Viðbragðsáætlun almannavarna vegna hópslysa
Viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum hefur verið kynnt fyrir bæjarráði en hún kom út þann 10. febrúar 2023. Áætlunin er gerð til að tryggja skipulögð viðbrögð við hópslysum og að þolendum berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma.
Áætlunin er unnin af almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum, almannavarnanefndum Vesturbyggðar og Tálknafjarðar, Bolungarvíkur, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps, ásamt fleiri hjálpar- og björgunaraðilum sem starfa innan umdæmisins, og segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar hópslyss í umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum.
Í reglugerð um efni og gerð viðbragðsáætlana kemur fram að sveitarfélög og stofnanir á þeirra vegum skulu gera viðbragðsáætlun þar sem gerð er grein fyrir viðbrögðum og aðgerðum í almannavarnaástandi. Almannavarnanefndir sveitarfélaganna skulu gera viðbragðsáætlanir sem ná til umdæma þeirra og varða viðbrögð og aðgerðir í samræmi við hættumat umdæmisins.
Viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum