Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Brimbrjótur, Suðureyri - umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2019120040
Elías Guðmundsson sækir um lóð, f.h. Nostalgíu ehf., á Iðnaðar- og athafnasvæði B20 við brjótinn Suðureyri. Meðfylgjandi umsókn er erindisbréf undirritað af Jóhanni Birki Helgasyni, f.h. Nostalgíu ehf., Klofnings ehf. og Fisherman ehf.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tók erindið fyrir á 531. fundi sínum 11. desember sl., og hafnaði umsókninni með vísan í að ekki séu lóðir klárar til úthlutunar, nefndin lagði til við bæjaryfirvöld að boða framkvæmdaraðila til fundar, sbr. bréf hans dags. 06.12.2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tók erindið fyrir á 531. fundi sínum 11. desember sl., og hafnaði umsókninni með vísan í að ekki séu lóðir klárar til úthlutunar, nefndin lagði til við bæjaryfirvöld að boða framkvæmdaraðila til fundar, sbr. bréf hans dags. 06.12.2019.
Jóhann Birkir yfirgefur fundinn kl. 8:28.
Gestir
- Jóhann Birkir Helgason, Verkís - mæting: 08:05
2.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047
Farið er yfir verkefnalista af bæjarráðsfundum.
Umræður voru um verkefni sem komið hafa til á bæjarráðsfundum.
3.Sjókvíaeldi ÍS 47 ehf. í Önundarfirði - 2013110015
Lagður fram tölvupóstur Hjartar Methúsalemssonar, f.h. Matvælastofnunar, dagsettur 11. desember sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna umsóknar ÍS-47 ehf. um rekstrarleyfi fyrir sjókvíeldi í Önundarfirði.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísar beiðninni um umsögn til skipulags- og mannvirkjanefndar.
4.Starfsmannamál - dómur Landsréttar - 2016110049
Kynntur tölvupóstur Eddu Andradóttur f.h. Juris, dagsettur 9. desember sl., varðandi dóm Landsréttar 29. nóvember sl., í máli nr. 105/2019 gegn Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar unir dómunum.
5.Hækkun fasteignagjalda hjá Ísafjarðarbæ - 2019120049
Lagt er fram bréf Árna Brynjólfssonar, formanns Búnaðarfélgsins Bjarma, dags. 10. desember sl., þar sem gerð er athugasemd við áformaða hækkun fasteignagjalda hjá Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að skoða málið og leggja aftur fyrir bæjarráð.
6.Arctic Mayors Forum - 2019120050
Lagður fram tölvupóstur Huldu Sifjar Hermannsdóttur, dagsettur 6. desember sl., vegna Arctic Mayors Forum.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna það áfram.
7.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál. - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 9. desember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál. Umsagnarfrestur er til 10. janúar nk.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar.
8.Drög að frumvarpi til fjarskiptalaga - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Rafnar Pétursdóttur f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dagsettur 10. desember sl., þar sem óskað er eftir umsögn um drög að frumvarpi til fjarskiptalaga, sem eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 6. janúar nk.
Lagt fram til kynningar.
9.Tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434. mál og tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034, 435. mál. - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis þar sem Ísafjarðarbæ eru sendar til umsagnar tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434. mál og tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034, 435. mál. Umsagnarfrestur er til 10. janúar nk.
Lagt fram til kynningar.
10.Fundargerðir heilbrigðisnefndar - 2019020071
Lagðar fram fundargerðir frá 125. og 126. fundum heilbrigðisnefndar, sem haldnir voru 5. og 11. desember sl.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
11.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 167 - 1912003F
Fundargerð 167. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 12. desember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 531 - 1912010F
Fundargerð 531. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 11. desember sl. Fundargerðin er í 10 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 531 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nostalgía ehf. fái lóð við Stefnisgötu nr. 5, Suðureyri skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 531 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nostalgía ehf. fái lóð við Skólagötu 8, Suðureyri, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjald í Ísafjarðarbæ.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Suðureyrarmala. Breytingin felur í sér að landnotkun Skólagötu 8,10 og A-Stíg 1 verði breytt úr íbúðarlóðum í lóðir fyrir blandaða starfsemi.
13.Aflamark Byggðastofnunar á Flateyri - 2018050083
Mál kynnt að nýju.
Árið 2013 var komið á aflamarki Byggðastofnunar til þess að styðja við byggðalög í bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Var þessu fyrirkomulagi komið á til þess að tryggja betri fyrirsjáanleika við úthlutun, styrkja útgerðir í þeim byggðarlögum sem hafa átt undir högg að sækja og úthluta heimildunum til lengri tíma.
Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða á Byggðastofnun að hafa samráð við viðkomandi sveitarfélag áður en skrifað er undir samning við samstarfsaðila. Bæjarráð hefur kynnt sér áform umsækjenda og haldið með þeim fund en vill árétta að sá kostur sem Byggðastofnun hefur kynnt er tillaga Byggðastofnunar sem á eftir að hljóta staðfestingu stjórnar stofnunarinnar.
Sem samráðsaðili telur bæjarráð Ísafjarðarbæjar mikilvægt að horft sé til þess hvaða áhrif úthlutun á aflmarki Byggðastofnunar hefur á núverandi útgerð og vinnslu á Flateyri. Bæjarráð leggur áherslu á að við úthlutun aflamarks stjórnar Byggðastofnunar séu heildar hagsmunir byggðalagsins hafðir að leiðarljósi og aflamarkið nýtist til sem mestrar verðmætasköpunar þar.
Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða á Byggðastofnun að hafa samráð við viðkomandi sveitarfélag áður en skrifað er undir samning við samstarfsaðila. Bæjarráð hefur kynnt sér áform umsækjenda og haldið með þeim fund en vill árétta að sá kostur sem Byggðastofnun hefur kynnt er tillaga Byggðastofnunar sem á eftir að hljóta staðfestingu stjórnar stofnunarinnar.
Sem samráðsaðili telur bæjarráð Ísafjarðarbæjar mikilvægt að horft sé til þess hvaða áhrif úthlutun á aflmarki Byggðastofnunar hefur á núverandi útgerð og vinnslu á Flateyri. Bæjarráð leggur áherslu á að við úthlutun aflamarks stjórnar Byggðastofnunar séu heildar hagsmunir byggðalagsins hafðir að leiðarljósi og aflamarkið nýtist til sem mestrar verðmætasköpunar þar.
Fundi slitið - kl. 10:01.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við umsækjendur.