Vika 38: Dagbók bæjarstjóra 2024
Bæjarstjóri stiklar á stóru um verkefni sumarsins í fyrstu dagbókarfærslu haustsins.
Haustið er mætt með sína fallegu liti og föstu verkefni. Ég hef verið að löt í að skrifa dagbók undafarið en næg eru verkefnin. Ég er eitthvað að hugsa hvernig ég þróa þessa upplýsingamiðlun áfram.
Haustið er líka tími sem sumarverkefnin eru gerð upp. Miklar framkvæmdir hafa verið á Sundabakka og fer að sjá fyrir endann á því stóra verkefni. Framkvæmdir við keppnisvöllinn á Torfnesi, Kerecisvöllinn, hafa gengið mjög vel. Safnahúsið fer að verða klárt fyrir 100 ára afmælið á næsta ári en þar var verið að vinna í kjallaranum og málað. Vinna við hreinsistöðvarnar mjakast. Hér er tæpt á stóru.
Hér koma nokkrar myndir af nokkrum sumarverkum. Pínu glatað að vera ekki með neina mynd af Þingeyri en ég hefði betur smellt af nokkrum þegar ég var í vikunni. Þar er helst verið verið vinna í nýrri hreinsistöð og gatnaframkvæmdum.
Nýr körfuboltavöllur hefur verið gerður við íþróttahúsið á Torfnesi og var opnaður í síðustu viku.
Malbikunarframkvæmdir á Suðurtanga á Ísafirði.
Tjarnargata á Flateyri var malbikuð í sumar.
Endurbætur hafa verið gerðar á félagsheimilinuí Hnífsdal, meðal annars heilmálun og gluggaskipti.
Nýr keppnisvöllur á Torfnesi, Kerecisvöllurinn, var vígður í sumar og hafa framkvæmdir í kringum
hann haldið áfram fram á haust, t.d. malbikun á bílastæði milli keppnis- og æfingarvallar.
Hundasvæði var loksins opnað við Suðurgötu á Ísafirði.
Safnahúsið á Ísafirði verður 100 ára á næsta ári.
Kynning á félagsstarfi á norðanverðum Vestfjörðum, Í góðum félagsskap, fór fram í Edinborgarhúsinu um helgina.
Aðgengi að fyrirtækjum í miðbæ Ísafjarðar var bætt með stuðningi Römpum upp Ísland.