Vinnslutillaga aðalskipulagsbreytinga vegna Réttarholtskirkjugarðs
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar birtir til kynningar, vinnslutillögu breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 skv. II. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010.
Tilgangur breytinganna er að skapa svigrúm fyrir stækkun og uppbyggingu Réttarholtskirkjugarðs í Engidal í Skutulsfirði. Markmið Ísafjarðarbæjar með skipulagsgerðinni er að tryggja nægt framboð legstaða í Skutulsfirði fyrir öll trúfélög. Einnig að tryggja að framkvæmdir valdi sem minnstum neikvæðum áhrifum á umhverfið og að vandað verði til umhverfisfrágangs.
Aðalskipulagsbreytingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Áhrif skipulagsins á þá þætti umhverfisins sem gætu orðið fyrir áhrifum eru metin samhliða gerð skipulagsins og mið tekið af niðurstöðum matsins við útfærslu þess.
Umsagnir og athugasemdir í skipulagsferlinu eru aðgengilegar í gegnum Skipulagsgáttina: skipulagsgatt.is, mál nr. 574/2024. Hægt að skila ábendingum við tillögugerðina, rafrænt um skipulagsgáttina eða til skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar: skipulag@isafjordur.is til 20. desember 2024, þar sem einnig er hægt að fá nánari upplýsingar og leiðbeiningar. Uppdráttur og greinargerð með forsendum breytinga ásamt umhverfismati er einnig til sýnis á bæjarskrifstofum Ísafjarðarbæjar.
Opið hús verður haldið hjá umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar, 4. hæð Stjórnsýsluhússins að Hafnarstræti 1 á Ísafirði, þann 29. nóvember 2024, milli klukkan 10 og 12, þar sem er hægt að kynna sér vinnslutillöguna nánar.
Vakin er athygli á því að aðeins er um að ræða vinnslutillögu breytinga á aðalskipulagi en ekki formlega auglýsingu.
Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar