Úthlutað úr sumarviðburðasjóði hafna Ísafjarðarbæjar
Úthlutað hefur verið úr sumarviðburðasjóði hafna Ísafjarðarbæjar. Þetta er í fyrsta sinn sem sjóðurinn veitir styrki og var áhersla lögð á viðburði á tímum er skemmtiferðaskip eru í höfn í sveitarfélaginu. Markmiðið með úthlutununum er að styrkja og bæta bæjarbraginn í tengslum við skemmtiferðaskipakomur.
Heildarupphæð til ráðstöfunar var 5.000.000. kr. 22 umsóknir bárust þar sem sótt var um fyrir rúmar 16 milljónir króna og var ákveðið að veita eftirfarandi 12 verkefnum styrk í þessari úthlutun:
Miðvikuröð, Skúli Þórðarson, 800.000 kr.
Hljómórar syngja fyrir ferðamenn í Neðstakaupstað, Jóngunnar Biering Margeirsson, 800.000 kr.
Flæðisker — Opin myndlistarsýning í Tungu, Rannveig Jónsdóttir, 500.000 kr.
Around Þingeyri in 80 minutes, Kómedíuleikhúsið atvinnuleikhús Vestfjarða, 500.000 kr.
Leiðsögn um listasýningar, Edinborgarhúsið, 400.000 kr.
Hádegisjazz Edinborgarhússins, Edinborgarhúsið, 400.000 kr.
Skemmtiferðavænt Gefum íslensku séns — Túristar bjóða góðan daginn, Háskólasetur Vestfjarða fyrir hönd Gefum íslensku séns, 400.000 kr.
Gosi — Hádegistónleikar, Andri Pétur Þrastarson, 300.000 kr.
Steinamálun, María Lárusdóttir, 300.000 kr.
Íslenskir trúbadorar á torginu, Árni Heiðar Ívarsson og Fjölnir Ásbjörnsson, 250.000 kr.
Leikið á safnkostinn, Byggðasafn Vestfjarða, 200.000 kr.
Trúbadorinn undir berum himni, Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 150.000 kr.
Sjóðurinn er liður í stefnu Ísafjarðarbæjar um móttöku skemmtiferðaskipa. Honum er ætlað að styrkja menningu og félagslíf í bænum og einnig að styrkja sjálfstæð verkefni sem efla hafnir Ísafjarðarbæjar sem áfangastað. Áherslur sjóðsins taka breytingum frá ári til árs.
Við þökkum kærlega öllum þeim sem sendu inn umsókn og óskum styrkþegum innilega til hamingju með styrkina og hlökkum til að sjá verkefnin verða að veruleika.