Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
531. fundur 11. desember 2019 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði. Stefnisgata 5 - 2019090004

Elías Guðmundssson sækir um lóð f.h. Nostalgíu ehf., sótt er um lóð við Stefnisgötu nr. 5, Suðureyri. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 31.08.2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nostalgía ehf. fái lóð við Stefnisgötu nr. 5, Suðureyri skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

2.Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði. Skólagata 8 - 2019090005

Elías Guðmundssson sækir um lóð f.h. Nostalgíu ehf., sótt er um lóð við Skólagötu nr. 8, Suðureyri. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 31.08.2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nostalgía ehf. fái lóð við Skólagötu 8, Suðureyri, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjald í Ísafjarðarbæ.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Suðureyrarmala. Breytingin felur í sér að landnotkun Skólagötu 8,10 og A-Stíg 1 verði breytt úr íbúðarlóðum í lóðir fyrir blandaða starfsemi.

3.Núpur - Uppskipting lóða við Héraðsskólann - 2019110067

Hafsteinn Helgason óskar eftir því f.h. HérNú ehf., að bæjaryfirvöld heimili uppskiptingu lóðarinnar Núpur Héraðsskóli L140979 í þrjár lóðir, að stofnaðar verði tvær nýjar landeignir, sbr. meðfylgjandi uppdrátt dags. okt. 2019 ásamt meðfylgjandi kvöðum. Ásamt undirrituðu eyðublaði F550 dags. 25.10.2019 og erindisbréfi dags. 25. okt. 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu. Kvaðir um aðgengi að Sólvöllum og lóðum 2 og 3 og prestbústað þurfa að vera almennar.

4.Stefnisgata 4. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2019110006

Sigmundur Heiðar Árnason, sækir um lóð við Stefnisgötu 4, Suðureyri. Fylgigögn er undirrituð umsókn dags. 1. nóv. 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar til gr. 1.5 í úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar, þegar sótt er um lóð á skipulögðu svæði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi þarf að fylgja með lóðarumsókn grunnútlitsteikning af fyrirhugaðri byggingu og ítarlegar upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi í byggingunni.

5.Stefnisgata 6. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2019110005

Sigmundur Heiðar Árnason, sækir um lóð við Stefnisgötu 6, Suðureyri. Fylgigögn er undirrituð umsókn dags. 1. nóv. 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar til gr. 1.5 í úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar, þegar sótt er um lóð á skipulögðu svæði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi þarf að fylgja með lóðarumsókn grunnútlitsteikning af fyrirhugaðri byggingu og ítarlegar upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi
í byggingunni.

6.Stefnisgata 8. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2019110004

Sigmundur Heiðar Árnason, sækir um lóð við Stefnisgötu 8, Suðureyri. Fylgigögn er undirrituð umsókn dags. 1. nóv. 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar til gr. 1.5 í úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar, þegar sótt er um lóð á skipulögðu svæði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi þarf að fylgja með lóðarumsókn grunnútlitsteikning af fyrirhugaðri byggingu og ítarlegar upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi
í byggingunni.

7.Stefnisgata 10. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2019110003

Sigmundur Heiðar Árnason, sækir um lóð við Stefnisgötu 10, Suðureyri. Fylgigögn er undirrituð umsókn dags. 1. nóv. 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar til gr. 1.5 í úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar, þegar sótt er um lóð á skipulögðu svæði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi þarf að fylgja með lóðarumsókn grunnútlitsteikning af fyrirhugaðri byggingu og ítarlegar upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi
í byggingunni.

8.A stígur 4, Suðureyrarmalir. Umsókn um lóð - 2019120036

Sigmundur Heiðar Árnason, sækir um lóð við A-Stíg nr. 4, Suðureyri. Fylgigögn er undirrituð umsókn ódags.
Ekki er hægt að úthluta lóð við A-götu 4, þar sem lóðin er ekki auglýst til úthlutunar á lóðarlista Ísafjarðarbæjar. Jafnframt vegna skörunar við þinglýst lóðarréttindi við Freyjugötu 4.

9.Brimbrjótur, Suðureyri - umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2019120040

Elías Guðmundsson sækir um lóð, f.h. Nostalgíu ehf., á Iðnaðar- og athafnasvæði B20 við brjótinn Suðureyri. Meðfylgjandi umsókn er erindisbréf undirritað af Jóhanni Birki Helgasyni, f.h. Nostalgíu ehf., Klofnings ehf. og Fisherman ehf.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar umsókn með vísan í að ekki séu lóðir klárar til úthlutunar, nefndin leggur til við bæjaryfirvöld að boða framkvæmdaraðila til fundar, sbr. bréf framkvæmdaraðila dags. 06.12.2019.

10.Smiðjustígur 2. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2019110007

Sigmundur Heiðar Árnason, sækir um lóð við Smiðjustíg 2, Suðureyri. Fylgigögn er undirrituð umsókn dags. 1. nóv. 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar til gr. 1.5 í úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar, þegar sótt er um lóð á skipulögðu svæði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi þarf að fylgja með lóðarumsókn grunnútlitsteikning af fyrirhugaðri byggingu og ítarlegar upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi
í byggingunni.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?