Vísindaport - Lífslokameðferð

Í vísindaporti vikunnar mun Þórunn Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur, kynna meistaraverkefni sitt sem hún vann við Háskólann á Akureyri.
Markmið rannsóknarinnar var að forprófa réttmæti og áreiðanleika íslensku útgáfu mælitækisins End-of-Life care ásamt því að kanna reynslu íslenskra hjúkrunarfræðinga af umönnun deyjandi sjúklinga og að skoða hugsanleg tengsl á milli bakrunnsbreyta. Að auki var markmiðið að kanna reynslu og viðhorf hjúkrunarfræðinga til meðferðarferlisins Liverpool Care Pathway (LCP). En LCP meðferðarferlið á að auðvelda heilbrigðisstarfsfólki að veita deyjandi sjúklingum og fjölskyldum þeirra hágæða umönnun.
Þórunn Pálsdóttir starfar sem hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Hún lauk BS prófi í hjúkrun árið 2002 frá Háskólanum á Akureyri og meistaraprófi frá sama skóla árið 2014.