Vísindaport - Að setja sér markmið

Gestur Vísindaports í þessari viku er Dr. Eve M. Preston, sálfræðingur og mun hún í erindi sínu tala um markmiðasetningu. Hver sem markmiðin kunna að vera ætlar Eve að útskýra nokkrar einfaldar aðferðir, sem byggja á vísindalegum rannsóknum, sem miða að því að auka líkurnar á að markmið náist og draumar verði að veruleika. Þá mun hún fjalla um hvernig hægt er að brjótast út úr þeim vítahring, sem margir þekkja, að setja sér markmið en ná þeim svo ekki.
 
Eve starfar í New York borg í Bandaríkjunum en er mikill Íslandsvinur og heimsækir nú Háskólasetrið í annað sinn. Áður hefur hún flutt þar fyrirlestur um reiðistjórnun. Hún hefur starfað sem sálfræðingur í 15 ár og sérhæfir sig í að aðstoða fólk við að ryðja úr vegi hindrunum í átt að hamingju með hagnýtar lausnir í forgrunni.
 
Vísindaportið fer fram í kaffistofu Háskólaseturs og hefst kl. 12.10. Það er að venju öllum opið en fyrirlestur vikunnar fer að þessu sinni fram á ensku.