Vísindaport - Styrkir, ungir frumkvöðlar og Evrópumiðstöð
Í Vísindaporti vikunnar mun Mjöll Waldorff verkefnastjóri hjá Evrópumiðstöð Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands fara fyrir innlenda og erlenda styrkjamöguleika og skiptiáætlanir fyrir frumkvöðla.
Meðal þess sem Mjöll mun fjalla um er þjónusta Enterprise Europe Network og Erasmus for young entrepreneurs. Hún mun jafnframt fjalla um Evrópustyrki á borð við, Cosme, Eurostar, H2020, Erasmus+ og Creative Europe. Einnig mun hun koma inn á Tækniþróunarsjóð og nýja styrki.
Hér er gott tækifæri fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á svæðinu til að kynna sér alla þá möguleika sem eru í boði. Hægt verður að bóka tíma hjá Mjöll og öðrum starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar fyrir eða eftir fundinn til að ræða einstök verkefni og fara betur yfir málin með því að senda póst á sirry@nmi.is eða hringja í síma 522-9462.
Vísindaportið er opið öllum og mun að þessu sinni fara fram á íslensku.