Vísindaport - Vopnahlé komið á
Síðastliðinn sunnudag 11. nóvember voru liðin hundrað ár frá því að fyrri heimsstyrjöldinnni lauk og af því tilefni komu leiðtogar ríkja heims saman í París til að minnast þessa dags. Það er því vel við hæfi að fjallað verði um þennan merka viðburð í Vísindaportinu. Gestur okkar Jóna Símonía Bjarnadóttir mun fjalla um stríðið frá ýmsum sjónarhornum en megin áherslan verður á vesturvígstöðvarnar.
Jóna Símonía er með BA-próf í sagnfræði frá HÍ, Uppeldis- og kennslufræði frá KHÍ, diplómu í safnafræði og lauk hún sl. vor MLIS-gráðu (Master of Library & Information Science). Jóna Símonía vann sem héraðsskjalavörður 1993-2010 og var einnig forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða 1998. Frá árinu 2010 hefur hún verið forstöðumaður Safnahússins á Ísafirði.
Vísindaportið fer fram í kaffistofu Háskólaseturs kl. 12:10-13. Allir velkomnir.