Útileikir á Ísafirði í sumar
07.06.2022
Fréttir
Mynd: Ulf Bodin
Skóla- og tómstundasvið hefur ráðið Halldóru Jónasdóttur til að sjá um útileiki á Ísafirði í sumar fyrir krakka á aldrinum 10-13 ára, tvisvar sinnum í viku frá kl. 20-22.
Hægt er að fylgjast með á Facebook-síðunni Útileikir á Ísafirði 10-13 ára hvað verður gert í hvert sinn og hvar á að hittast.
Engin þörf er að skrá krakkana heldur eru öll börn á þessum aldri velkomin og mæta þau á fyrirfram ákveðnum stað, yfirleitt á túninu milli MÍ og Sólborgar.