Viðbragðsáætlun fyrir Flateyri samþykkt í almannavarnanefnd
21.12.2020
Fréttir
Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps samþykkti nýja viðbragðsáætlun vegna snjóflóðahættu á Flateyri á 35. fundi sínum þann 14. desember sl.
Í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri þann 14. janúar hefur nýtt rýmingarkort verið gefið út af Veðurstofu Íslands, sem byggt er á endurskoðuðu hættumati. Í ljósi þess útbjó almannavarnanefnd viðbragðsáætlun vegna snjóflóðahættu á Flateyri sem byggir á rýmingarkortinu.
Í áætluninni er m.a. farið yfir viðbrögðin við mismunandi viðbúnaðarstigum vegna snjóflóðahættu og verklag í kringum nýtt viðvörunarljós á hafnarsvæði Flateyrar.
Viðbragðsáætlunin í heild sinni