Umsóknir um styrki til menningarmála 2022

Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarmála. Sótt er um í gegnum þjónustugátt Ísafjarðarbæjar og er umsóknarfrestur til og með 7. mars.

Bent er á að frá og með 1. janúar 2022 gilda nýjar reglur um úthlutun styrkja til menningarmála. Í nýju reglunum er kveðið á um að styrkjum skuli úthlutað einu sinni á ári, að vori, í stað þess að úthluta tvisvar, að vori og hausti. Menningarstyrkir ársins 2022 eru áætlaðir 2,4 m.kr. en styrkur til einstaks verkefnis getur almennt ekki verið hærri en kr. 250.000 kr.

Við úthlutun styrks fá styrkhafar sent greinargerðarform í þjónustugátt. Að verkefni loknu skal greinargerð berast sveitarfélaginu, fyrir árslok á úthlutunarári, og greiðist styrkur þegar greinargerð hefur borist. Greiðsla styrks fer fram gegn útgáfu rafræns reiknings. Reikningur skal berast Ísafjarðabær að lágmarki tveimur vikum fyrir greiðsludag.

Sækja um styrk

Útlit umsóknar