Umsækjendur um stöðu hafnarstjóra

Fjórir sóttu um stöðu hafnarstjóra hafna Ísafjarðarbæjar, en umsóknarfrestur var til og með 24. október sl.

Umsækjendurnir eru:

Björn Jóhannsson, hafnsögumaður – Hafnir Ísafjarðarbæjar

Hilmar Kristjánsson Lyngmo, hafnarvörður/skipstjóri – Hafnir Ísafjarðarbæjar

Sigurbrandur Jakobsson, skipstjóri – Fjarðabyggðarhafnir

Sophie Crouch, hótelstjóri – Hótel Eskifjörður

Hafnarstjóri sér um daglega stjórnun hafnarsvæðisins, deilir út verkefnum, sinnir starfsmannastjórnun og þarf jafnframt sjálfur að geta sinnt öllum helstu verkum á höfninni. Viðkomandi kemur að kynningu og markaðssetningu á höfnum Ísafjarðarbæjar og stuðlar að stöðugum umbótum í takt við framsækna og nútímalega hafnarþjónustu. Hafnirnar eru fjórar, þ.e. á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri og er öll grunnþjónusta í boði á þessum stöðum.

Næsti yfirmaður hafnarstjóra er bæjarstjóri.