldudalsvegi (63).
Bæjarráð vísaði umsagnarbeiðninni um frummatsskýrsluna til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Gögn lögð fram til kynningar.

2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Á 1088. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar sem haldinn var 6. janúar sl., var lagður fram tölvupóstur Hildar Guðjónsdóttur f.h. Samgöngustofu, dagsettur 16. desember sl., þar sem kynntar eru breytingar á umferðarlögum sem tóku gildi um áramótin.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar og felur nefndinni að skoða breytingarnar m.a. m.t.t. umferðisöryggisáætlunar Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindi til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

3.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026

Lögð er fram Tillaga að matsáætlun, vegna mats á umhverfisáhrifum vegna dýpkunar við Sundabakka á Ísafirði. Tillagan er dagsett 21.11.2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur að tillaga að matsáætlun vegna dýpkunar Sundahafnar uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og geri grein fyrir framkvæmdinni á fullnægjandi hátt.

4.Dagverðardalur 2 fyrirspurn um stækkun. - 2016050066

Hugrún Þorsteinsdóttir sækir um byggingarleyfi f.h. Axar ehf. vegna stækkunar og endurbóta sumarhúss við Dagverðardal nr. 2, fylgigögn eru umsókn ásamt gátlista dags. 16.12.2019 og uppdráttur frá 11Mávar ehf. dags. 16.12.2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar grenndarkynningu sbr. II. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Grenndarkynna skal fyrir aðliggjandi lóðarhöfum að Dagverðardal 1 og 3

5.Ártunga 2. Umsókn um lóð. - 2018040033

Einar Birkir Sveinbjörnsson sækir um lóð f.h. EBS ehf., sótt er um lóð við Ártungu 2. Fylgigögn eru umsókn dags. 17. des. 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að EBS ehf. fái lóð við Ártungu 2, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

6.Hjallavegur 2, Suð. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019110058

Kristjan Óskar Ásvaldsson, f.h. Berta G ehf, sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi við Hjallaveg 2 á Suðureyri. Meðfylgjandi er umsókn dags. 19. nóvember 2019 og mæliblað Tæknideildar dags. 23.janúar 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamning vegna fasteignar að Hjallaveg 2, Suðureyri.

7.Eyrargata 4, Suðureyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019110011

Kristjan Óskar Ásvaldsson, f.h. dánarbús Guðbjörns Kristmannssonar, sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi við Eyrargötu 4 á Suðureyri. Meðfylgjandi er umsókn dags. 4. nóvember 2019 og mæliblað Tæknideildar dags. 20. janúar 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Eyrargötu 4, Suðureyri.

8.Urðarvegur 32. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamning - 2019090072

Grétar Þórðarson sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi við Urðarveg 32, á Ísafirði. Meðfylgjandi er umsókn dags. 12. september 2019 og mæliblað tæknideildar dags. 20. janúar 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar við Urðarveg 32, Ísafirði.

9.Brimbrjótur, Suðureyri - umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2019120040

Ódagsettur afnotasamningur milli Ísafjarðarbæjar og félagsins Nostalgía ehf., um afnot af landi á svæði B20 í Súgandafirði kynntur fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar samkomulagi af afnoti lands skilgreint sem B20 til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?