Útboð: Upplýsingatækniþjónusta

Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í hýsingu og rekstur upplýsingatæknikerfa sveitarfélagsins, sbr. 5. mgr. 40. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016. Innkaupin eru auglýst opinberlega á www.utbodsvefur.is og á evrópska TED-vefnum.
Samið verður til til þriggja (3) ára með framlengingarheimild í tvö (2) ár.
Samningsgerð í kjölfar útboðsins verður í þremur aðskildum hlutum.
Bjóðanda er heimilt að bjóða í einn eða fleiri liði.
- Hluti 1: Gildir frá 1. júní 2025 – Fjar- og vettvangsþjónusta
- Hluti 2: Gildir frá 1. júní 2025 – Hýsing og rekstur
- Hluti 3: Gildir frá 1. júlí 2025 – Netrekstur
Hagkvæmasta tilboði samkvæmt matsþáttum verður tekið og gerður samningur þar að lútandi.
Umsjónaraðili útboðsins hefur skipulagt eftirfarandi tímasetningar fyrir útboðsferlið (dagsetningar geta breyst).
Lokadagsetning fyrirspurna og athugasemda frá bjóðendum |
20. mars 2025 |
Svarfrestur fyrirspurna |
Þremur dögum áður en tilboðsfresti lýkur |
Tilboðsfrestur |
6. apríl 2025 kl. 11:00 |
Opnun tilboða |
6. apríl 2025 kl. 11:01 |
Mat tilboða – áætlað |
6. apríl – 11. apríl 2025 |
Val tilboðs og tilkynning um val tilboðs – áætlað |
11. apríl 2025 |
Samningagerð |
11. apríl – 23. apríl 2025 |
Gildistími tilboðs / frestur til að taka tilboði |
28. apríl 2025 |
Afhendingartími boðinnar vöru/þjónustu |
Hluti 1: Samningur tekur gildi frá 01. júní 2025 Hluti 2: Samningur tekur gildi frá 01. júní 2025 Hluti 3: Samningur tekur gildi frá 01. júlí 2025 |
Fyrirspurnir og beiðni um útboðsgögn skulu berast til tengiliðs útboðs:
Steinar Darri Emilsson – steinar@isafjordur.is
Ef fyrirspurn berst frá einum bjóðanda, verður svar við henni sent öllum sem hafa sótt gögnin.