Vortiltekt í Ísafjarðarbæ
07.05.2018
Sorpmál og endurvinnsla
Ísafjarðarbær hefur forgöngu um vortiltekt í samvinnu við íbúa, skóla og fyrirtæki. Markmiðið er að gera Ísafjarðarbæ að enn fallegri og skemmtilegri bæ, íbúum sínum til sóma.
Til að ná því markmiði munu leikskólar, grunnskólar og aðrar stofnanir bæjarins taka þátt.
Einnig verður, líkt og í fyrra, leitað til íbúa, hverfaráða og fyrirtækja í bænum og vonast til að allir leggist á eitt um að taka til og fegra umhverfi Ísafjarðarbæjar. Starfsmenn Ísafjarðarbæjar munu aðstoða þátttakendur með því að taka við rusli sem tínt hefur verið saman og koma því í endurvinnslu eða urðun. Ísafjarðarbær leggur til gáma fyrir þetta átak, en nauðsynlegt er að upplýsa umhverfisfulltrúa um dagsetningu, tíma, staðsetningu o.s.frv. til að skipuleggja átakið.
• Gámar undir garðaúrgang verða fram í byrjun júní í Hnífsdal, á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.
• Garðaúrgangsgámur verður til staðar allan sólarhringinn á gámasvæði Funa, Ísafirði.
Athugið að mjög mikilvægt er að einungis garðaúrgangur fari í þessa gáma.
Aðilar munu sjálfir skipuleggja átak þar sem tekið er til hverfinu, í kringum fyrirtækið eða skólann og hvetjum við fólk til að hafa frumkvæði að þeirri skipulagningu. Endilega hafið samband í gegnum póstfangið umhverfisfulltrui@isafjordur.is
Á meðfylgjandi mynd má sjá fyrirhugaða staðsetningu gáma undir garðaúrgang.