Útboð: Upplýsingatækniþjónusta

Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í hýsingu og rekstur upplýsingatæknikerfa sveitarfélagsins, sbr. 5. mgr. 40. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016. Innkaupin eru auglýst opinberlega á www.utbodsvefur.is og á evrópska TED-vefnum.

Samið verður til til þriggja (3) ára með framlengingarheimild í tvö (2) ár.

Samningsgerð í kjölfar útboðsins verður í þremur aðskildum hlutum.

Bjóðanda er heimilt að bjóða í einn eða fleiri liði.

  • Hluti 1: Gildir frá 1. júní 2025 – Fjar- og vettvangsþjónusta
  • Hluti 2: Gildir frá 1. júní 2025 – Hýsing og rekstur
  • Hluti 3: Gildir frá 1. júlí 2025 – Netrekstur

Hagkvæmasta tilboði samkvæmt matsþáttum verður tekið og gerður samningur þar að lútandi.

Umsjónaraðili útboðsins hefur skipulagt eftirfarandi tímasetningar fyrir útboðsferlið (dagsetningar geta breyst).

Lokadagsetning fyrirspurna og athugasemda frá bjóðendum

20. mars 2025

Svarfrestur fyrirspurna

Þremur dögum áður en tilboðsfresti lýkur

Tilboðsfrestur

6. apríl 2025 kl. 11:00

Opnun tilboða

6. apríl 2025 kl. 11:01

Mat tilboða – áætlað

6. apríl – 11. apríl 2025

Val tilboðs og tilkynning um val tilboðs – áætlað

11. apríl 2025

Samningagerð

11. apríl – 23. apríl 2025

Gildistími tilboðs / frestur til að taka tilboði

28. apríl 2025

Afhendingartími boðinnar vöru/þjónustu

Hluti 1: Samningur tekur gildi frá 01. júní 2025

Hluti 2: Samningur tekur gildi frá 01. júní 2025

Hluti 3: Samningur tekur gildi frá 01. júlí 2025

Fyrirspurnir og beiðni um útboðsgögn skulu berast til tengiliðs útboðs:

Steinar Darri Emilsson – steinar@isafjordur.is 

Ef fyrirspurn berst frá einum bjóðanda, verður svar við henni sent öllum sem hafa sótt gögnin.