Útboð - Bygging fjölbýlishúss við Sindragötu
Tækniþjónusta Vestfjarða ehf, fyrir hönd Ísafjarðarbæjar óskar eftir tilboðum í byggingu fjölbýlishúss við Sindragötu 4a, Ísafirði.
Verkkaupi: Ísafjarðarbær, kt: 540596-2639.
Verkefnalýsing:
Verktaki skal reisa og fullklára þriggja hæða fjölbýlishús sem í verða 13 íbúðir, kjallari er undir hluta hússins þar sem m.a. eru tvær bílgeymslur. Útveggir og gólfplötur eru úr steinsteypu. Uppstólað timburþak kemur ofan á efstu plötu, þakið er klætt að utan með hvítu bárustáli. Húsið verður einangrað að utan og klætt með timbur- múrklæðningu.
Verkkaupi hefur þegar boðið jarðvinnu vegna húsbyggingarinnar út og samið við verktaka. Grunnur hússins mun því verða tilbúinn þegar verktaki hefur störf við byggingu hússins. Jarðvinnuverktaki mun einnig sjá um að fylla að sökklum og kjallaraveggjum hússins eftir því sem þeir rísa.
Helstu magntölur verksins eru eftirfarandi:
- Mótaflötur 4155 m2
- Járnabending 57515 kg
- Steinsteypa 620 m3
- Þakflötur 373 m2
- Einangrun og klæðning útveggja 553 m2
- Glugga- og hurðafletir 280 m2
- Gólffletir + rampar 1460 m2
- Frágangur lóðar 745 m2
- Málun veggja 1600 m2
- Málun lofta 1000 m2
- Neysluvatnslagnir 360 m
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. október 2019.
Framkvæmdir geta hafist strax um miðjan júní 2018 eftir að verksamningur hefur verið undirritaður.
Útboðsgögn verða afhent hjá Tækniþjónustu Vestfjarða, Aðalstræti 26, Ísafirði frá og með 14. maí 2018.
Tilboðin verða opnuð hjá Tækniþjónustu Vestfjarða, mánudaginn 4. júní n.k. kl: 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.