Vísindaport - Varnir og viðbrögð gegn laxalús
Á undanförnum árum hefur orðið bylting í vörnum og viðbrögðum við laxalús. Sumar þær breytingar sem hafa orðið á stjórnun þessa vandamáls hafa komið af illri nauðsyn en reynast þó kannski þegar upp er staðið til hins góða. Gestur Vísindaports vikunnar er Sigríður Gísladóttir dýralæknir og mun hún í erindi sínu fara yfir þær leiðir og aðferðir, bæði fyrirbyggjandi og til meðhöndlunar, sem helst gagnast í dag, og geta komið að notum í íslensku sjókvíaeldi á laxi.
Sigríður er önnur tveggja dýralækna fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun. Sinnir hún eftirliti, fræðslu og stjórnsýslu með heilbrigði og velferð fiska á Íslandi. Áður starfaði Sigríður sem dýralæknir í heilbrigðisþjónustu í fiskeldi í Noregi.
Vísindaportið fer fram í kaffistofu Háskólaseturs og hefst kl. 12:10. Allir velkomnir.