Vinnslutillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020: Landfylling norðan Skutulsfjarðareyrar
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar birtir til kynningar, vinnslutillögu breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 skv. II. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010.
Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að auka byggingarland fyrir íbúðir á Ísafirði. Landfyllingin verður norðan Skutulsfjarðareyrar, nánar tiltekið frá Norðurtanga að Eyrargötu 2-4.
Fyrirhugað er að nýta efni í landfyllinguna sem fellur til vegna dýpkunar við Sundabakka á Ísafirði.
Aðalskipulagsbreytingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Fyrirhuguð landfyllingin er undir 5 ha að umfangi er því ekki háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda. Aðalskipulagsbreytingin felur ekki í sér landnotkun sem kallar á mat á umhverfisáhrifum framkvæmda.
Vinnslutillagan er aðgengileg á uppdrætti og greinargerð með forsendum breytinga ásamt umhverfismati, í afgreiðslu á bæjarskrifstofum Ísafjarðarbæjar og hér fyrir neðan.
Vakin er athygli á því að aðeins er um að ræða vinnslutillögu breytinga á aðalskipulagi en ekki formlega auglýsingu.
Samráðs- og kynningarfundur fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila verður auglýstur í kjölfarið.
Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar